Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Benedikt Bóas skrifar 23. janúar 2018 14:45 Lið Good Angels fagnaði titlinum um helgina að vonum vel og innilega. visir.is/Good Angels „Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“ Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira