Af hverju sérstök félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni? Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir og Hrefna Þórarinsdóttir skrifar 17. maí 2017 10:05 Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar