Höfða mál í stað þess að reyna sættir 22. júní 2017 09:00 Vega þarf og meta marga áhættuþætti áður en ákveðið er að höfða mál fyrir dómi. Oftar en ekki er vænlegra til árangurs að reyna að ná sáttum, sér í lagi ef deilendur eru sammála um hvar sigurlíkurnar liggja. Fréttablaðið/Hari DÓMSMÁL Rannsókn Víðis Smára Petersen, hæstaréttarlögmanns á Lex lögmannsstofu, á 386 dómum í einkamálum fyrir Hæstarétti bendir til þess að líkur séu á því að fólk og fyrirtæki höfði of oft dómsmál í stað þess að reyna að ná sáttum. Hann segir brýnt að lögmenn leggi ískalt mat á það hvorum megin sigurlíkur skjólstæðingsins liggi. Víðir Smári skoðaði 386 dóma í einkamálum fyrir Hæstarétti Íslands á árunum 2013 og 2014. Í ljós kom að þegar stefnendur eru einstaklingar hafa þeir betur í aðeins 45 prósentum tilvika og fá þá að meðaltali 63 prósent af kröfu sinni dæmd. Hlutfallið á milli stefnufjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar var með öðrum orðum 63 prósent. Í tilviki lögaðila reyndust hlutföllin hærri. Sigurhlutfallið var 53 prósent og hlutfallið á milli stefnufjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar 91 prósent. Samantekið voru líkur einstaklinga á því að fá alla stefnufjárhæð sína dæmda 28,35 prósent en 48,23 prósent í tilviki lögaðila. Víðir Smári segir að auk þess þurfi að líta til vænts málskostnaðar. Svo virðist sem sá sem vinni dómsmál fái aðeins hluta málskostnaðar dæmdan. Í rannsókninni kemur fram að ef einstaklingur vinnur dómsmál sem hann höfðar fái hann að meðaltali um 1,3 milljónir króna í dæmdan málskostnað. Víðir Smári segir að það jafngildi um fimmtíu klukkustunda vinnu lögmanns. „Það er ósennilegt að það sé meðaltalstími lögmanns til að reka heilt mál. Flest mál taka lengri tíma.“ Mikilvægt sé að hafa í huga að munurinn á raunverulegum málskostnaði og dæmdum málskostnaði geti orðið mikill. Íslenskir dómstólar séu íhaldssamir þegar komi að því að dæma slíkan kostnað. Víðir Smári segir að þetta séu þættir sem menn þurfi að vega og meta áður en þeir ákveða að höfða mál. „Fyrsta spurningin sem maður þarf að spyrja sig er: Hverjar eru líkurnar á því að ég vinni málið? Ef málið vinnst þarf ég að spyrja mig hvort það sé líklegt að ég fái alla kröfuna dæmda og málskostnað greiddan. Ef málið tapast þarf ég hins vegar að spyrja mig hve mikið ég þurfi að greiða í málskostnað, bæði minn eigin og hluta af málskostnaði gagnaðilans.“ Víðir Smári hvetur lögmenn til að leggja ískalt tölfræðilegt mat á þessa áhættuþætti. „Þeir geta þá haft hliðsjón af þessum meðaltalsniðurstöðum, þótt slíkt sé ekki upphaf og endir alls, þá sýna þær samt að einstaklingar vinna mál í aðeins 45 prósentum tilvika. Það er því augljóslega í sumum tilvikum höfðað dómsmál þegar betra hefði verið að reyna að sætta ágreininginn.“ Hann tekur þó fram að ofangreindar niðurstöður eigi aðeins við þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. „Ég geng út frá því í rannsókninni að það sé almennt þjóðhagslega hagkvæmt að aðilar semji í stað þess að þeir leysi úr ágreiningi fyrir dómstólum, vegna þess að það léttir álagi af dómskerfinu og sparar kostnað af rekstri þess. En það geta verið aðrir hagsmunir en fjárhagslegir í húfi. Til dæmis mikilvægar prinsippaðstæður. Í slíkum tilvikum eru það aðrir hagsmunir en fjárhagslegir sem mæla gegn því að aðilar reyni að ná sáttum.“ kristinningi@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
DÓMSMÁL Rannsókn Víðis Smára Petersen, hæstaréttarlögmanns á Lex lögmannsstofu, á 386 dómum í einkamálum fyrir Hæstarétti bendir til þess að líkur séu á því að fólk og fyrirtæki höfði of oft dómsmál í stað þess að reyna að ná sáttum. Hann segir brýnt að lögmenn leggi ískalt mat á það hvorum megin sigurlíkur skjólstæðingsins liggi. Víðir Smári skoðaði 386 dóma í einkamálum fyrir Hæstarétti Íslands á árunum 2013 og 2014. Í ljós kom að þegar stefnendur eru einstaklingar hafa þeir betur í aðeins 45 prósentum tilvika og fá þá að meðaltali 63 prósent af kröfu sinni dæmd. Hlutfallið á milli stefnufjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar var með öðrum orðum 63 prósent. Í tilviki lögaðila reyndust hlutföllin hærri. Sigurhlutfallið var 53 prósent og hlutfallið á milli stefnufjárhæðar og dæmdrar fjárhæðar 91 prósent. Samantekið voru líkur einstaklinga á því að fá alla stefnufjárhæð sína dæmda 28,35 prósent en 48,23 prósent í tilviki lögaðila. Víðir Smári segir að auk þess þurfi að líta til vænts málskostnaðar. Svo virðist sem sá sem vinni dómsmál fái aðeins hluta málskostnaðar dæmdan. Í rannsókninni kemur fram að ef einstaklingur vinnur dómsmál sem hann höfðar fái hann að meðaltali um 1,3 milljónir króna í dæmdan málskostnað. Víðir Smári segir að það jafngildi um fimmtíu klukkustunda vinnu lögmanns. „Það er ósennilegt að það sé meðaltalstími lögmanns til að reka heilt mál. Flest mál taka lengri tíma.“ Mikilvægt sé að hafa í huga að munurinn á raunverulegum málskostnaði og dæmdum málskostnaði geti orðið mikill. Íslenskir dómstólar séu íhaldssamir þegar komi að því að dæma slíkan kostnað. Víðir Smári segir að þetta séu þættir sem menn þurfi að vega og meta áður en þeir ákveða að höfða mál. „Fyrsta spurningin sem maður þarf að spyrja sig er: Hverjar eru líkurnar á því að ég vinni málið? Ef málið vinnst þarf ég að spyrja mig hvort það sé líklegt að ég fái alla kröfuna dæmda og málskostnað greiddan. Ef málið tapast þarf ég hins vegar að spyrja mig hve mikið ég þurfi að greiða í málskostnað, bæði minn eigin og hluta af málskostnaði gagnaðilans.“ Víðir Smári hvetur lögmenn til að leggja ískalt tölfræðilegt mat á þessa áhættuþætti. „Þeir geta þá haft hliðsjón af þessum meðaltalsniðurstöðum, þótt slíkt sé ekki upphaf og endir alls, þá sýna þær samt að einstaklingar vinna mál í aðeins 45 prósentum tilvika. Það er því augljóslega í sumum tilvikum höfðað dómsmál þegar betra hefði verið að reyna að sætta ágreininginn.“ Hann tekur þó fram að ofangreindar niðurstöður eigi aðeins við þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. „Ég geng út frá því í rannsókninni að það sé almennt þjóðhagslega hagkvæmt að aðilar semji í stað þess að þeir leysi úr ágreiningi fyrir dómstólum, vegna þess að það léttir álagi af dómskerfinu og sparar kostnað af rekstri þess. En það geta verið aðrir hagsmunir en fjárhagslegir í húfi. Til dæmis mikilvægar prinsippaðstæður. Í slíkum tilvikum eru það aðrir hagsmunir en fjárhagslegir sem mæla gegn því að aðilar reyni að ná sáttum.“ kristinningi@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira