Handbolti

Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir, besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni, leikur sér með bikarinn.
Ragnheiður Júlíusdóttir, besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni, leikur sér með bikarinn. vísir/vilhelm
Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn.

Sigur Fram var nokkuð tæpur en eftir jafnan og spennandi leik vann Fram með fjórum mörkum 26-22. Liðið tryggði sér því annan Íslandsmeistaratitilinn á tveimur árum.

Það gekk þó meira á í fagnaðarlátunum eftir leik því eftir bikarafhendinguna brotnaði bikarinn er hann gekk á milli leikmanna á verðlaunapallinum.

Er Ragnheiður Júlíusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir voru að virða fyrir sér bikarinn virtist hann einfaldlega detta í sundur.

Skemmtilegar myndir af þessu og meira til má sjá hér neðar í fréttinni.

Fyrirliðarnir hlaupa um með brotinn bikarinn.vísir/vilhelm
Ragnheiður og Elísabet reyna að bjarga bikarnum.vísir/vilhelm
Hafðist ekki alveg en næstum því!vísir/vilhelm
Þórey Rósa, Karen og Steinunn fengu því ekki að taka bikarinn með sér í Seinni bylgjuna þar sem enn var unnið að viðgerð.vísir/vilhelm
Hildur Þorgeirsdóttir og Stefán Arnarson virtust nokkuð sátt í leikslok.vísir/vilhelm
Til hamingju Fram!vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×