Handbolti

Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir, besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni, leikur sér með bikarinn.
Ragnheiður Júlíusdóttir, besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni, leikur sér með bikarinn. vísir/vilhelm

Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn.

Sigur Fram var nokkuð tæpur en eftir jafnan og spennandi leik vann Fram með fjórum mörkum 26-22. Liðið tryggði sér því annan Íslandsmeistaratitilinn á tveimur árum.

Það gekk þó meira á í fagnaðarlátunum eftir leik því eftir bikarafhendinguna brotnaði bikarinn er hann gekk á milli leikmanna á verðlaunapallinum.

Er Ragnheiður Júlíusdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir voru að virða fyrir sér bikarinn virtist hann einfaldlega detta í sundur.

Skemmtilegar myndir af þessu og meira til má sjá hér neðar í fréttinni.

Fyrirliðarnir hlaupa um með brotinn bikarinn. vísir/vilhelm
Ragnheiður og Elísabet reyna að bjarga bikarnum. vísir/vilhelm
Hafðist ekki alveg en næstum því! vísir/vilhelm
Þórey Rósa, Karen og Steinunn fengu því ekki að taka bikarinn með sér í Seinni bylgjuna þar sem enn var unnið að viðgerð. vísir/vilhelm
Hildur Þorgeirsdóttir og Stefán Arnarson virtust nokkuð sátt í leikslok. vísir/vilhelm
Til hamingju Fram! vísir/vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.