Karen vann loksins þann stóra Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2018 08:30 Fram-stúlkur fagna í gær. vísir/sigtryggur Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00
Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03