Handbolti

Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn lyfta Íslandsmeistarabikarnum á dögunum.
Eyjamenn lyfta Íslandsmeistarabikarnum á dögunum. vísir/andri marinó
Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019.

Íslenska landsliðið spilar tvo leiki við Litháen í umspili um sæti í lokaúrslitum HM sem fara fram í Þýskalandi og Danmörku í upphafi næsta árs.

Tveir Eyjamenn voru í æfingahópnum en duttu báðir út. Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og hornamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson kemst ekki í hópinn.

Þrír markahæstu leikmenn Eyjaliðsins í úrslitakeppninni í ár, Sigurbergur Sveinsson (40 mörk í 9 leikjum), Róbert Aron Hostert (38 mörk í 9 leikjum) og Kári Kristján Kristjánsson (36 mörk í 9 leikjum) voru ekki valdir í 30 manna æfingahóp.

Fjórir leikmenn úr Olís deild karla komast í hópinn en það eru markverðirnir Ágúst Elí Björgvinsson (FH) og Björgvin Páll Gústavsson (Haukar), vinstri skyttan Daníel Þór Ingason (Haukar) og Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson.

Haukarnir eiga tvo leikmenn í hópnum en ÍBV vann Hauka einmitt 3-0 í undanúrslitum úrslitakeppninnar á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×