Forsetinn minnti á mikilvægi þess að foreldrar reyni ekki að fjarstýra börnum af hliðarlínunni Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2017 13:05 Guðni Th. Jóhannesson fylgdi syni sínum á Goðamótið í fótbolta á Akureyri um liðna helgi. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór mikinn í viðtali við Þór TV um liðna helgi þar sem hann var staddur á 51. Goðamóti 6. flokks drengja á Akureyri. Guðni var þar að fylgja syni sínum sem leikur með Stjörnunni en hann sagði mótshaldið allt hafa verið til fyrirmyndar og hafði orð á því hversu góður andi væri á móti og að foreldrarnir kynnu sig. „Blessunarlega þá hefur það skilað árangri svona nokkurskonar átak sem var sett í gang fyrir nokkrum árum að pabbarnir og mömmurnar séu ekki að reyna að fjarstýra krökkunum á hliðarlínunni hvað þá að veita dómurum misvingjarnlegar leiðbeiningar. Hér standa sig allir með sóma, þjálfarar, dómarar, keppendur , áhorfendur og þar á meðal foreldrarnir,“ sagði Guðni.Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur þegar söfnun á vegum ABC barnahjálpar var hleypt af stokkunum í morgun.Vísir/ErnirBörnin græða lítið ef þeim er fjarstýrt Hann sagðist viss um að foreldrarnir viti að börnin græði lítið á því ef annað hvort pabbinn eða mamman séu að gefa þeim skipanir af hliðarlínunni. „Hvernig eiga blessuð börnin að átta sig á þessu sjálf ef það er einhver pabbi með stýripinna á hliðarlínunni? Það er engum til góðs að haga sér þannig enda sjáum við þetta varla núorðið.“ Hann sagði börnin vera á þessu móti til að skemmta sér og bæta sig.Guðni sagði börnin vera á Goðamótinu til að skemmta sér og bæta sig.Vísir/EPA„Þau eru kappsöm og vilja vinna. En svo þegar leik er lokið tekur það örfáar mínútur að svekkja sig ef úrslitin voru ekki eins og maður kaus. Það eru allir vinir hérna og það er fjarri okkur foreldrum finnst mér að fara að stressa blessuð börnin þegar þau eru hér í leik og keppni.“ Vill sjá minna af afreksstefnu hjá ungum krökkum Hann minnti á nauðsyn þessa að þjálfarar og forráðamenn liða byrji ekki of snemma á afreksstefnu. „Auðvitað þurfum við að skipta liðum að einhverju leyti eftir getu en guð hjálpi mér ef við förum að gera aftur eins og gert þegar ég var ungur, það var bara valið í lið, tveir bestu strákarnir eða tvær bestu stelpurnar, og svo sátu eftir þeir sem höfðu ekki mestu hæfileikana. Allt svoleiðis verðum við að forðast og þurfum að leyfa öllum að vera með,“ sagði Guðni. Þá sagði hann það vera áhyggjuefni að byrjað sé of snemma að segja við börnin að þau verði að einbeita sér að einni íþrótt ef þau ætla að ná árangri.Hann benti á að fyrir nokkru hafi rússneskur handboltamaður gengið til liðs við Stjörnuna sem var svaklega flinkur og lipur leikmaður með einstaka hæfileika við að koma sér fram hjá varnarmönnum. Guðni segist hafa spurt hvar hann lærði þeta og þá svaraði rússneski leikmaðurinn að þetta hefði hann ekki lært í handbolta, heldur í júdó. Guðni sagði því ekki gott að hvetja börnin til að sérhæfa sig of snemma í einhverri íþrótt og nefndi einnig að sumir taki út kynþroska mun fyrr en aðrir, en þessir sem eru seinþroska nái þeim síðar í þroska og þá hafi þeim ekki verið sinnt jafn mikið.Skylda félaganna að sinna öllum jafnhátt Hann sagði það vera skyldu félaganna að sinna öllum jafnhátt, bæði þeim sem eiga möguleika á að verða atvinnumenn og þeim sem eru að þessu til að hafa gaman. Hann sagði slíkan hugsunarhátt einnig kenna þeim sem eru betri en aðrir í íþróttum að taka tillit til annarra. „Þetta eru íþróttafélög sem fá styrki frá hinu opinbera og þeim ber skylda til að sinna öllum. Það eru skilaboð forsetans,“ sagði Guðni léttur í bragði.Viðtalið við Guðna má sjá hér fyrir neðan: Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór mikinn í viðtali við Þór TV um liðna helgi þar sem hann var staddur á 51. Goðamóti 6. flokks drengja á Akureyri. Guðni var þar að fylgja syni sínum sem leikur með Stjörnunni en hann sagði mótshaldið allt hafa verið til fyrirmyndar og hafði orð á því hversu góður andi væri á móti og að foreldrarnir kynnu sig. „Blessunarlega þá hefur það skilað árangri svona nokkurskonar átak sem var sett í gang fyrir nokkrum árum að pabbarnir og mömmurnar séu ekki að reyna að fjarstýra krökkunum á hliðarlínunni hvað þá að veita dómurum misvingjarnlegar leiðbeiningar. Hér standa sig allir með sóma, þjálfarar, dómarar, keppendur , áhorfendur og þar á meðal foreldrarnir,“ sagði Guðni.Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur þegar söfnun á vegum ABC barnahjálpar var hleypt af stokkunum í morgun.Vísir/ErnirBörnin græða lítið ef þeim er fjarstýrt Hann sagðist viss um að foreldrarnir viti að börnin græði lítið á því ef annað hvort pabbinn eða mamman séu að gefa þeim skipanir af hliðarlínunni. „Hvernig eiga blessuð börnin að átta sig á þessu sjálf ef það er einhver pabbi með stýripinna á hliðarlínunni? Það er engum til góðs að haga sér þannig enda sjáum við þetta varla núorðið.“ Hann sagði börnin vera á þessu móti til að skemmta sér og bæta sig.Guðni sagði börnin vera á Goðamótinu til að skemmta sér og bæta sig.Vísir/EPA„Þau eru kappsöm og vilja vinna. En svo þegar leik er lokið tekur það örfáar mínútur að svekkja sig ef úrslitin voru ekki eins og maður kaus. Það eru allir vinir hérna og það er fjarri okkur foreldrum finnst mér að fara að stressa blessuð börnin þegar þau eru hér í leik og keppni.“ Vill sjá minna af afreksstefnu hjá ungum krökkum Hann minnti á nauðsyn þessa að þjálfarar og forráðamenn liða byrji ekki of snemma á afreksstefnu. „Auðvitað þurfum við að skipta liðum að einhverju leyti eftir getu en guð hjálpi mér ef við förum að gera aftur eins og gert þegar ég var ungur, það var bara valið í lið, tveir bestu strákarnir eða tvær bestu stelpurnar, og svo sátu eftir þeir sem höfðu ekki mestu hæfileikana. Allt svoleiðis verðum við að forðast og þurfum að leyfa öllum að vera með,“ sagði Guðni. Þá sagði hann það vera áhyggjuefni að byrjað sé of snemma að segja við börnin að þau verði að einbeita sér að einni íþrótt ef þau ætla að ná árangri.Hann benti á að fyrir nokkru hafi rússneskur handboltamaður gengið til liðs við Stjörnuna sem var svaklega flinkur og lipur leikmaður með einstaka hæfileika við að koma sér fram hjá varnarmönnum. Guðni segist hafa spurt hvar hann lærði þeta og þá svaraði rússneski leikmaðurinn að þetta hefði hann ekki lært í handbolta, heldur í júdó. Guðni sagði því ekki gott að hvetja börnin til að sérhæfa sig of snemma í einhverri íþrótt og nefndi einnig að sumir taki út kynþroska mun fyrr en aðrir, en þessir sem eru seinþroska nái þeim síðar í þroska og þá hafi þeim ekki verið sinnt jafn mikið.Skylda félaganna að sinna öllum jafnhátt Hann sagði það vera skyldu félaganna að sinna öllum jafnhátt, bæði þeim sem eiga möguleika á að verða atvinnumenn og þeim sem eru að þessu til að hafa gaman. Hann sagði slíkan hugsunarhátt einnig kenna þeim sem eru betri en aðrir í íþróttum að taka tillit til annarra. „Þetta eru íþróttafélög sem fá styrki frá hinu opinbera og þeim ber skylda til að sinna öllum. Það eru skilaboð forsetans,“ sagði Guðni léttur í bragði.Viðtalið við Guðna má sjá hér fyrir neðan:
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira