Hrafn má ekki innlima lóð undir blótstaðnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Blótstaðurinn sem hér sést til hægri í fjöruborðinu við hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesi er talvert mannvirki og sérstakt. VÍSIR/EYÞÓR Kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson fær ekki að innlima í lóð sína skika undir svokölluðum hörgi nærri íbúðarhúsi hans í Laugarnesi. Hrafn sendi umsókn um miðjan janúar til Reykjavíkurborgar um að fá að stækka lóð sína á Laugarnestanga 65. Sagði hann það vera vegna hörgs „sem merktur var ásum og vönum þann 1. júní 2015 af Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða“. Hörgur er blótstaður heiðinna manna. Ekki náðist í Hrafn en í umsókn hans kemur fram að hörgurinn skarti líkneski af ásnum Frey. „Allsherjargoðinn hefur síðan framkvæmt þar ýmsar helgar athafnir ásatrúar,“ upplýsir leikstjórinn.Öllum frjáls umferð Hrafn segir að í Verndaráætlun fyrir Laugarnestanga undirskrifaðri af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sé tilvera hörgsins staðfest. Þar segir að öllum sé frjáls umferð um hörginn.Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri er hér lengst til hægri ásamt þeim Sigmundi Erni Rúnarssyni og Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Vísir/Anton„Hörgurinn nær niður fyrir fjöruborð að hluta til en sjór ber möl og þara inn í hann á háflæði og gerir kynngi hans enn magnaðri,“ lýsir Hrafn og útskýrir hvers vegna sameina eigi skikann lóð hans sjálfs. „Óskandi væri að hörgurinn stæði ótvírætt allur inn á lóðinni, með tilliti til allra er að málinu koma.“ Í umsögn embættis skipulagsfulltrúa um erindi Hrafns segir að samkvæmt lóðarskilmálum sé ekki leyfilegt að afmarka lóðir í Laugarnesi með girðingum, mönum, limgerði eða öðru né að loka gönguleiðum með strandlengju. „Opna svæðið við Laugarnestanga er skilgreint sem borgargarður og á svæðinu er mikið um búsetuminjar og ströndin að mestu ósnortin. Allur tanginn er skilgreindur sem hverfisverndarsvæði. Þannig leggur skipulagsfulltrúi til að stækkun lóðar Hrafns verði ekki samþykkt. „Samræmist ekki gildandi skipulagi og ekki talin ástæða til að lóðin innihaldi umræddan hörg þar sem gengur töluvert á opna svæðið að aðgengi almennings meðfram strandsvæðinu.“Hörgur er blótstaður Talið er hörgar hafi upphaflega verið blótstaðir undir berum himni, líklega steinaltari. Á þetta bendir uppruni orðsins hörgur. Í Eddukvæðunum er getið um hörg, sem hlaðinn var úr steinum. Stundum virðast hörgarnir hafa verið hús. Getið er um hörga sem brunnu, og um hátimbraða hörga. Á Íslandi hafa fundist tóftir sem talið er að séu af fornum hörgum og hefur ein þeirra verið rannsökuð. Kom þá í ljós að hörgurinn hefur verið hús í líkingu við hof en miklu minni.Heimild: Wikipedia. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson fær ekki að innlima í lóð sína skika undir svokölluðum hörgi nærri íbúðarhúsi hans í Laugarnesi. Hrafn sendi umsókn um miðjan janúar til Reykjavíkurborgar um að fá að stækka lóð sína á Laugarnestanga 65. Sagði hann það vera vegna hörgs „sem merktur var ásum og vönum þann 1. júní 2015 af Hilmari Erni Hilmarssyni allsherjargoða“. Hörgur er blótstaður heiðinna manna. Ekki náðist í Hrafn en í umsókn hans kemur fram að hörgurinn skarti líkneski af ásnum Frey. „Allsherjargoðinn hefur síðan framkvæmt þar ýmsar helgar athafnir ásatrúar,“ upplýsir leikstjórinn.Öllum frjáls umferð Hrafn segir að í Verndaráætlun fyrir Laugarnestanga undirskrifaðri af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sé tilvera hörgsins staðfest. Þar segir að öllum sé frjáls umferð um hörginn.Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri er hér lengst til hægri ásamt þeim Sigmundi Erni Rúnarssyni og Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Vísir/Anton„Hörgurinn nær niður fyrir fjöruborð að hluta til en sjór ber möl og þara inn í hann á háflæði og gerir kynngi hans enn magnaðri,“ lýsir Hrafn og útskýrir hvers vegna sameina eigi skikann lóð hans sjálfs. „Óskandi væri að hörgurinn stæði ótvírætt allur inn á lóðinni, með tilliti til allra er að málinu koma.“ Í umsögn embættis skipulagsfulltrúa um erindi Hrafns segir að samkvæmt lóðarskilmálum sé ekki leyfilegt að afmarka lóðir í Laugarnesi með girðingum, mönum, limgerði eða öðru né að loka gönguleiðum með strandlengju. „Opna svæðið við Laugarnestanga er skilgreint sem borgargarður og á svæðinu er mikið um búsetuminjar og ströndin að mestu ósnortin. Allur tanginn er skilgreindur sem hverfisverndarsvæði. Þannig leggur skipulagsfulltrúi til að stækkun lóðar Hrafns verði ekki samþykkt. „Samræmist ekki gildandi skipulagi og ekki talin ástæða til að lóðin innihaldi umræddan hörg þar sem gengur töluvert á opna svæðið að aðgengi almennings meðfram strandsvæðinu.“Hörgur er blótstaður Talið er hörgar hafi upphaflega verið blótstaðir undir berum himni, líklega steinaltari. Á þetta bendir uppruni orðsins hörgur. Í Eddukvæðunum er getið um hörg, sem hlaðinn var úr steinum. Stundum virðast hörgarnir hafa verið hús. Getið er um hörga sem brunnu, og um hátimbraða hörga. Á Íslandi hafa fundist tóftir sem talið er að séu af fornum hörgum og hefur ein þeirra verið rannsökuð. Kom þá í ljós að hörgurinn hefur verið hús í líkingu við hof en miklu minni.Heimild: Wikipedia.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira