Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. janúar 2018 07:00 Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að bera nokkrar væntingar til næsta kjörtímabils þegar kemur að menntamálum ef marka má stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Þar segir að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og boðar núverandi ríkisstjórn stórsókn í menntamálum á öllum skólastigum. Þar er sérstaklega tekið fram að stuðla skuli að viðurkenningu á störfum kennara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar felst sú ánægjulega staðreynd að núverandi ríkisstjórn telur störf kennara mikilvæg fyrir samfélagið allt. Og auðvitað er það svo. Kennarar hafa í höndum sér fjöregg þjóðarinnar. Um okkar hendur fara þegnar þessa samfélags og það eru kennarar á öllum skólastigum sem eiga stóran þátt í að móta þá einstaklinga sem landið skulu erfa. Nú eru kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir. Stéttin hefur ekki farið með himinskautum í launakröfum sínum, en við höfum gert þá eðlilegu kröfu að laun okkar séu metin með tilliti til þess að nýútskrifaðir framhaldsskólakennarar hafa að lágmarki fimm ára háskólanám að baki og í mörgum tilfellum sex ár. Laun framhaldsskólakennara þurfa að vera samkeppnishæf og eiga auðvitað ekki að vera lakari en kjör annarra stétta opinberra starfsmanna með sömu menntun. Slík krafa hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg. Launastaða framhaldsskólakennara var arfaslök haustið 2013. Í kjölfar verkfalls og verulegra kerfisbreytinga fékk stéttin launaleiðréttingu vorið 2014 og hækkanir fram á árið 2017 sem einhverjir hafa séð ofsjónum yfir og hafa talið falla utan þess ramma sem „Salek-samkomulagið“ leyfir (rammasamkomulag um launaþróun). En ef við fylgjum fordæmi kjararáðs og metum launaþróun aftur til ársins 2006 liggur fyrir að enn þarf að leiðrétta laun framhaldsskólakennara, svo mjög höfðu þau dregist aftur úr viðmiðunarhópum stéttarinnar. Ríkisstjórn Íslands hlýtur núna að standa við bakið á okkur, því eigi athafnir að fylgja orðum væri eðlilegt framhald fagurra fyrirheita um viðurkenningu kennarastarfsins að leiðrétta laun framhaldsskólakennara og gera samkeppnishæf. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun