Á von á strangari reglum um hagsmunaskráningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir hefur skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Vísir/Hanna Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“ Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira