Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Brandon V. Stracener skrifar 1. september 2017 07:00 Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun