Foreldrar sitja uppi með himinháa reikninga Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Sindri er með heilkenni sem heitir Warbuck Micro en móðir hans segir að þrátt fyrir allt sé hann mjög brattur. Mynd/Aðsend „Þetta er gat í kerfinu, að fólk sem er undir því álagi að eiga fjölfatlað og langveikt barn þurfi líka að hafa áhyggjur af fjárhagslegum atriðum varðandi breytingar sem kosta mjög mikið,“ segir Guðný Þórsteinsdóttir, móðir Sindra Pálssonar, átta ára gamals fatlaðs drengs. Foreldrar fatlaðra barna þurfa í sumum tilfellum að standa straum af hundruð þúsunda, jafnvel milljóna kostnaði, vegna breytinga sem gera þarf á húsnæði þeirra til að börnin geti búið þar. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna, segir félagið hafa átt ítrekuð samtöl í gegnum árin við heilbrigðisráðuneyti og velferðarráðuneyti vegna þessa. „Og bent á það að Tryggingastofnun ríkisins skaffar til dæmis lyftu sem hjálpartæki á heimili barns en skaffa ekki allt sem þarf til þess að koma henni fyrir,“ segir Guðrún Helga. „Þar með er bara með því einu og sér búið að útleggja fjölskylduna fyrir háum fjárhæðum við breytingum,“ bætir Guðrún við. Hún segir jafnframt að hvorki ríkissjóður né sveitarfélög leggi neitt fjármagn til þegar foreldrar þurfa að víkka dyr fyrir hjólastóla. Þá bendir hún á að Tryggingastofnun greiði fyrir hjólastólarampa en taki ekki þátt í kostnaðinum sem getur hlotist af því að koma rampinum fyrir. „Þannig að það eitt að rétta hjálpartækið kallar á gríðarlegan kostnað fyrir fjölskylduna,“ segir Guðrún Helga. „Það sem er brýnast fyrir mig heima er baðaðstaðan. Ég er með baðkar og það þarf að taka það og gera stóra sturtu þar sem hægt er að kippa honum inn í sérstökum stól,“ segir Guðný um þær breytingar sem þarf að gera heima hjá henni fyrir Sindra son hennar. Sindri er með heilkenni sem heitir Warbuck Micro heilkennið og er hann sá eini sem hefur greinst með þetta heilkenni hér á landi. Það hefur áhrif á þroska miðtaugakerfisins og veldur því að Sindri er hreyfi- og þroskahamlaður, einhverfur og mjög sjónskertur. Hann fer ferða sinna dagsdaglega í hjólastól eða skríður á milli staða. Guðný segir að þrátt fyrir alla þessa erfiðleika sé Sindri ótrúlega brattur. „Hann er ótrúlega duglegur og kvartar rosalega lítið. Hann er mjög ánægður og er rosalega sterkur karakter. Hann er stríðinn og fyndinn strákur,“ segir Guðný. Vinir og fjölskylda Guðnýjar og Páls Guðbrandssonar, föður Sindra, hafa stofnað félagsskapinn Vinir Sindra, sem stendur fyrir söfnun með tónleikum til að fjármagna Hjálpartækjasjóð Sindra Pálssonar. Tónleikarnir fara fram í Austurbæ á sumardaginn fyrsta, 20. Apríl. Miðar eru seldir á Miði.is en einnig geta þeir sem ekki komast á tónleikana lagt frjáls framlög inn á reikningsnúmerið 0701-15-204507, kt. 430317-1130.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Þetta er gat í kerfinu, að fólk sem er undir því álagi að eiga fjölfatlað og langveikt barn þurfi líka að hafa áhyggjur af fjárhagslegum atriðum varðandi breytingar sem kosta mjög mikið,“ segir Guðný Þórsteinsdóttir, móðir Sindra Pálssonar, átta ára gamals fatlaðs drengs. Foreldrar fatlaðra barna þurfa í sumum tilfellum að standa straum af hundruð þúsunda, jafnvel milljóna kostnaði, vegna breytinga sem gera þarf á húsnæði þeirra til að börnin geti búið þar. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna, segir félagið hafa átt ítrekuð samtöl í gegnum árin við heilbrigðisráðuneyti og velferðarráðuneyti vegna þessa. „Og bent á það að Tryggingastofnun ríkisins skaffar til dæmis lyftu sem hjálpartæki á heimili barns en skaffa ekki allt sem þarf til þess að koma henni fyrir,“ segir Guðrún Helga. „Þar með er bara með því einu og sér búið að útleggja fjölskylduna fyrir háum fjárhæðum við breytingum,“ bætir Guðrún við. Hún segir jafnframt að hvorki ríkissjóður né sveitarfélög leggi neitt fjármagn til þegar foreldrar þurfa að víkka dyr fyrir hjólastóla. Þá bendir hún á að Tryggingastofnun greiði fyrir hjólastólarampa en taki ekki þátt í kostnaðinum sem getur hlotist af því að koma rampinum fyrir. „Þannig að það eitt að rétta hjálpartækið kallar á gríðarlegan kostnað fyrir fjölskylduna,“ segir Guðrún Helga. „Það sem er brýnast fyrir mig heima er baðaðstaðan. Ég er með baðkar og það þarf að taka það og gera stóra sturtu þar sem hægt er að kippa honum inn í sérstökum stól,“ segir Guðný um þær breytingar sem þarf að gera heima hjá henni fyrir Sindra son hennar. Sindri er með heilkenni sem heitir Warbuck Micro heilkennið og er hann sá eini sem hefur greinst með þetta heilkenni hér á landi. Það hefur áhrif á þroska miðtaugakerfisins og veldur því að Sindri er hreyfi- og þroskahamlaður, einhverfur og mjög sjónskertur. Hann fer ferða sinna dagsdaglega í hjólastól eða skríður á milli staða. Guðný segir að þrátt fyrir alla þessa erfiðleika sé Sindri ótrúlega brattur. „Hann er ótrúlega duglegur og kvartar rosalega lítið. Hann er mjög ánægður og er rosalega sterkur karakter. Hann er stríðinn og fyndinn strákur,“ segir Guðný. Vinir og fjölskylda Guðnýjar og Páls Guðbrandssonar, föður Sindra, hafa stofnað félagsskapinn Vinir Sindra, sem stendur fyrir söfnun með tónleikum til að fjármagna Hjálpartækjasjóð Sindra Pálssonar. Tónleikarnir fara fram í Austurbæ á sumardaginn fyrsta, 20. Apríl. Miðar eru seldir á Miði.is en einnig geta þeir sem ekki komast á tónleikana lagt frjáls framlög inn á reikningsnúmerið 0701-15-204507, kt. 430317-1130.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira