Vandræðalega glaðlyndur Elín Albertsdóttir skrifar 20. maí 2017 09:00 MYND/ERNIR Lárus Blöndal eða Lalli töframaður, eins og hann er þekktastur, fer aldrei í fýlu og lætur bjartsýnina stjórna lífi sínu. Hann er í Reykjavík Kabarett og er vinsæll veislustjóri enda mikill gleðigjafi jafnt með börnum og fullorðnum. Lalli töframaður hefur töfrað fram ævintýri Borgarleikhússins undanfarna daga fyrir börn í efstu bekkjum leikskóla borgarinnar. Um tvö þúsund börn hafa kynnst þessum töfraheimi og Lalli segir að einstök gleði hafi ríkt í húsinu. Með honum voru Vísinda-Villi og Vala. „Þetta voru áhugasamir og þakklátir gestir,“ segir hann. „Það var eiginlega ótrúlegt hvað krakkarnir voru meiri háttar.“ Lalli starfar í leikmunadeild Borgarleikhússins en fær útrás fyrir skemmtikraftinn í sjálfum sér sem töframaður. Hann kemur fram með Reykjavík Kabarett sem hefur gert allt vitlaust á Græna herberginu í vetur. Sýningin er ætluð fullorðnum og þar sem alltaf er fullt út úr dyrum verður hún flutt yfir á Rosenberg í júní.Lalli töframaður er líka leikmyndagerðarmaður í Borgarleikhúsinu.MYND/ERNIRTöfrakassinn heillaði Lalli segist hafa byrjað að æfa töframanninn þegar hann var sex ára. „Bróðir minn átti töfrakassa sem ég féll gjörsamlega fyrir. Það varð eiginlega ekki aftur snúið eftir að ég komst í kassann,“ segir hann, en Hilmar Guðjónsson leikari er bróðir Lalla. „Það var eitthvað rosalegt við það að vera lítill en framkvæma síðan óskiljanlega hluti. Gera sjónhverfingar sem öðrum fannst skrítnar. Ég var örugglega óþolandi krakki því ég þurfti alltaf að vera að sýna töfrabrögð. Foreldrar mínir þurftu að horfa á ansi margar sýningar,“ segir hann. „Fyrsta launaða giggið mitt var í barnaafmæli þegar ég var tólf ára. Þá var ég orðinn fagmaður í þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. „Í rauninni eru það ekki töfrabrögðin sjálf sem skipta öllu máli heldur að hafa sjálfur gaman af því að vera með fólki. Ég áttaði mig á því þegar ég var átján ára að það yrðu engir töfrar ef ég hefði ekki gaman af því að skemmta,“ útskýrir Lalli.Býr til dót En verður hann þá aldrei fúll eins og aðrir? „Ég er vandræðalega bjartsýn og glaðlynd manneskja,“ svarar hann. „Ég er alltaf í góðu skapi. Ljósu punktarnir í lífinu eru alltaf fleiri en þeir dökku, það er vísindalega sannað. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera í vinnunni minni sem leikmunagerðamaður. Ég er alltaf að búa til eitthvað nýtt dót. Það kemur einhver með hugmynd til mín og ég útfæri hana. Ég nota aldrei orðin nei, ég get ekki. Verkefni eru til að leysa þau, það er ekki flókið. Ég er lærður smiður og er töframaður og sameinaði síðan þá þekkingu í þessu starfi,“ segir Lalli sem hefur aldrei haft löngun til að verða leikari. „Ég vil ákveða sjálfur hvað ég segi á sviðinu og helst að vera fyndinn. Ég er frekar skemmtikraftur en leikari,“ segir hann.Lalli töframaður á sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem hann skemmti leikskólabörnum í Reykjavík.Kabarett fyrir fullorðna Lalli og Margrét Erla Maack ákváðu síðasta haust að setja á fót kabarett fyrir fullorðna. „Það var enginn kabarett til á Íslandi. Við ákváðum því að búa hann til. Við fengum gott fólk með okkur sem var alveg til í að taka þátt í kabarett. Við höfum fengið frábærar viðtökur og það er alltaf rosalega gaman. Það verður einhvern veginn ólýsanleg stemming í salnum. Núna erum við búin að sprengja utan af okkur og ætlum í rýmri sal með stærra sviði. Við verðum alla fimmtudaga á Rosenberg í júní. Sýningarnar eru allar mismunandi enda margir gestir sem koma aftur og aftur. Við erum stundum með gestaatriði, stundum leynigest. Þar sem við erum með fullorðins kabarett þá göngum við skrefinu lengra og pempíugangur er bannaður. Það eru engar dramadrottningar í Reykjavík Kabarett. Þetta er lifandi, sjónræn sýning með fjöðrum og magnaðri tónlist.“ Lalli lætur ekkert stoppa sig og í raun má búast við hverju sem er frá honum. Áhorfendur þekkja hann sem grínista sem framkvæmir ótrúlega töfra. Hann hikar ekki við að gera skrítna og jafnvel ógeðfellda hluti sem fær fólk til að veina úr hlátri. Þegar hann skemmtir börnum nær hann vel til þeirra þegar hann bregður sér í hlutverk töframannsins. Sagt er að hann breytist í ofvaxið barn og fellur því vel inn í hópinn.Það er aldrei lognmolla í kringum Lalla töframann.MYND/ERNIRLíka jólasveinn Það er heilmikið að gera í veislustjórn hjá Lalla töframanni. „Með sumarkomu er nóg að gera á alls kyns uppákomum um allt land. Það eru sumarhátíðir, bæjarhátíðir og hátíðir í fyrirtækjum. Þetta er tíminn,“ segir Lalli. „Það er alltaf þörf fyrir fólk sem vill vera skemmtilegt. Ég hef rosalega gaman af þessu starfi og nýt mín til fulls í þessu hlutverki. Í leikhúsinu erum við að undirbúa næsta leikár. Við erum til dæmis að aðlaga leikmyndina í Elly fyrir stóra sviðið. Þetta verður bara flottara næsta haust,“ segir Lalli. Þegar hann er spurður hvað sé á dagskrá um helgina, svarar hann. „Ég ætla að skemmta á árshátíð hjá leikskólakennurum. Það er svolítið fyndið eftir að hafa verið með leikskólabörnum alla vikuna. Einnig mun ég koma fram á fjölskylduskemmtun í stóru fyrirtæki. En síðan ætlum við sem komum að leikskólasýningunum að halda frumsýningar- og lokasýningarpartí. Þar fyrir utan missi ég ekki af enska boltanum.“ Í símaskránni er Lalli titlaður uppistandari, skemmtikraftur, töframaður og jólasveinn. Lalli var reyndar hissa þegar blaðamaður spurði um jólasveinatitilinn. „Er ég enn titlaður jólasveinn? Ég var löngu búinn að óska eftir að sá titill yrði tekinn út. En já, ég breytist stundum í jólasvein í desember,“ segir þessi bjartsýni og glaðlyndi skemmtikraftur, töframaður og jólasveinn. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Lárus Blöndal eða Lalli töframaður, eins og hann er þekktastur, fer aldrei í fýlu og lætur bjartsýnina stjórna lífi sínu. Hann er í Reykjavík Kabarett og er vinsæll veislustjóri enda mikill gleðigjafi jafnt með börnum og fullorðnum. Lalli töframaður hefur töfrað fram ævintýri Borgarleikhússins undanfarna daga fyrir börn í efstu bekkjum leikskóla borgarinnar. Um tvö þúsund börn hafa kynnst þessum töfraheimi og Lalli segir að einstök gleði hafi ríkt í húsinu. Með honum voru Vísinda-Villi og Vala. „Þetta voru áhugasamir og þakklátir gestir,“ segir hann. „Það var eiginlega ótrúlegt hvað krakkarnir voru meiri háttar.“ Lalli starfar í leikmunadeild Borgarleikhússins en fær útrás fyrir skemmtikraftinn í sjálfum sér sem töframaður. Hann kemur fram með Reykjavík Kabarett sem hefur gert allt vitlaust á Græna herberginu í vetur. Sýningin er ætluð fullorðnum og þar sem alltaf er fullt út úr dyrum verður hún flutt yfir á Rosenberg í júní.Lalli töframaður er líka leikmyndagerðarmaður í Borgarleikhúsinu.MYND/ERNIRTöfrakassinn heillaði Lalli segist hafa byrjað að æfa töframanninn þegar hann var sex ára. „Bróðir minn átti töfrakassa sem ég féll gjörsamlega fyrir. Það varð eiginlega ekki aftur snúið eftir að ég komst í kassann,“ segir hann, en Hilmar Guðjónsson leikari er bróðir Lalla. „Það var eitthvað rosalegt við það að vera lítill en framkvæma síðan óskiljanlega hluti. Gera sjónhverfingar sem öðrum fannst skrítnar. Ég var örugglega óþolandi krakki því ég þurfti alltaf að vera að sýna töfrabrögð. Foreldrar mínir þurftu að horfa á ansi margar sýningar,“ segir hann. „Fyrsta launaða giggið mitt var í barnaafmæli þegar ég var tólf ára. Þá var ég orðinn fagmaður í þessu,“ bætir hann við léttur í bragði. „Í rauninni eru það ekki töfrabrögðin sjálf sem skipta öllu máli heldur að hafa sjálfur gaman af því að vera með fólki. Ég áttaði mig á því þegar ég var átján ára að það yrðu engir töfrar ef ég hefði ekki gaman af því að skemmta,“ útskýrir Lalli.Býr til dót En verður hann þá aldrei fúll eins og aðrir? „Ég er vandræðalega bjartsýn og glaðlynd manneskja,“ svarar hann. „Ég er alltaf í góðu skapi. Ljósu punktarnir í lífinu eru alltaf fleiri en þeir dökku, það er vísindalega sannað. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera í vinnunni minni sem leikmunagerðamaður. Ég er alltaf að búa til eitthvað nýtt dót. Það kemur einhver með hugmynd til mín og ég útfæri hana. Ég nota aldrei orðin nei, ég get ekki. Verkefni eru til að leysa þau, það er ekki flókið. Ég er lærður smiður og er töframaður og sameinaði síðan þá þekkingu í þessu starfi,“ segir Lalli sem hefur aldrei haft löngun til að verða leikari. „Ég vil ákveða sjálfur hvað ég segi á sviðinu og helst að vera fyndinn. Ég er frekar skemmtikraftur en leikari,“ segir hann.Lalli töframaður á sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem hann skemmti leikskólabörnum í Reykjavík.Kabarett fyrir fullorðna Lalli og Margrét Erla Maack ákváðu síðasta haust að setja á fót kabarett fyrir fullorðna. „Það var enginn kabarett til á Íslandi. Við ákváðum því að búa hann til. Við fengum gott fólk með okkur sem var alveg til í að taka þátt í kabarett. Við höfum fengið frábærar viðtökur og það er alltaf rosalega gaman. Það verður einhvern veginn ólýsanleg stemming í salnum. Núna erum við búin að sprengja utan af okkur og ætlum í rýmri sal með stærra sviði. Við verðum alla fimmtudaga á Rosenberg í júní. Sýningarnar eru allar mismunandi enda margir gestir sem koma aftur og aftur. Við erum stundum með gestaatriði, stundum leynigest. Þar sem við erum með fullorðins kabarett þá göngum við skrefinu lengra og pempíugangur er bannaður. Það eru engar dramadrottningar í Reykjavík Kabarett. Þetta er lifandi, sjónræn sýning með fjöðrum og magnaðri tónlist.“ Lalli lætur ekkert stoppa sig og í raun má búast við hverju sem er frá honum. Áhorfendur þekkja hann sem grínista sem framkvæmir ótrúlega töfra. Hann hikar ekki við að gera skrítna og jafnvel ógeðfellda hluti sem fær fólk til að veina úr hlátri. Þegar hann skemmtir börnum nær hann vel til þeirra þegar hann bregður sér í hlutverk töframannsins. Sagt er að hann breytist í ofvaxið barn og fellur því vel inn í hópinn.Það er aldrei lognmolla í kringum Lalla töframann.MYND/ERNIRLíka jólasveinn Það er heilmikið að gera í veislustjórn hjá Lalla töframanni. „Með sumarkomu er nóg að gera á alls kyns uppákomum um allt land. Það eru sumarhátíðir, bæjarhátíðir og hátíðir í fyrirtækjum. Þetta er tíminn,“ segir Lalli. „Það er alltaf þörf fyrir fólk sem vill vera skemmtilegt. Ég hef rosalega gaman af þessu starfi og nýt mín til fulls í þessu hlutverki. Í leikhúsinu erum við að undirbúa næsta leikár. Við erum til dæmis að aðlaga leikmyndina í Elly fyrir stóra sviðið. Þetta verður bara flottara næsta haust,“ segir Lalli. Þegar hann er spurður hvað sé á dagskrá um helgina, svarar hann. „Ég ætla að skemmta á árshátíð hjá leikskólakennurum. Það er svolítið fyndið eftir að hafa verið með leikskólabörnum alla vikuna. Einnig mun ég koma fram á fjölskylduskemmtun í stóru fyrirtæki. En síðan ætlum við sem komum að leikskólasýningunum að halda frumsýningar- og lokasýningarpartí. Þar fyrir utan missi ég ekki af enska boltanum.“ Í símaskránni er Lalli titlaður uppistandari, skemmtikraftur, töframaður og jólasveinn. Lalli var reyndar hissa þegar blaðamaður spurði um jólasveinatitilinn. „Er ég enn titlaður jólasveinn? Ég var löngu búinn að óska eftir að sá titill yrði tekinn út. En já, ég breytist stundum í jólasvein í desember,“ segir þessi bjartsýni og glaðlyndi skemmtikraftur, töframaður og jólasveinn.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira