Kúabændum fækkar og fækkar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 23:08 Kúabændum hefur fækkað um tæplega tvö hundruð á síðustu þrettán árum en á sama tíma hafa kýrnar aldrei mjólkað eins mikið. Fjörutíu kúabændur hættu búskap á síðasta ári. Aðalfundur Auðhumlu sem er samvinnufélag kúabænda var haldinn nýlega á Selfossi. Þar kom fram að síðasta ár var metár í framleiðslu og sölu mjólkur. „Já, það er stærsta mjólkurframleiðsluár í sögu íslenskra mjólkurframleiðanda, 150 milljónir lítra sem er gríðarleg framleiðsla. Sem betur fer tókst svo vel til að það tókst að selja um 140 milljónir lítra á innlendum markaði þannig það er semsagt líka met,“ segir Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri Auðhumlu. Í dag eru 548 mjólkurframleiðendur hjá Auðhumlu og 48 kúabændur eru í Skagafirði sem leggja inn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Kúabændum fækkar stöðugt, þeir voru t.d. 2.500 árið 1978 og fjöldin var komin niður í 730 árið 2003. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun eykst og eykst mjólkurframleiðsla í landinu. „Það er þessi góði árangur sem íslenskir bændur hafa náð með ræktun og fóðri og aðbúnaði öllum. Íslenski bóndinn hann stendur sig vel.“ En hafa menn ekki áhyggjur af því hvað kúabændum fækkar ört á Íslandi? „Nei, ég held þetta sé bara þróunin. Það er fjárfest í aukinni tækni, nýjum fjósum, róbótum og öðrum slíku. Tæknin auðveldar það að framleiða meiri mjólk í einingunni og ég held þetta sé bara eðlileg þróun.“ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Kúabændum hefur fækkað um tæplega tvö hundruð á síðustu þrettán árum en á sama tíma hafa kýrnar aldrei mjólkað eins mikið. Fjörutíu kúabændur hættu búskap á síðasta ári. Aðalfundur Auðhumlu sem er samvinnufélag kúabænda var haldinn nýlega á Selfossi. Þar kom fram að síðasta ár var metár í framleiðslu og sölu mjólkur. „Já, það er stærsta mjólkurframleiðsluár í sögu íslenskra mjólkurframleiðanda, 150 milljónir lítra sem er gríðarleg framleiðsla. Sem betur fer tókst svo vel til að það tókst að selja um 140 milljónir lítra á innlendum markaði þannig það er semsagt líka met,“ segir Garðar Eiríksson, framkvæmdastjóri Auðhumlu. Í dag eru 548 mjólkurframleiðendur hjá Auðhumlu og 48 kúabændur eru í Skagafirði sem leggja inn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Kúabændum fækkar stöðugt, þeir voru t.d. 2.500 árið 1978 og fjöldin var komin niður í 730 árið 2003. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun eykst og eykst mjólkurframleiðsla í landinu. „Það er þessi góði árangur sem íslenskir bændur hafa náð með ræktun og fóðri og aðbúnaði öllum. Íslenski bóndinn hann stendur sig vel.“ En hafa menn ekki áhyggjur af því hvað kúabændum fækkar ört á Íslandi? „Nei, ég held þetta sé bara þróunin. Það er fjárfest í aukinni tækni, nýjum fjósum, róbótum og öðrum slíku. Tæknin auðveldar það að framleiða meiri mjólk í einingunni og ég held þetta sé bara eðlileg þróun.“
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira