Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Brandon V. Stracener skrifar 1. september 2017 07:00 Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar