Forsætisráðherra býr líka yfir sögum í anda Me Too Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir vill tryggja heildstæða nálgun í málefnum er varða kynferðisofbeldi. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“ Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“
Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira
Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45