Brotinn húsnæðismarkaður Sigurður Hannesson skrifar 26. apríl 2018 07:00 Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Sigurður Hannesson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið á ekki að vera draumur fólks heldur veruleiki enda er húsnæði grunnþörf. Undanfarna áratugi var jafnan nægt framboð af húsnæði enda gripið til aðgerða ef húsnæði skorti og framboð og eftirspurn héldust þannig ágætlega í hendur. Nú hefur orðið breyting á þar sem of lítið hefur verið byggt síðastliðinn áratug. Húsnæðisverð hefur því hækkað umtalsvert og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Færri geta keypt íbúð, ungt fólk er lengur í foreldrahúsum og fleiri eru á leigumarkaði. Fjölga þarf lóðum og hraða skipulagi en báðir þessir þættir hafa dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu. Sveitarstjórnarmanna bíður það mikla verk að bæta úr þessu að loknum kosningum og ríkisstjórnin þarf að sýna aukna forystu í málinu. Margt bendir til þess að stjórnsýslan hér á landi sé flóknari en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Fjögur ráðuneyti, 74 sveitarfélög og nokkrar stofnanir setja sitt mark á málaflokkinn. Kerfið er óskilvirkt og vinnubrögð ekki samræmd. Því þarf að breyta og forsætisráðherra í ríkisstjórn sem leggur áherslu á löngu tímabæra innviðauppbyggingu hlýtur að byrja á því að færa húsnæðis- og skipulagsmál í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið svo úr verði öflugt innviðaráðuneyti. Það er sama ferli við að byggja íbúðarhús og Hörpu. Regluverkið er allt of flókið og hindrar nýsköpun sem sannarlega er þörf á nú þegar byggja þarf hagkvæmar íbúðir. Með reglulegu millibili á fullveldistímanum hefur íslenskur iðnaður leyst húsnæðisvanda landsmanna. Svo verður einnig nú en þá þarf að leyfa hugviti landsmanna að njóta sín án þess að regluverkið hamli um of. Skipulag á sinn þátt í lítilli uppbyggingu. Það ferli er á ábyrgð sveitarfélaga og hefur verið allt of þungt í vöfum undanfarin ár, ekki síst hjá stærstu sveitarfélögum landsins. Það sem leyft er í einu sveitarfélagi er bannað í því næsta. Miklar vonir eru bundnar við kjörna fulltrúa og að þau taki af skarið. Með því að koma húsnæðismarkaðnum í lag er ekki eingöngu stutt við efnahagslegan stöðugleika heldur er styrkari stoðum skotið undir félagslegan stöðugleika. Það er því til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri SI
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun