Forsætisráðherra býr líka yfir sögum í anda Me Too Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir vill tryggja heildstæða nálgun í málefnum er varða kynferðisofbeldi. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“ Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“
Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45