Roger Federer var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Opna ástralska mótinu eftir að hann vann Marin Cilic í úrslitaleiknum.
Þetta var tuttugasti sigur Federer á risamóti á ferlinum og í sjötta skiptið sem hann vinnur Opna ástralska en hann vann Cilic í fimm settum, 6-2, 6-7, 6-3, 3-6 og 6-1.
Roger Federer, sem verður 37 ára á þessu ári, heldur því áfram sínum glæsta ferli og virðist ekki ætla að hætta í bráð.
Um sögulegan árangur er að ræða hjá Federer. Hann er nú þegar sigursælasti tenniskarl sögunnar en þrjár aðrar konur hafa afrekað að vinna minnst 20 risamótstitla - Margaret Court, Serena Williams og Steffi Graf.
„Draumur hefur ræst og ævintýrið heldur áfram,“ sagði Federer sem hefur unnið þrjú af síðustu fimm risamótum í tennis.
Þetta var enn fremur sjötti titillinn hans á opna ástralska en um metjöfnun er að ræða. Novak Djokovic og Roy Emerson hafa einnig unnið mótið sex sinnum.
Federer vann Opna ástralska
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti

Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

