Um minnihlutavernd í félögum með takmarkaða ábyrgð Birgir Már Björnsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins átti sér stað mikil umræða á Alþingi um nauðsynlegar úrbætur í íslenskri félagaréttarlöggjöf en slíkar úrbætur voru taldar mikilvægur þáttur í að endurbyggja traust á íslensku viðskiptalífi. Meðal þess sem talið var brýnt að tryggja nánar í lögum var vernd minnihlutahluthafa og lánardrottna í tengslum við samningagerð félags við tengda aðila. Með lögum nr. 68/2010 var lögfest nýtt ákvæði 70. gr. a., í lögum um einkahlutafélög, og samsvarandi ákvæði 95. gr. a. í lögum um hlutafélög, er mælir fyrir um að samningur félags við tengdan aðila sem nemi minnst 1/10 hlutafjárins á undirritunartíma samningsins sé óskuldbindandi fyrir félag nema hann sé samþykktur af hluthafafundi. Við slíka samþykkt hluthafafundar þarf að liggja fyrir skýrsla staðfest af löggiltum endurskoðanda um að samræmi sé á milli verðmætis þeirra eigna sem ráðstafað er og þess endurgjalds sem félag fær í sinn hlut. Sé þessum skilyrðum ekki fylgt er samningur óskuldbindandi fyrir viðkomandi félag og samningsaðilum skylt að láta greiðslur ganga til baka. Markmið ákvæðisins er að tryggja að eignum félags sé ekki ráðstafað til tengds aðila án aðkomu allra hluthafa ásamt því að fullvíst sé að samningur sé gerður á viðskiptalegum grundvelli og forsvaranlegt endurgjald greitt til félagsins. Í fimm manna dómi Hæstaréttar frá 16. mars 2017 í máli nr. 302/2016 kom hið nýja ákvæði um minnihlutavernd í 70. gr. a. í lögum nr. 138/1994 fyrst til umfjöllunar fyrir réttinum. Í málinu hafði stjórnarformaður í einkahlutafélaginu A, ráðstafað öllum eignum A til einkahlutafélagsins B sem var í eigu D sem jafnframt var einn af hluthöfum í A. Stjórnarformaðurinn hafði einnig áður en kaupsamningurinn var gerður tekið sæti í stjórn einkahlutafélagsins C sem fékk umráð allra eignanna frá B þegar í kjölfar kaupsamningsins. Öllum eignum A var þannig ráðstafað með beinum eða óbeinum hætti til hluthafa A, annarra en minnihlutahluthafans E sem var stofnandi félagsins A og átti þar tæplega 35% eignarhlut. Eftir að E fékk vitneskju um tilvist kaupsamningsins og óskaði eftir upplýsingum um undirliggjandi forsendur hans boðaði stjórnarformaður A til hluthafafundar þar sem meirihluti hluthafa A, sem stjórnarformaðurinn fór með umboð fyrir, veitti eftir á samþykki sitt fyrir kaupsamningnum án þess að fyrir lægi sú sérfræðiskýrsla sem ákvæði 70. gr. a. áskilur. Með samhljóða dómi Hæstaréttar var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að fella bæri þessa samþykkt hluthafafundar A úr gildi á grundvelli 70. gr. a. Hæstiréttur taldi jafnframt að þar sem skilyrði 70. gr. a. væru ekki uppfyllt, þar sem meðal annars kemur fram krafa um öflun sérfræðiskýrslu til stuðnings verðmæti eigna og endurgjalds, væri kaupsamningurinn óskuldbindandi fyrir A og greiðslur beggja aðila ættu að ganga til baka. Féllst Hæstiréttur því einnig á kröfu E um að kaupsamningurinn milli A og B yrði felldur úr gildi með dómi. Hæstiréttur tók fram í dómi sínum að um endurgreiðslur milli aðilanna færi samkvæmt 77. gr. laga nr. 138/1994. Ákvæðið felur í sér að hluthafa sem móttekur eignir í andstöðu við ákvæði laga nr. 138/1994 beri að endurgreiða það sem hann hefur tekið við með vöxtum jafnháum hæstu vöxtum á almennum sparisjóðsreikningum. Jafnframt felur ákvæðið í sér að fái félagið ekki verðmæti sín afhent til baka með fullu verðgildi sínu, beri eftir atvikum þeir aðilar er ákvörðun tóku um samninginn eða framkvæmd hans, persónulega bótaábyrgð gagnvart félaginu. Með dómi sínum hefur Hæstiréttur staðfest þá ríku minnihlutavernd sem Alþingi leitaðist við að tryggja með setningu laga nr. 68/2010. Telja verður að niðurstaða Hæstaréttar muni jafnframt geta styrkt stöðu lánardrottna og eftir atvikum skiptastjóra, en ætla má að þeir geti með sama hætti og hluthafar nýtt sér reglurnar til endurheimtu eigna sem ráðstafað hefur verið úr félögum í andstöðu við ákvæði laganna. Af dómi Hæstaréttar leiðir að stjórn og hluthafar í félögum, sem og lánardrottnar, þurfa að gæta vandlega að því hvort samningur falli undir skilyrði 70. gr. a. laga um einkahlutafélög eða 95. gr. a. laga um hlutafélög. Reynist svo vera þarf að ganga úr skugga um það að slíkir samningar hafi verið gerðir á viðskiptalegum grundvelli og í samræmi við skilyrði ákvæðanna. Ella eru slíkir gerningar óskuldbindandi fyrir félag og kunna að leiða til persónulegrar bótaskyldu þeirra aðila sem þátt áttu í ákvarðanatöku um þá, sem og til brottfalls tryggingarréttinda. Höfundur er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar