Leysa mánaðalangar deilur innan ÖSE með skipun Ingibjargar Sólrúnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2017 16:54 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Stefán Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) í næstu viku. Skipun hennar er liður í sáttatilögu sem binda á endi á mánaðalangar deilur innan öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um hvaða ríki skulu hljóta fjórar háttsettar stöður innan stofnunarinnar. Talað er um deilurnar sem einhverja erfiðustu flækju sem komið hafi upp í sögu stofnunarinnar og að aldrei áður hafi jafn margar þungavigtarstöður staðið auðar jafn lengi.Ekki síst Rússum að þakka Í samtali við Reuters segir Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og núverandi formaður ÖSE, að stofnunin hafi þurft að kljást við mikið vantraust milli aðildarríkjanna 57, ekki síst Rússa og Bandaríkjanna. Ómögulegt hafi verið til þessa að komast að einróma samkomulagi um hvernig skuli skipa í stöðurnar fjórar. Nú virðist hins vegar sjást til lands og segir Kurz það ekki síst vera fyrir tilstuðlan Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Auk skipunar Ingibjargar Sólrúnar hafa aðildarríkin sæst á að Svisslendingurinn Thomas Greminger verði aðalritari, hinn ítalski Lamberto Zannier haldi utan um minnihlutahópamál og franski, fyrrverandi sósíalistaleiðtoginn Harlem Desir fái fjölmiðlafrelsi í sinn hlut. Skipunin þarf að fara í gegnum formlegt ferli en búist er við að hún verði staðfest í næstu viku. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ODIHR) í næstu viku. Skipun hennar er liður í sáttatilögu sem binda á endi á mánaðalangar deilur innan öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um hvaða ríki skulu hljóta fjórar háttsettar stöður innan stofnunarinnar. Talað er um deilurnar sem einhverja erfiðustu flækju sem komið hafi upp í sögu stofnunarinnar og að aldrei áður hafi jafn margar þungavigtarstöður staðið auðar jafn lengi.Ekki síst Rússum að þakka Í samtali við Reuters segir Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og núverandi formaður ÖSE, að stofnunin hafi þurft að kljást við mikið vantraust milli aðildarríkjanna 57, ekki síst Rússa og Bandaríkjanna. Ómögulegt hafi verið til þessa að komast að einróma samkomulagi um hvernig skuli skipa í stöðurnar fjórar. Nú virðist hins vegar sjást til lands og segir Kurz það ekki síst vera fyrir tilstuðlan Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Auk skipunar Ingibjargar Sólrúnar hafa aðildarríkin sæst á að Svisslendingurinn Thomas Greminger verði aðalritari, hinn ítalski Lamberto Zannier haldi utan um minnihlutahópamál og franski, fyrrverandi sósíalistaleiðtoginn Harlem Desir fái fjölmiðlafrelsi í sinn hlut. Skipunin þarf að fara í gegnum formlegt ferli en búist er við að hún verði staðfest í næstu viku. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrún Gísladóttur við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira