Til hvers á að afnema ÁTVR? Hverjum þjónar það? Jón Páll Haraldsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 Ég hef búið í tveimur löndum þar sem áfengissala og auglýsingar á áfengi eru nokkuð frjálsar og hægt er að kaupa áfengi nánast allstaðar þar seim einhverjar neysluvörur eru seldar. Ég hef ekki séð að áfengisvandamál sé eitthvað meira í þessum löndum en annarsstaðar, þannig að ég óttast ekki að Íslendingar „hrynji í það“ eins og átti að gerast þegar bjórinn var leyfður. Ég óttast reyndar að unglingar muni freistast meira til að reyna að ná sér í áfengi í gegnum félaga eða undir úlpu og líklega verður einhver aukning í byrjun, þar sem „hvatakaup“ muni aukast á meðan fólk vennst því að áfengi verði meira aðgengilegt. Í dag er krafa um að starfsfólk í vínbúðum sé orðið 20 ára. Hvað ætla þeir að gera í matvörubúðunum? Ætla þeir að hætta að ráða 16, 17 ára krakka? Eða stendur til að aðskilja áfengið algjörlega, þannig að það verði sér svæði fyrir áfengislager og áfengissölu? Sumir halda að úrval muni aukast. Það er 100% örugglega ekki rétt. Úrval mun minka um 70 til 80% í flestum búðum. Það munu vissulega opna sér vínbúðir með meira og vandaðra úrval, en það mun enginn einkaaðili hafa efni né vilja til að bjóða upp á jafn mikið magn og fæst í stærstu vínbúðunum. Aðrir segja að það sé eðlilegt að geta keypt bjór eða vín um leið og keypt er í matinn. Það verða örugglega gerða kröfur um aðskilin svæði þar sem það verða tveir þrír kassar fyrir áfengi og þar verða líklega enn meiri raðir en í vínbúðum þar sem kassarnir eru mun fleiri. Ég held einnig að hér sé líka smá blekking því í mjög mörgum tilfellum í dag, er vínbúð undir sama þaki og matvörubúðin, bara næstu eða þar næstu dyr. Sumir heildsalar láta sig dreyma um að geta selt enn meira áfengi með sterkum tengslum við matvörubúðirnar. Ég held að það verði ekki almennt svo og síst á stóru (magn) merkjunum, því stóru keðjurnar munu gera kröfu til framleiðenda um að fá að kaupa beint, án milliliða og þá verður einungis eftir kaupmaðurinn á horninu sem mun selja lítið magn úr lokuðu rými og ef það á að fara að dreyfa smátt og víða, verða heildsalar og framleiðendur að hækka álagningu sína. Hvað verður um verðmæti ÁTVR? Það nánast gufar upp. Það eina sem verður eftir af verðmæti ÁTVR verða fasteignir sem ÁTVR á nú þegar. Það verður ekki neitt til, til að selja, enginn "good will" ekkert, því ef lögunum verður breitt, þá mun ÁTVR einfaldlega hætta starfsemi og aðrir taka við. Stóru keðjurnar muna skoða sölutölur ÁTVR og byggja sitt framboð á þeim lista. Þeir munu ekki þurfa að fjárfesta í markaðskönnunum eða markaðssetningu. Þeir einfaldlega taka við sölusögu ÁTVR. Fyrir rúmum 20 árum tóku forstjórar áfengiseinkasölufyrtækja Finnlands, Svíðjóðar, Noregs og Íslands ákvörðun til að fylgja nýjum tímum í kjölfar afnáms einkaleyfs á innflutningi og sölu áfengis til veitingahúsa og annara leyfishafa (vínbúðir, sendiráð og fríhafnir) að í smásölunni yrði þjónustan að breytast til að uppfylla meiri kröfu um þekkingu og þjónustu. Verslunum var breytt til að gera þær meira aðlaðandi, sjálfafgreiðsla var sett upp í nánast allar búðir og starfsfólk er í dag í stöðugri þjálfun, bæði í jákvæðri framkomu og vöruþekkingu. Sennilega munu stóru matvöruverslanir reyna að tryggja til að byrja með að einhver þekking verði til staðar, en með komandi tímum og aukinni framlegðarkröfu mun þekkingin hverfa. Man t.d. einhver eftir því að hafa fengið ráðgjöf síðast þegar keypt var áfengi í matvörubúð erlendis? Nei, ef þú vilt fá ráðgjöf, þá þarft þú að fara í SÉRVERSLUN; Já, eins og í dag. Hvað verður um hagnaðinn af smásölunni? Í stað þess að 100% af hagnaði ÁTVR renni til þjóðarinnar, þá mun aðeins 20% renna til þjóðarinnar þ.e. 20% ef hagnaður er af smásölunni. ÁTVR er klárlega ekki gallalaust, en þau reyna að hafa innkaupakerfið gegnsætt og réttlátt og auðvitað mun þjóðin lifa það af, að einkasalan yrði afnumin, en ég skil bara ekki alveg til hvers. Það er annsi erfitt að sjá ÞJÓÐARHAGINN við að afnema ÁTVR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef búið í tveimur löndum þar sem áfengissala og auglýsingar á áfengi eru nokkuð frjálsar og hægt er að kaupa áfengi nánast allstaðar þar seim einhverjar neysluvörur eru seldar. Ég hef ekki séð að áfengisvandamál sé eitthvað meira í þessum löndum en annarsstaðar, þannig að ég óttast ekki að Íslendingar „hrynji í það“ eins og átti að gerast þegar bjórinn var leyfður. Ég óttast reyndar að unglingar muni freistast meira til að reyna að ná sér í áfengi í gegnum félaga eða undir úlpu og líklega verður einhver aukning í byrjun, þar sem „hvatakaup“ muni aukast á meðan fólk vennst því að áfengi verði meira aðgengilegt. Í dag er krafa um að starfsfólk í vínbúðum sé orðið 20 ára. Hvað ætla þeir að gera í matvörubúðunum? Ætla þeir að hætta að ráða 16, 17 ára krakka? Eða stendur til að aðskilja áfengið algjörlega, þannig að það verði sér svæði fyrir áfengislager og áfengissölu? Sumir halda að úrval muni aukast. Það er 100% örugglega ekki rétt. Úrval mun minka um 70 til 80% í flestum búðum. Það munu vissulega opna sér vínbúðir með meira og vandaðra úrval, en það mun enginn einkaaðili hafa efni né vilja til að bjóða upp á jafn mikið magn og fæst í stærstu vínbúðunum. Aðrir segja að það sé eðlilegt að geta keypt bjór eða vín um leið og keypt er í matinn. Það verða örugglega gerða kröfur um aðskilin svæði þar sem það verða tveir þrír kassar fyrir áfengi og þar verða líklega enn meiri raðir en í vínbúðum þar sem kassarnir eru mun fleiri. Ég held einnig að hér sé líka smá blekking því í mjög mörgum tilfellum í dag, er vínbúð undir sama þaki og matvörubúðin, bara næstu eða þar næstu dyr. Sumir heildsalar láta sig dreyma um að geta selt enn meira áfengi með sterkum tengslum við matvörubúðirnar. Ég held að það verði ekki almennt svo og síst á stóru (magn) merkjunum, því stóru keðjurnar munu gera kröfu til framleiðenda um að fá að kaupa beint, án milliliða og þá verður einungis eftir kaupmaðurinn á horninu sem mun selja lítið magn úr lokuðu rými og ef það á að fara að dreyfa smátt og víða, verða heildsalar og framleiðendur að hækka álagningu sína. Hvað verður um verðmæti ÁTVR? Það nánast gufar upp. Það eina sem verður eftir af verðmæti ÁTVR verða fasteignir sem ÁTVR á nú þegar. Það verður ekki neitt til, til að selja, enginn "good will" ekkert, því ef lögunum verður breitt, þá mun ÁTVR einfaldlega hætta starfsemi og aðrir taka við. Stóru keðjurnar muna skoða sölutölur ÁTVR og byggja sitt framboð á þeim lista. Þeir munu ekki þurfa að fjárfesta í markaðskönnunum eða markaðssetningu. Þeir einfaldlega taka við sölusögu ÁTVR. Fyrir rúmum 20 árum tóku forstjórar áfengiseinkasölufyrtækja Finnlands, Svíðjóðar, Noregs og Íslands ákvörðun til að fylgja nýjum tímum í kjölfar afnáms einkaleyfs á innflutningi og sölu áfengis til veitingahúsa og annara leyfishafa (vínbúðir, sendiráð og fríhafnir) að í smásölunni yrði þjónustan að breytast til að uppfylla meiri kröfu um þekkingu og þjónustu. Verslunum var breytt til að gera þær meira aðlaðandi, sjálfafgreiðsla var sett upp í nánast allar búðir og starfsfólk er í dag í stöðugri þjálfun, bæði í jákvæðri framkomu og vöruþekkingu. Sennilega munu stóru matvöruverslanir reyna að tryggja til að byrja með að einhver þekking verði til staðar, en með komandi tímum og aukinni framlegðarkröfu mun þekkingin hverfa. Man t.d. einhver eftir því að hafa fengið ráðgjöf síðast þegar keypt var áfengi í matvörubúð erlendis? Nei, ef þú vilt fá ráðgjöf, þá þarft þú að fara í SÉRVERSLUN; Já, eins og í dag. Hvað verður um hagnaðinn af smásölunni? Í stað þess að 100% af hagnaði ÁTVR renni til þjóðarinnar, þá mun aðeins 20% renna til þjóðarinnar þ.e. 20% ef hagnaður er af smásölunni. ÁTVR er klárlega ekki gallalaust, en þau reyna að hafa innkaupakerfið gegnsætt og réttlátt og auðvitað mun þjóðin lifa það af, að einkasalan yrði afnumin, en ég skil bara ekki alveg til hvers. Það er annsi erfitt að sjá ÞJÓÐARHAGINN við að afnema ÁTVR.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar