Eltir ekki tískuna en safnar kjólum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2017 15:15 Á Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu setur Thelma inn myndir og fróðleik um kjólana. Rauða kjólinn kallar Thelma Kaffibaunakjólinn út frá munstrinu. Líklega er hann frá árinu 1960 en hún keypti hann í Rauðakrossbúðinni. mynd/stefán Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira