Enski boltinn

Bielsa byrjar á sigri með Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa fer glaður á koddann í kvöld.
Bielsa fer glaður á koddann í kvöld. vísir/getty
Marco Bielsa, þjálfarinn skrautlegi, byrjar feril sinn vel á Englandi sem stjóri Leeds en hann vann 3-1 sigur á Stoke City í dag.

Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Leeds réð Bielsa í sumar. Það vakti mikla athygli en Ítalinn hefur oft á tíðum vakið athygli á sínum ferli.

Eftir stundarfjórðung var það Mateusz Klich sem kom Leeds yfir og skömmu fyrir hálfleik tvöfaldaði Pablo Fernandez forystuna. 2-0 fyrir Leeds á heimavelli í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Benik Afobe, fyrrum leikmaður Bournemouth, muninn fyrir Stoke en Liam Cooper skoraði þriðja mark Leeds á 57. mínútu og gerði þar með út um leikinn.

Leeds er því með þrjú stig af þremur mögulegum á meðan Gary Rowett og lærisveinar hans í Stoke eru með ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×