Innlegg í umræðu um húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins Kristinn Steinn Traustason skrifar 21. febrúar 2017 09:58 Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar