Golf

Mickelson vill geta rifið kjaft við Tiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í mörg ár var kalt á milli Mickelson og Tiger en þeir eru góðir félagar í dag.
Í mörg ár var kalt á milli Mickelson og Tiger en þeir eru góðir félagar í dag. vísir/getty

Það styttist í einvígi þeirra Tiger Woods og Phil Mickelson þar sem annar þeirra mun labba burt með milljarð í vasanum.

Þeir hafa verið duglegir að auglýsa viðburðinn upp á síðkastið. Stilltu sér meðal annars upp eins og hnefaleikakappar en það entist ekki lengi áður en þeir sprungu úr hlátri.

Woods var búinn að vinna átta risamót áður en Mickelson vann sitt fyrsta. Nú hefur Mickelson unnið fimm en Tiger fjórtán.

„Ég vil alls ekki tapa og gefa honum tækifæri á að rífa meiri kjaft en hann getur nú þegar,“ sagði Mickelson en hann vill loksins geta rifið kjaft við Tiger.

„Ég vil geta nuddað þér upp úr þessu tapi í hvert einasta skipti sem ég sé þig. Ég vil sitja í búningsklefanum í Augusta og rífa kjaft. Það er það sem ég vil frekar en peningana.“

Einvígið hefst klukkan 19.00 á Golfstöðinni annað kvöld. Einnig er hægt að kaupa þennan staka viðburð í myndlyklinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.