Golf

Ólafía Þórunn á hliðarlínunni í einvígi Tiger og Phil í Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Tiger Woods og Phil Mickelson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Tiger Woods og Phil Mickelson. Vísir/Samsett/Getty

Íslendingar eiga fulltrúa á svæðinu í Las Vegas í dag þegar bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi.

Þessar risastjörnur í golfina keppa í holukeppni og fær sigurvegarinn rúmlega einn milljarð íslenskra króna í sinn hlut. Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.

Heimasíða Golfsambands Íslands segir frá því að Ólafía Þórunn muni upplifa einvígið í Las Vegas af hliðarlínunni

Rétt um 100 manns fá tækifæri að fylgjast með mótinu á keppnisvellinum í Las Vegas. Ólafía Þórunn fékk boð að vera viðstödd í gegnum vinkonu sína Cheyenne Woods sem er einnig atvinnukylfingur.

Cheyenne og Ólafía voru saman í háskólaliði Wake Forest á sínum tíma og eru því góðar vinkonur. Cheyenne er náfrænka Tiger Woods en faðir hennar og Tiger Woods eru bræður. Cheyenne fékk miða frá frænda sínum á viðburðinni og bauð hún Ólafíu að taka þátt í ævintýrinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.