Golf

Mörg veðmál í gangi í einvígi Tigers og Mickelson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta einvígi verður mjög áhugavert.
Þetta einvígi verður mjög áhugavert. vísir/getty

Einstakur golfviðburður fer fram á föstudag er Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas. Miklar fjárhæðir eru undir og kylfingarnir leggja líka sjálfir undir.

Sigurvegari einvígisins fær litlar 9 milljónir dollara eða 1,1 milljarð króna. Svo ætla þeir að veðja sín á milli allan hringinn til þess að gera hlutina áhugaverðari.

Mickelson lagði strax 100 þúsund dollara undir á að hann myndi fá fugl á fyrstu holu. Tiger var fljótur að tvöfalda þá upphæð. Þessi „minni“ veðmál koma úr þeirra eigin vasa og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála.

Báðir kylfingar verða með hljóðnema og áhorfendur munu því fá góða innsýn inn í samskipti þeirra sem og samskiptin við kylfusveinana.

„Vonandi mun fólk kunna að meta þetta. Þetta er smá sýnishorn inn í framtíð íþróttanna. Áhorfendur fá að heyra allar kyndingarnar,“ sagði Mickelson.

Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.