Það var Phil Mickelson sem fór með sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Tiger Woods sem fór fram í gærkvöldi en í verðlaun fékk hann níu milljónir dollara.
Phil Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í bráðabana en öll keppnin á milli þeirra var heldur höfn og skiptust þeir félagarnir á að vera með forystuna. Það var síðan Tiger sem jafnaði við Phil á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabanann.
Í bráðabananum átti Tiger möguleika á að tryggja sér sigurinn þegar þeir spiluðu 18. brautina aftur en langt punkt hans rataði ekki í holuna. Í fjórðu holunni, eða á 20.brautinni, náði Phil síðan að tryggja sér sigurinn með fjögurra metra putti.
Mickelson hafði betur gegn Tiger

Tengdar fréttir

Mickelson vill geta rifið kjaft við Tiger
Það styttist í einvígi þeirra Tiger Woods og Phil Mickelson þar sem annar þeirra mun labba burt með milljarð í vasanum.

Mörg veðmál í gangi í einvígi Tigers og Mickelson
Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir.

Ólafía Þórunn á hliðarlínunni í einvígi Tiger og Phil í Las Vegas
Íslendingar eiga fulltrúa á svæðinu í Las Vegas í dag þegar bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi.