Mun stíga varlega til jarðar með nýja merkið og vanda sig Guðný Hrönn skrifar 23. mars 2017 10:00 Harpa Einarsdóttir tekur þátt í RFF með merkið sitt MYRKA. Vísir/Ernir Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo. Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira