„Fólk er rosalega fegið að vera komið aftur í vinnu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2017 19:00 Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann. Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Líf er að færast í fiskvinnustöðvar landsins eftir að skipafloti útgerðanna hélt út til veiða á sunnudag. Rekstrarstjóri hjá Vísi hf. í Grindavík segir starfsfólkið fegið að vera komið aftur til vinnu. Verkfall sjómanna hafi mest áhrif á störf landverkafólks en nú er verkfalli lokið og búið að kalla landverkafólk aftur til starfa, þar sem skipin eru komin á miðin. Á morgun verða færiböndin full af fiski. Hjá Vísi í Grindavík í morgun voru starfsmenn að undirbúa komu tveggja línubáta, Kristínu GK og Sighvati GK, sem væntanleg eru til hafnar klukkan sex í fyrramálið með um hundrað og þrjátíu tonn af ferskum þorski og ýsu. „Það var rosalega ljúf tilfinning að þetta tíu vikna stopp var búið. Þetta er búið að vera erfiður tími og í rauninni allir sem eru búnir að bíða eftir að eitthvað mundi fara að gerast þannig að þetta er mikil léttir. Nú bíður starfsfólk jafnt sem vélar eftir því að byrja,“ sagði Jóhann Helgason, rekstrarstjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík Fimm bátar sem eru í eigu Vísis fóru strax til veiða eftir að verkfalli sjómanna var aflýst á sunnudagskvöld og segir Jóhann að veiði hafi gengið vel. Um hundrað og fimmtíu manns starfa við landvinnslu hjá fyrirtækinu og þegar var hafist handa við að hringja í þá og fá þá til vinnu. „bara mikil tilhlökkun hjá öllum starfsmönnum að snúa aftur til vinnu. Allir orðnir dauðleiðir á að hanga heima og gera ekki neitt,“ sagði Jóhann. Þegar líða tók á verkfallið höfðu vinnslustöðvar víðs vegar um landið áhyggjur af því að missa frá sér starfsfólk í önnur störf en Jóhann segir að flestir þeirra starfsmanna snúi til baka og þegar fréttastofu bar að garði í morgun voru margir starfsmenn landvinnslunnar að líta við. „Við erum bara rosalega ánægðir með endurheimtur á starfsfólki og meira og minna allir okkar starfsmenn komu til baka,“ segir Jóhann. Jóhann segir að verkfallið hafi haft mikil áhrif á starfsemi Vísis. „Það er dýrt að vera með vélbúnað og vinnslu og fastan kostnað sem fer ekki neitt,“ segir Jóhann. Og það gæti orðið erfitt að komast inn á markaðinn aftur en eitt sterkasta einkenni Íslendinga er stöðugt framboð á vöru allt árið um kring „Þegar það gengur ekki upp þá missum við traust on núna fer af stað mikil vinna í að endurvinna það traust aftur,“ sagði Jóhann.
Tengdar fréttir Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 20:00
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00