Hefur stundað heimilaskipti af kappi í gegnum árin Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2017 16:00 Sesselja Traustadóttir mælir með að fólk prófi heimilaskipti. Vísir/Stefán Sesselja Traustadóttir er þaulreynd í heimilaskiptum og mælir með að allir ferðalangar prófi þetta fyrirkomulag að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Sesselja segir heimilaskipti vissulega hafa sína kosti og galla en kostirnir vega mun þyngra að sögn hennar. Okkar fyrstu heimilaskipti voru innan fjölskyldunnar. Við lánuðum skyldmennum á Spáni íbúðina okkar og vorum sjálf í þeirra íbúð á meðan. Þannig að okkar nálgun var mjög róleg,“ segir Sesselja spurð út í hvernig hún og hennar fjölskylda byrjuðu að stunda heimilaskipti. „Svo var það korter í hrun, að ég lét loksins verða af því að skrá mig á svona síðu, og fyrir valinu varð Intervac á Íslandi. Með hruninu áttuðum við okkur fljótlega á því að til að halda áfram að ferðast, væri ekkert sem gæti létt okkur það eins mikið og heimilaskipti. Svo að fyrstu skiptin okkar urðu við vestræna fjölskyldu í Egyptalandi og síðan þá eru þau orðin hátt á annan tuginn, heimilaskipti okkar um allan heim,“ segir Sesselja sem hefur verið umboðsmaður Intervac á Íslandi frá árinu 2009. Þau samtök eru meðal elstu heimilaskiptasamtaka í heiminum og eiga sér um 65 ára sögu. Sesselja segir hrunið hafa haft mikil áhrif á þátttöku Íslendinga í heimilaskiptum. „Fljótlega eftir að ég varð umboðsmaður fjölgaði Íslendingum á vefnum svo hraustlega að umboðsmenn allra hinna landanna stóðu á gati yfir því sem hér var að gerast. Ég held bara að þetta sé hluti af þjóðarsálinni – „þetta reddast“; það kom hrun, við áttum fín hús og það var enn flogið til landsins. Málið er einfalt – höldum áfram að vera til og njótum þess að ferðast. Hvort uppgangurinn í samfélaginu núna verður til þess að draga úr þátttöku landans í heimilaskiptum þori ég ekki að segja, en mögulega í ljósi þess að þú þarft svolítið að hlúa að skiptunum og það tekur sinn tíma. Þá er kannski einfaldara að kaupa bara pakkann tilbúinn af ferðaskrifstofunni. En í raun held ég að Íslendingar séu töluvert opnari fyrir heimilaskiptum en flestar aðrar þjóðir,“ útskýrir Sesselja. Hún segir heimilaskipti snúast um traust og virðingu – og hvað sem hver segir; þá erum við þannig að við viljum bæði treysta öðru fólki og virða það og líklega þess vegna eru heimilaskiptin okkur svona töm.“ Sesselja er þeirrar skoðunar að heimilaskipti hafi jákvæð áhrif á mann þegar kemur að viðhaldi heimilisins. „Ég segi gjarnan að hvert einasta heimili ætti að fá að njóta þess að vera í heimilaskiptum annað hvert ár. Maður „gerir“ hlutina; lagar blettinn í loftinu, hengir upp myndirnar, skiptir út brotnu höldunum … þetta er nánast eins og að ferma; þú gerir heimilið klárt fyrir gestina – og bætir úr ýmsu sem átti að gera fyrir löngu.“Ekki eins einfalt og að kaupa pakkaferð Að sögn Sesselju hafa heimilaskipti vissulega sína kosti og galla og að vissu leyti fylgir skiptunum smá vinna. „Hver og einn sinnir sínum eigin skiptum. Maður ýmist sendir eigin óskir frá sér eða þiggur tilboð um skipti frá öðrum. Vesen – nei, lausnir – já. Maður hefur misjafnlega mikið fyrir ferðalaginu og þetta er sannarlega ekki alveg jafn einfalt og að kaupa tilbúna ferð á netinu. Á móti kemur að þú flytur beint inn í rótgróið hverfi, oftast þar sem innlendir búa, kynnist þeirra nærsamfélagi. Nýtur alls þess besta sem fylgir því að búa á fullbúnu heimili og færð á svo margan hátt allt aðra upplifun af áningarstaðnum en það sem hefðbundið hótelferðalag getur veitt þér.“„Við fórum með alla fjölskylduna yfir páska til París. Fjölskyldan sem við skiptum við kom árið á eftir í febrúar til að upplifa norðurljósin á Ísland," segir Sesselja um þessa fjölskyldumynd.Sesselja notið heimilaskiptanna með ýmsum stærðarútgáfum af fjölskyldunni; allt frá því að vera átta saman og til þess að vera ein á ferðinni. „Þegar maður er einn eða tveir á ferðinni, eru margir tilbúnir að bjóða manni „gestrisni“. Þá er tekið á móti manni eins og gömlum ættingja – og maður gætir þess að vera góður gestur, færir heimilisfólki gjafir, kynnir sig og kynnist gestgjöfunum; og gætir þess að vera ekki of lengi í heimsókninni. Um leið verður svo sjálfsagt að taka á móti alls konar gestum inn á manns eigið heimili, alls staðar að úr heiminum. Hefðbundnustu heimilaskiptin eru samt alltaf þegar við fjölskyldan skiptum á heimilum okkar á sama tíma við aðra fjölskyldu.“ Spurð út í hvort hún hafi bara jákvæða reynslu af því að stunda heimilaskipti segir Sesselja: „Já og nei. Ef það verður eitthvert vesen, þá er það eiginlega bara út af bílaskiptum. Sjálf viljum við helst aldrei skipta á bílum og notum frekar almenningssamgöngur, hjól eða göngum, þar sem við förum. En kostirnir við heimilaskiptin eru óteljandi og um leið spinnur maður net hlýrra tengsla um allan heim. Heimurinn verður manni nánari og nágranninn fær ríkari merkingu í huga manns.“ Að lokum vill Sesselja minna áhugasama á að best er að bóka heimilaskipti með góðum fyrirvara. „Janúar og febrúar eru umferðarþyngstu mánuðirnir á vefnum okkar – eftir jólin fer Evrópa á flug og bókar sumarleyfið sitt. Það eru samt endalausir möguleikar, þó að fyrirvarinn sé styttri. Við erum með ótal síur, leiðbeiningar og aðstoð við okkar félagsmenn á vefnum okkar.“ Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.intervac.com Þar er hægt að lesa sér til um heimilaskipti á íslensku og skrá sig í prufuaðild að vefsíðunni. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Sesselja Traustadóttir er þaulreynd í heimilaskiptum og mælir með að allir ferðalangar prófi þetta fyrirkomulag að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Sesselja segir heimilaskipti vissulega hafa sína kosti og galla en kostirnir vega mun þyngra að sögn hennar. Okkar fyrstu heimilaskipti voru innan fjölskyldunnar. Við lánuðum skyldmennum á Spáni íbúðina okkar og vorum sjálf í þeirra íbúð á meðan. Þannig að okkar nálgun var mjög róleg,“ segir Sesselja spurð út í hvernig hún og hennar fjölskylda byrjuðu að stunda heimilaskipti. „Svo var það korter í hrun, að ég lét loksins verða af því að skrá mig á svona síðu, og fyrir valinu varð Intervac á Íslandi. Með hruninu áttuðum við okkur fljótlega á því að til að halda áfram að ferðast, væri ekkert sem gæti létt okkur það eins mikið og heimilaskipti. Svo að fyrstu skiptin okkar urðu við vestræna fjölskyldu í Egyptalandi og síðan þá eru þau orðin hátt á annan tuginn, heimilaskipti okkar um allan heim,“ segir Sesselja sem hefur verið umboðsmaður Intervac á Íslandi frá árinu 2009. Þau samtök eru meðal elstu heimilaskiptasamtaka í heiminum og eiga sér um 65 ára sögu. Sesselja segir hrunið hafa haft mikil áhrif á þátttöku Íslendinga í heimilaskiptum. „Fljótlega eftir að ég varð umboðsmaður fjölgaði Íslendingum á vefnum svo hraustlega að umboðsmenn allra hinna landanna stóðu á gati yfir því sem hér var að gerast. Ég held bara að þetta sé hluti af þjóðarsálinni – „þetta reddast“; það kom hrun, við áttum fín hús og það var enn flogið til landsins. Málið er einfalt – höldum áfram að vera til og njótum þess að ferðast. Hvort uppgangurinn í samfélaginu núna verður til þess að draga úr þátttöku landans í heimilaskiptum þori ég ekki að segja, en mögulega í ljósi þess að þú þarft svolítið að hlúa að skiptunum og það tekur sinn tíma. Þá er kannski einfaldara að kaupa bara pakkann tilbúinn af ferðaskrifstofunni. En í raun held ég að Íslendingar séu töluvert opnari fyrir heimilaskiptum en flestar aðrar þjóðir,“ útskýrir Sesselja. Hún segir heimilaskipti snúast um traust og virðingu – og hvað sem hver segir; þá erum við þannig að við viljum bæði treysta öðru fólki og virða það og líklega þess vegna eru heimilaskiptin okkur svona töm.“ Sesselja er þeirrar skoðunar að heimilaskipti hafi jákvæð áhrif á mann þegar kemur að viðhaldi heimilisins. „Ég segi gjarnan að hvert einasta heimili ætti að fá að njóta þess að vera í heimilaskiptum annað hvert ár. Maður „gerir“ hlutina; lagar blettinn í loftinu, hengir upp myndirnar, skiptir út brotnu höldunum … þetta er nánast eins og að ferma; þú gerir heimilið klárt fyrir gestina – og bætir úr ýmsu sem átti að gera fyrir löngu.“Ekki eins einfalt og að kaupa pakkaferð Að sögn Sesselju hafa heimilaskipti vissulega sína kosti og galla og að vissu leyti fylgir skiptunum smá vinna. „Hver og einn sinnir sínum eigin skiptum. Maður ýmist sendir eigin óskir frá sér eða þiggur tilboð um skipti frá öðrum. Vesen – nei, lausnir – já. Maður hefur misjafnlega mikið fyrir ferðalaginu og þetta er sannarlega ekki alveg jafn einfalt og að kaupa tilbúna ferð á netinu. Á móti kemur að þú flytur beint inn í rótgróið hverfi, oftast þar sem innlendir búa, kynnist þeirra nærsamfélagi. Nýtur alls þess besta sem fylgir því að búa á fullbúnu heimili og færð á svo margan hátt allt aðra upplifun af áningarstaðnum en það sem hefðbundið hótelferðalag getur veitt þér.“„Við fórum með alla fjölskylduna yfir páska til París. Fjölskyldan sem við skiptum við kom árið á eftir í febrúar til að upplifa norðurljósin á Ísland," segir Sesselja um þessa fjölskyldumynd.Sesselja notið heimilaskiptanna með ýmsum stærðarútgáfum af fjölskyldunni; allt frá því að vera átta saman og til þess að vera ein á ferðinni. „Þegar maður er einn eða tveir á ferðinni, eru margir tilbúnir að bjóða manni „gestrisni“. Þá er tekið á móti manni eins og gömlum ættingja – og maður gætir þess að vera góður gestur, færir heimilisfólki gjafir, kynnir sig og kynnist gestgjöfunum; og gætir þess að vera ekki of lengi í heimsókninni. Um leið verður svo sjálfsagt að taka á móti alls konar gestum inn á manns eigið heimili, alls staðar að úr heiminum. Hefðbundnustu heimilaskiptin eru samt alltaf þegar við fjölskyldan skiptum á heimilum okkar á sama tíma við aðra fjölskyldu.“ Spurð út í hvort hún hafi bara jákvæða reynslu af því að stunda heimilaskipti segir Sesselja: „Já og nei. Ef það verður eitthvert vesen, þá er það eiginlega bara út af bílaskiptum. Sjálf viljum við helst aldrei skipta á bílum og notum frekar almenningssamgöngur, hjól eða göngum, þar sem við förum. En kostirnir við heimilaskiptin eru óteljandi og um leið spinnur maður net hlýrra tengsla um allan heim. Heimurinn verður manni nánari og nágranninn fær ríkari merkingu í huga manns.“ Að lokum vill Sesselja minna áhugasama á að best er að bóka heimilaskipti með góðum fyrirvara. „Janúar og febrúar eru umferðarþyngstu mánuðirnir á vefnum okkar – eftir jólin fer Evrópa á flug og bókar sumarleyfið sitt. Það eru samt endalausir möguleikar, þó að fyrirvarinn sé styttri. Við erum með ótal síur, leiðbeiningar og aðstoð við okkar félagsmenn á vefnum okkar.“ Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.intervac.com Þar er hægt að lesa sér til um heimilaskipti á íslensku og skrá sig í prufuaðild að vefsíðunni.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira