Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Stephen M. Duvernay skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun