Samningurinn við Snapchat afsal á friðhelgi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 09:00 María Rún Bjarnadóttir. Vísir/Ernir Þegar einstaklingar samþykkja notendaskilmála hinna ýmissu smáforrita og samfélagsmiðla eru þeir oft að samþykkja lægri viðmið til persónuverndar en gilda hér á landi. Í einhverjum tilfellum samþykkir fólk að veita fyrirtækjum aðgengi að öllu efni sem fer í gegnum miðil þeirra. María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir að fólk undirgangist takmarkanir á friðhelgi sinni. „Fólk er að samþykkja lægri viðmið heldur en gilda á Íslandi. Út af evrópskum persónuverndarlögum sem eru innleidd í íslenskan rétt í gegnum íslensk persónuverndarlög þá þarftu meiri leyfi fyrir vinnslu á upplýsingum. Vinnsla á upplýsingum er til dæmis þegar Facebook er að safna upplýsingum um hvað þú ert að læka. En svo af því að þú ert búin að samþykkja skilmálana þeirra þá samþykkirðu að þeir fylgi þeirri persónuverndarlöggjöf sem hentar þeirra starfsemi á hverjum tíma,“ segir María Rún í samtali við Vísi.Fólk ekki vel upplýst um skilmálana „Eins og til dæmis Snapchat, þeir segja það hreint út í nýjustu skilmálauppfærslunni sinni að þú samþykkir að persónuupplýsingar þínar gæti verið unnar eftir veikari viðmiðum heldur en gilda um vinnslu persónuupplýsinga í landinu þínu. Með því ertu að samþykkja lægri viðmið á persónuvernd. Persónuvernd er náttúrulega klár mannréttindi. Þannig að við erum að undirgangast takmarkanir á friðhelgi okkar á þessum viðskiptaskilmálum fyrirtækjanna án þess að kannski vera neitt sérstaklega upplýst um það.“ Sem dæmi um hve umfangsmiklir notendaskilmálar eru nefnir María upplestur norsku neytendasamtakanna. Í maí á síðasta ári tóku samtökin upp á því að lesa upp notendaskilmála þeirra 33 smáforrita sem voru vinsælust í Noregi á þeim tíma. Þar á meðal voru Netflix, YouTube, Facebook, Instagram og Skype. Upplesturinn tók 31 klukkutíma og 49 mínútur. „Maður upplifir þetta sem einhvern svona listrænan gjörning. Þetta verður absúrd af því að þeir sitja í marga sólarhringa að lesa þetta. Enginn gerir það,“ segir María.We made it! 33 app´s T&C in 31:49:11 #appfail pic.twitter.com/uKYOh1JH6Z— Forbrukerrådet (@Forbrukerradet) May 25, 2016 En hvað er fólk að samþykkja þegar það samþykkir til dæmis skilmála smáforritsins Snapchat? „Þú ert í rauninni búinn að framselja þeim nánast fulla stjórn á öllu efni sem þú býrð til. Þú heimilar þeim að nota allt efni. Allt sem þú sendir í gegnum Snapchat getur fyrirtækið tekið og notað í auglýsingum fyrir sig. Það eru engar takmarkanir þar á,“ segir María. „Þeir taka það fram í skilmálunum sínum að ef þeir meta það þannig þá geta þeir fylgst með efninu sem þú ert að setja inn. Þeir tilkynna þér ekkert um það. En ef þú værir í Evrópu þá gætu þeir ekki verið að fylgjast með þér án þess að láta þig vita, það þyrfti að tilkynna viðfanginu. Þeir eru með alls konar, þeir segja að þeir loki á þjónustuna þegar þeim sýnist og þeir þurfa ekkert að tilkynna það fyrir fram eða gefa ástæðu.“ Þá segir María jafnframt að í skilmálum Snapchat standi að fólk megi ekki senda skaðlegt efni eða efni sem brjóti á réttindum annarra, til að myndir nektarmyndir í óþökk fólks. „Það í sjálfu sér varðar við að þeir loki aðganginum þínum, en þeir vilja bara meta það sjálfir. Með því að færa þetta allt yfir í stjórn fyrirtækjanna þá er í raun og veru verið að. Það sem er að gerast er að það er verið að fjarlægja þetta úr stjórn ríkjanna. Það er verið að fjarlægja mannréttindaskuldbindingar ríkjanna sem þær hafa gagnvart sínum þegnum. Íslenska ríkið hefur engin tæki til að hafa einhverja skoðun á því hvernig Snapchat er að stjórna sinni viðskiptastarfsemi, þó að þetta sé mikið notað af Íslendingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þegar einstaklingar samþykkja notendaskilmála hinna ýmissu smáforrita og samfélagsmiðla eru þeir oft að samþykkja lægri viðmið til persónuverndar en gilda hér á landi. Í einhverjum tilfellum samþykkir fólk að veita fyrirtækjum aðgengi að öllu efni sem fer í gegnum miðil þeirra. María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi. Rannsóknir hennar beinast að því hvaða áhrif ósamræmi í lögum einstakra ríkja, annars vegar, og alþjóðlegt eðli Internetsins, hins vegar, hefur á mannréttindaskuldbindingar þeirra. Hún segir að fólk undirgangist takmarkanir á friðhelgi sinni. „Fólk er að samþykkja lægri viðmið heldur en gilda á Íslandi. Út af evrópskum persónuverndarlögum sem eru innleidd í íslenskan rétt í gegnum íslensk persónuverndarlög þá þarftu meiri leyfi fyrir vinnslu á upplýsingum. Vinnsla á upplýsingum er til dæmis þegar Facebook er að safna upplýsingum um hvað þú ert að læka. En svo af því að þú ert búin að samþykkja skilmálana þeirra þá samþykkirðu að þeir fylgi þeirri persónuverndarlöggjöf sem hentar þeirra starfsemi á hverjum tíma,“ segir María Rún í samtali við Vísi.Fólk ekki vel upplýst um skilmálana „Eins og til dæmis Snapchat, þeir segja það hreint út í nýjustu skilmálauppfærslunni sinni að þú samþykkir að persónuupplýsingar þínar gæti verið unnar eftir veikari viðmiðum heldur en gilda um vinnslu persónuupplýsinga í landinu þínu. Með því ertu að samþykkja lægri viðmið á persónuvernd. Persónuvernd er náttúrulega klár mannréttindi. Þannig að við erum að undirgangast takmarkanir á friðhelgi okkar á þessum viðskiptaskilmálum fyrirtækjanna án þess að kannski vera neitt sérstaklega upplýst um það.“ Sem dæmi um hve umfangsmiklir notendaskilmálar eru nefnir María upplestur norsku neytendasamtakanna. Í maí á síðasta ári tóku samtökin upp á því að lesa upp notendaskilmála þeirra 33 smáforrita sem voru vinsælust í Noregi á þeim tíma. Þar á meðal voru Netflix, YouTube, Facebook, Instagram og Skype. Upplesturinn tók 31 klukkutíma og 49 mínútur. „Maður upplifir þetta sem einhvern svona listrænan gjörning. Þetta verður absúrd af því að þeir sitja í marga sólarhringa að lesa þetta. Enginn gerir það,“ segir María.We made it! 33 app´s T&C in 31:49:11 #appfail pic.twitter.com/uKYOh1JH6Z— Forbrukerrådet (@Forbrukerradet) May 25, 2016 En hvað er fólk að samþykkja þegar það samþykkir til dæmis skilmála smáforritsins Snapchat? „Þú ert í rauninni búinn að framselja þeim nánast fulla stjórn á öllu efni sem þú býrð til. Þú heimilar þeim að nota allt efni. Allt sem þú sendir í gegnum Snapchat getur fyrirtækið tekið og notað í auglýsingum fyrir sig. Það eru engar takmarkanir þar á,“ segir María. „Þeir taka það fram í skilmálunum sínum að ef þeir meta það þannig þá geta þeir fylgst með efninu sem þú ert að setja inn. Þeir tilkynna þér ekkert um það. En ef þú værir í Evrópu þá gætu þeir ekki verið að fylgjast með þér án þess að láta þig vita, það þyrfti að tilkynna viðfanginu. Þeir eru með alls konar, þeir segja að þeir loki á þjónustuna þegar þeim sýnist og þeir þurfa ekkert að tilkynna það fyrir fram eða gefa ástæðu.“ Þá segir María jafnframt að í skilmálum Snapchat standi að fólk megi ekki senda skaðlegt efni eða efni sem brjóti á réttindum annarra, til að myndir nektarmyndir í óþökk fólks. „Það í sjálfu sér varðar við að þeir loki aðganginum þínum, en þeir vilja bara meta það sjálfir. Með því að færa þetta allt yfir í stjórn fyrirtækjanna þá er í raun og veru verið að. Það sem er að gerast er að það er verið að fjarlægja þetta úr stjórn ríkjanna. Það er verið að fjarlægja mannréttindaskuldbindingar ríkjanna sem þær hafa gagnvart sínum þegnum. Íslenska ríkið hefur engin tæki til að hafa einhverja skoðun á því hvernig Snapchat er að stjórna sinni viðskiptastarfsemi, þó að þetta sé mikið notað af Íslendingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira