Um minnihlutavernd í félögum með takmarkaða ábyrgð Birgir Már Björnsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar