Af hverju sérstök félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni? Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir og Hrefna Þórarinsdóttir skrifar 17. maí 2017 10:05 Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun