Stal bikartitlinum í Slóvakíu: Þetta var svo dramatískt Benedikt Bóas skrifar 23. janúar 2018 14:45 Lið Good Angels fagnaði titlinum um helgina að vonum vel og innilega. visir.is/Good Angels „Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“ Körfubolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Það eru smá tilfinningar í gangi núna því ég var að skutla mömmu og stelpunni minni á flugvöllinn. Ég hef aldrei verið svona lengi frá dóttur minni en ég verð tíu daga ein og hún því með pabba sínum – sem er kannski bara gott því að hún var orðin svolítið háð mér,“ segir Helena Sverrisdóttir, ein besta körfuboltakona landsins. Helena varð um helgina bikarmeistari með liði sínu, Good Angels Kosice, eftir spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. „Það mætti alveg segja að við höfum stolið þessum sigri. Við vorum fimm stigum undir lengi vel þangað til rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá komumst við yfir en síðustu sekúndurnar voru svolítið klikkaðar. Þær skora þegar 12 sekúndur eru eftir og komast yfir og mikil spenna. Við náðum að skora þegar tvær sekúndur voru eftir og unnum leikinn með einu stigi. Ég var alveg pínu lengi að melta þennan leik því mér fannst við ekki spila nægilega vel til að geta unnið hann. Þetta var svo dramatískt. Þær hentu boltanum út af þannig að við fengum séns og nýttum hann. Dæmið snerist við frá því í fyrra, þá var sigrinum stolið af Good Angels og þetta var því ágætis hefnd.“ Kosice er um 250 þúsund manna borg í austanverðri Slóvakíu sem Helena þekkir vel til enda spilaði hún með liðinu 2011-2013. Hún vissi því vel hvað hún var að fara út í þegar hún ákvað að taka smá sprett í deildinni en hún mun koma heim 1. febrúar og klára tímabilið með Haukum.vísir/gettyÖll fjölskyldan fór með, Finnur Atli Magnússon, sem einnig leikur með Haukum, og dóttir þeirra. „Finnur var hér úti alveg til 10. janúar en fór þá heim út af körfunni og vinnunni. Mamma kom þá og hljóp í skarðið. Það eru sex ár síðan ég var hérna og það eru enn þrjár stelpur sem voru með mér í liðinu. Það var vel tekið á móti mér og ég þekki enn marga. Það var auðvelt og þægilegt að komast inn í hlutina og það er vel hugsað um mann. Ég var að koma með fjölskylduna mína og það var ekkert mál. Við fengum bíl og íbúð og allt sem dóttirin þurfti. Það var vel passað upp á okkur.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega verið að leita eftir því að fara aftur út. Hún vildi allavega ekki fara bara til þess eins að fara enda Haukar í toppbaráttunni í Domino's-deild kvenna og spennandi hlutir að gerast í körfuboltanum í Hafnarfirði. „Eigandi liðsins er besti vinur umboðsmannsins míns þannig að ég treysti þeim og svo vissi ég að allt er tipptopp hérna.Helena og Finnur að njóta lífsins saman. Þau telja niður dagana að 1. febrúar.Það var líka erfitt að fara frá Haukum á miðju tímabili. Það er búið að ganga vel hjá okkur. Ég var eiginlega fengin til að komast í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar sem tókst en fyrsti leikurinn er á fimmtudag. Svona tækifæri bjóðast auðvitað ekki á hverjum degi. Ég spila leikinn 31. janúar og flýg beint heim daginn eftir. Ég lét vita að ég ætlaði að klára tímabilið með Haukum.“ Helena segir að hún hafi ekkert endilega sett atvinnumannsdrauminn á hilluna því ef eitthvað spennandi kæmi upp myndi hún alltaf skoða það hið minnsta. Aðspurð hvort þau körfuboltaparið fái ekki tilboð um að leika með karla- og kvennaliði einhvers staðar segir hún að það gæti vel verið að Finnur hafi opnað á þær dyr. „Hann spilaði með B-liði hérna úti og sló í gegn þannig að það er aldrei að vita.“
Körfubolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum