Kynni Vilhjálms og Markúsar úrskurðuð „hefðbundin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 16:32 Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015. Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015.
Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16
Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28