Tónelskur læknir varð peð í pólitískri refskák 13. janúar 2018 11:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir segir söguna af því þegar Sigvaldi Kaldalóns var rekinn úr Læknafélagi Íslands, sem fagnar 100 ára afmæli sínu. menning „Sigvaldi Kaldalóns var rekinn úr Læknafélagi Íslands 1929 eftir að hafa orðið bitbein í pólitískri deilu þar sem mættust stálin stinn, Hriflu-Jónas og Guðmundur Hannesson, formaður Læknafélags Íslands, sem var einráður í Læknafélaginu,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir og formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Óttar ætlar í kvöld að rekja þessa sögu á Læknadögum. „Við blöndum síðan tónlist saman við þetta en Karlakórinn Fóstbræður syngur þekktustu lög Sigvalda ásamt Hildigunni Einarsdóttur mezzosópran við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.“ Óttar segir deiluna hafa blossað upp eftir að formaður Læknafélagsins tók „veitingavaldið af veitingavaldinu með því að fá því framgengt að læknar ættu að sækja um stöður til Læknafélagsins en ekki ráðuneytisins. Þessu gat Hriflu-Jónas dómsmálaráðherra ekki unað og ég stend nú reyndar með honum í þessari deilu. Það reynir síðan ekki á þetta fyrr en Keflavík losnar. Sjálfstæðismaðurinn Jónas Kristjánsson, harðasti andstæðingur Jónasar á þingi, sækir um og læknar mæla með honum. Jónas er þarna kominn í hálfgert öngstræti. Hann hafði engan annan umsækjanda svo að hann átti um tvo kosti að velja, skipa Jónas Kristjánsson og játa sig þannig sigraðan eða leita til erlendra lækna.“ Þá berst honum að sögn Óttars himnasending í umsókn frá Sigvalda. „Jónas skipar Sigvalda samstundis. Læknar bregðast hinir verstu við og hóta öllu illu.“ Jónas gaf sig þó hvergi og beitti Sigvalda miklum þrýstingi og sama gerðu læknar. „Þetta er merkileg saga og ég hef mikla samúð með Sigvalda í þessu. Hann fer þarna gegn læknunum og málar sig alveg út í horn. Hann var samstundis rekinn úr Læknafélaginu og Sjálfstæðismenn í Keflavík banna héraðsbúum að hýsa hann eða veita honum lið. Aumingja Sigvaldi, þessi friðsami og ópólitíski maður. Tónskáld. Dregst inn í þetta. Verður bitbein Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og læknarnir brjálaðir út í hann.“ Dagskráin hefst klukkan 20 í Norðurljósum Hörpu. „Það er ókeypis inn þar sem Læknafélagið er í miklu hátíðarskapi og býður upp á þetta, klassa-tónleikar og skemmtileg saga. Hver vill hafa það betra?“ segir Óttar.thorarinn@frettabladid.is Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
menning „Sigvaldi Kaldalóns var rekinn úr Læknafélagi Íslands 1929 eftir að hafa orðið bitbein í pólitískri deilu þar sem mættust stálin stinn, Hriflu-Jónas og Guðmundur Hannesson, formaður Læknafélags Íslands, sem var einráður í Læknafélaginu,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir og formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Óttar ætlar í kvöld að rekja þessa sögu á Læknadögum. „Við blöndum síðan tónlist saman við þetta en Karlakórinn Fóstbræður syngur þekktustu lög Sigvalda ásamt Hildigunni Einarsdóttur mezzosópran við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.“ Óttar segir deiluna hafa blossað upp eftir að formaður Læknafélagsins tók „veitingavaldið af veitingavaldinu með því að fá því framgengt að læknar ættu að sækja um stöður til Læknafélagsins en ekki ráðuneytisins. Þessu gat Hriflu-Jónas dómsmálaráðherra ekki unað og ég stend nú reyndar með honum í þessari deilu. Það reynir síðan ekki á þetta fyrr en Keflavík losnar. Sjálfstæðismaðurinn Jónas Kristjánsson, harðasti andstæðingur Jónasar á þingi, sækir um og læknar mæla með honum. Jónas er þarna kominn í hálfgert öngstræti. Hann hafði engan annan umsækjanda svo að hann átti um tvo kosti að velja, skipa Jónas Kristjánsson og játa sig þannig sigraðan eða leita til erlendra lækna.“ Þá berst honum að sögn Óttars himnasending í umsókn frá Sigvalda. „Jónas skipar Sigvalda samstundis. Læknar bregðast hinir verstu við og hóta öllu illu.“ Jónas gaf sig þó hvergi og beitti Sigvalda miklum þrýstingi og sama gerðu læknar. „Þetta er merkileg saga og ég hef mikla samúð með Sigvalda í þessu. Hann fer þarna gegn læknunum og málar sig alveg út í horn. Hann var samstundis rekinn úr Læknafélaginu og Sjálfstæðismenn í Keflavík banna héraðsbúum að hýsa hann eða veita honum lið. Aumingja Sigvaldi, þessi friðsami og ópólitíski maður. Tónskáld. Dregst inn í þetta. Verður bitbein Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og læknarnir brjálaðir út í hann.“ Dagskráin hefst klukkan 20 í Norðurljósum Hörpu. „Það er ókeypis inn þar sem Læknafélagið er í miklu hátíðarskapi og býður upp á þetta, klassa-tónleikar og skemmtileg saga. Hver vill hafa það betra?“ segir Óttar.thorarinn@frettabladid.is
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira