Um minnihlutavernd í félögum með takmarkaða ábyrgð Birgir Már Björnsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun