Um minnihlutavernd í félögum með takmarkaða ábyrgð Birgir Már Björnsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun