Mun stíga varlega til jarðar með nýja merkið og vanda sig Guðný Hrönn skrifar 23. mars 2017 10:00 Harpa Einarsdóttir tekur þátt í RFF með merkið sitt MYRKA. Vísir/Ernir Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira