Ísland gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir seinni umspilsleikinn við Litháen um sæti á HM 2019 sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. Theodór Sigurbjörnsson kemur inn fyrir Ragnar Jóhannsson.
Ekki er tekið fram í tilkynningu frá HSÍ hvers vegna breytingin er gerð, aðeins að Ragnar hvíli og Theodór komi inn.
Liðin gerðu jafntefli 27-27 í fyrri leiknum ytra og því ljóst að ekkert nema sigur er í boði fyrir íslensku strákana í Höllinni í kvöld ætli þeir sér á HM.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Theodór inn fyrir Ragnar í kvöld

Tengdar fréttir

Kvörtun Íslands bar árangur og niðurstaðan jafntefli
Leikur Íslands og Litháen í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2019 endaði með jafntefli, 27-27, en ekki eins marks sigri Litháen, 28-27.

Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs.

Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar
Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019.