Djúp fullvissa um Guð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2017 10:45 Séra Grétar Halldór Gunnarsson í Grafarvogskirkju er með skýr plön fyrir helgina. "Í frístundum vil ég vera með fjölskyldunni, lesa, hlusta á podcöst og hljóðbækur og hreyfa mig. Framundan er langþráð fríhelgi, þannig að ég ætla að gera þetta allt saman!" segir hann kátur. MYND/GVA Reykvíkingurinn Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju. Hann segir til margar sannanir um Guð. „Ég var framan af ekki fastur í þeirri hugmynd að verða prestur. Ég hafði unun af guðfræðinni og það togaðist á í mér hvort ég ætti að gefa mig í fræðin eða prestsstarfið. En eftir að hafa útskrifast með doktorspróf frá Edinborgarháskóla fæddist hjá mér innri fullvissa um að ég ætti næst að gefa mig í prestsstarfið,“ segir Grétar um köllun sína til að verða prestur en hálft ár er nú liðið síðan biskup Íslands skipaði Dr. Grétar í embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. „Prestskapurinn kemur mér fyrir sjónir sem merkilegt þversnið ólíkra starfa. Presturinn þarf í senn að vera andlegur kennari, félagsmálatröll, rithöfundur, ræðumaður og sálgætir. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu vel prestinum er tekið. Ástæðan fyrir því að það hefur komið mér á óvart er að stundum finnst manni eins og andblær opinberrar umræðu sé í aðra átt.“ Og móttökur íbúa í einu stærsta úthverfi Reykjavíkur stafa hlýju. „Mér finnst fólk taka gífurlega vel á móti mér í hlutverki prests. Það er líkt og það upplifi í hlutverki prestsins tengingu við hina andlegu vídd, tengingu við söguna og tengingu við nærumhverfi sitt.“ Teikn á lofti Sem barn og unglingur segist Grétar hafa verið viljugur og glaðvær en jafnframt með viðkvæman streng sem ekki allir fengu að sjá. „Í minni upplifun finnst mér sem það hafi verið mikið andlegt þel á heimilinu þó það sé erfitt að festa fingur á það. Á sinn hátt þá ólst ég einfaldlega upp við svipaðan kristindóm eins og margir þekkja á Íslandi. Trúin var iðkuð í bakgrunninum, en samt í andrúmsloftinu, og mér var kennt að fara með kvöldbænir. En sú trúariðkun var hins vegar ekki mjög tengd helgihaldi kirkjunnar.“ Nú þegar Grétar stendur mitt í helgihaldi kirkjunnar er hann inntur eftir lífsstíl ungs nútímaprests. „Í prestsstarfinu er maður svo gjarnan að störfum á óvanalegum tímum svo sem eftir vinnu, um kvöld, um helgar og um hátíðar. Því er óljósara en í öðrum störfum hvenær maður er við vinnu og hvenær ekki. Prestsstarfið hefur þess vegna tilhneigingu til að verða lífsstíll. Það tekur tíma að læra á þetta og finna rétta taktinn en ég reyni að hyggja að undirstöðunum í lífinu. Ég reyni að sinna minni eigin andlegu iðkun, lifa heiðarlega, borða rétt og hreyfa mig. Já, og sinna fjölskyldunni!“ bætir Grétar brosandi við. Meðfram prestsstarfinu er Grétar stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. „Ég mæli með því að fólk læri til prests ef það er það sem það langar til að gera. Mest af öllu mæli ég þó með því að fólk rækti trúarlífið og sinni andlegri og trúarlegri iðkun. Mér finnst að við á Vesturlöndum höfum gleymt því hversu mikla innri umbreytingu manneskjan getur upplifað í gegnum bæn, íhugun og hugleiðslu. Sem betur fer eru teikn á lofti um að þessi gömlu reynsluvísindi séu að rifjast upp á ný.“Séra Grétar segir engan hafa áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn. MYND/GVATrúin breytir lífi fólksUm árþúsundamótin 1000 ákvað Alþingi að kristni yrði þjóðartrú Íslendinga. Á undanförnum árum hefur kristin trú þó mætt nokkru mótlæti hér á landi. Er inntak kristinnar trúar: ást og kærleikur, ásamt friði, fyrirgefningu og réttlæti, dottið úr tísku hjá Íslendingum? „Ég hef ekki einhlítt svar við því. En mér sýnist þó að það hljóti að vera mikilvægt að fólk upplifi, í fyrsta lagi, að kristin trú hafi eitthvert gildi fyrir það og, í öðru lagi, að fólk hafi hugrekki til að segja sannleikann um það gildi sem kristin trú hefur í lífi þess. Við þurfum bara að vera heiðarleg við okkur sjálf og við aðra, en hvort tveggja hefur alltaf reynst manneskjunni erfitt,“ svarar Grétar. Sem prestur og mannvera segist hann standa vörð um fagnaðarerindið með því að iðka trúna með hætti sem hefur umbreytandi áhrif á líf hans og upplifun hans af tilverunni. „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi vegna þess að það breytir lífi fólks. Það hefur enginn áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn.“ Að vera kristinn samkvæmt boðskap Jesú Krists er meðal annars að vera talsmaður réttlætis, friðsemi og náungakærleika manna í millum. Telur Grétar að boðskapur kristinnar trúar sé vopnið sem ófriðsæll heimurinn þarf í dag? „Ég vildi gjarnan segja einfalt „já“ en það þyrfti að setja marga fyrirvara á það. Kristin trú, eins og allar gerðir lífssýnar, á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Sumar þeirra virðast auka á ófriðinn og ná ekki að miðla þeim heilunarmætti sem trúin býr yfir.“ Margar guðssannanir tilAnnir presta snúast um gleði og sorgir mannanna. Séra Grétar segir að erfiðastur sé sá eðlilegi vanmáttur sem allir hafi gagnvart missi annarra. „Allt sem sagt er við aðstandendur í slíkum aðstæðum á það til að verða hjóm eitt. Þá er best að skynja vanmáttinn, finna fyrir honum og átta sig þannig á að hann getur ekki gert manni neitt. Með því móti getum við orðið sterk í vanmættinum. Sjálfur vinn ég úr mótlæti og erfiðleikum með bæn, íhugun og ákveðnum rökgreiningaraðferðum sem ég hef tamið mér.“ Helsta trúrækt Grétars fer í gegnum iðkun kristilegrar íhugunar, svokallaðrar kyrrðarbænar, sem ættuð er úr klausturhefðum kristindómsins. Þess utan notar hann líka hefðbundna bæn, hina fornu Jesú-bæn austurkirkjunnar og biblíulestur. En trúir séra Grétar í einlægni á Guð? Getur hann sannfært efasemdamanninn um tilvist Guðs? „Ég hef mjög djúpa fullvissu um Guð. En sú fullvissa á sér ekki rætur í rökhuganum. Það eru vissulega til ýmsar góðar guðssannanir, sem rökhugurinn okkar hefur gaman af. Einhver sú besta er sú sem er að finna hjá heilögum Anselm af Kantaraborg. En ég tel að þótt sú sönnun sé röklega fullnægjandi þá kveiki hún ekki trú hjá neinum. Trúin er allt annars konar skynjun. Hún er andleg skynjun.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Reykvíkingurinn Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju. Hann segir til margar sannanir um Guð. „Ég var framan af ekki fastur í þeirri hugmynd að verða prestur. Ég hafði unun af guðfræðinni og það togaðist á í mér hvort ég ætti að gefa mig í fræðin eða prestsstarfið. En eftir að hafa útskrifast með doktorspróf frá Edinborgarháskóla fæddist hjá mér innri fullvissa um að ég ætti næst að gefa mig í prestsstarfið,“ segir Grétar um köllun sína til að verða prestur en hálft ár er nú liðið síðan biskup Íslands skipaði Dr. Grétar í embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. „Prestskapurinn kemur mér fyrir sjónir sem merkilegt þversnið ólíkra starfa. Presturinn þarf í senn að vera andlegur kennari, félagsmálatröll, rithöfundur, ræðumaður og sálgætir. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu vel prestinum er tekið. Ástæðan fyrir því að það hefur komið mér á óvart er að stundum finnst manni eins og andblær opinberrar umræðu sé í aðra átt.“ Og móttökur íbúa í einu stærsta úthverfi Reykjavíkur stafa hlýju. „Mér finnst fólk taka gífurlega vel á móti mér í hlutverki prests. Það er líkt og það upplifi í hlutverki prestsins tengingu við hina andlegu vídd, tengingu við söguna og tengingu við nærumhverfi sitt.“ Teikn á lofti Sem barn og unglingur segist Grétar hafa verið viljugur og glaðvær en jafnframt með viðkvæman streng sem ekki allir fengu að sjá. „Í minni upplifun finnst mér sem það hafi verið mikið andlegt þel á heimilinu þó það sé erfitt að festa fingur á það. Á sinn hátt þá ólst ég einfaldlega upp við svipaðan kristindóm eins og margir þekkja á Íslandi. Trúin var iðkuð í bakgrunninum, en samt í andrúmsloftinu, og mér var kennt að fara með kvöldbænir. En sú trúariðkun var hins vegar ekki mjög tengd helgihaldi kirkjunnar.“ Nú þegar Grétar stendur mitt í helgihaldi kirkjunnar er hann inntur eftir lífsstíl ungs nútímaprests. „Í prestsstarfinu er maður svo gjarnan að störfum á óvanalegum tímum svo sem eftir vinnu, um kvöld, um helgar og um hátíðar. Því er óljósara en í öðrum störfum hvenær maður er við vinnu og hvenær ekki. Prestsstarfið hefur þess vegna tilhneigingu til að verða lífsstíll. Það tekur tíma að læra á þetta og finna rétta taktinn en ég reyni að hyggja að undirstöðunum í lífinu. Ég reyni að sinna minni eigin andlegu iðkun, lifa heiðarlega, borða rétt og hreyfa mig. Já, og sinna fjölskyldunni!“ bætir Grétar brosandi við. Meðfram prestsstarfinu er Grétar stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. „Ég mæli með því að fólk læri til prests ef það er það sem það langar til að gera. Mest af öllu mæli ég þó með því að fólk rækti trúarlífið og sinni andlegri og trúarlegri iðkun. Mér finnst að við á Vesturlöndum höfum gleymt því hversu mikla innri umbreytingu manneskjan getur upplifað í gegnum bæn, íhugun og hugleiðslu. Sem betur fer eru teikn á lofti um að þessi gömlu reynsluvísindi séu að rifjast upp á ný.“Séra Grétar segir engan hafa áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn. MYND/GVATrúin breytir lífi fólksUm árþúsundamótin 1000 ákvað Alþingi að kristni yrði þjóðartrú Íslendinga. Á undanförnum árum hefur kristin trú þó mætt nokkru mótlæti hér á landi. Er inntak kristinnar trúar: ást og kærleikur, ásamt friði, fyrirgefningu og réttlæti, dottið úr tísku hjá Íslendingum? „Ég hef ekki einhlítt svar við því. En mér sýnist þó að það hljóti að vera mikilvægt að fólk upplifi, í fyrsta lagi, að kristin trú hafi eitthvert gildi fyrir það og, í öðru lagi, að fólk hafi hugrekki til að segja sannleikann um það gildi sem kristin trú hefur í lífi þess. Við þurfum bara að vera heiðarleg við okkur sjálf og við aðra, en hvort tveggja hefur alltaf reynst manneskjunni erfitt,“ svarar Grétar. Sem prestur og mannvera segist hann standa vörð um fagnaðarerindið með því að iðka trúna með hætti sem hefur umbreytandi áhrif á líf hans og upplifun hans af tilverunni. „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi vegna þess að það breytir lífi fólks. Það hefur enginn áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn.“ Að vera kristinn samkvæmt boðskap Jesú Krists er meðal annars að vera talsmaður réttlætis, friðsemi og náungakærleika manna í millum. Telur Grétar að boðskapur kristinnar trúar sé vopnið sem ófriðsæll heimurinn þarf í dag? „Ég vildi gjarnan segja einfalt „já“ en það þyrfti að setja marga fyrirvara á það. Kristin trú, eins og allar gerðir lífssýnar, á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Sumar þeirra virðast auka á ófriðinn og ná ekki að miðla þeim heilunarmætti sem trúin býr yfir.“ Margar guðssannanir tilAnnir presta snúast um gleði og sorgir mannanna. Séra Grétar segir að erfiðastur sé sá eðlilegi vanmáttur sem allir hafi gagnvart missi annarra. „Allt sem sagt er við aðstandendur í slíkum aðstæðum á það til að verða hjóm eitt. Þá er best að skynja vanmáttinn, finna fyrir honum og átta sig þannig á að hann getur ekki gert manni neitt. Með því móti getum við orðið sterk í vanmættinum. Sjálfur vinn ég úr mótlæti og erfiðleikum með bæn, íhugun og ákveðnum rökgreiningaraðferðum sem ég hef tamið mér.“ Helsta trúrækt Grétars fer í gegnum iðkun kristilegrar íhugunar, svokallaðrar kyrrðarbænar, sem ættuð er úr klausturhefðum kristindómsins. Þess utan notar hann líka hefðbundna bæn, hina fornu Jesú-bæn austurkirkjunnar og biblíulestur. En trúir séra Grétar í einlægni á Guð? Getur hann sannfært efasemdamanninn um tilvist Guðs? „Ég hef mjög djúpa fullvissu um Guð. En sú fullvissa á sér ekki rætur í rökhuganum. Það eru vissulega til ýmsar góðar guðssannanir, sem rökhugurinn okkar hefur gaman af. Einhver sú besta er sú sem er að finna hjá heilögum Anselm af Kantaraborg. En ég tel að þótt sú sönnun sé röklega fullnægjandi þá kveiki hún ekki trú hjá neinum. Trúin er allt annars konar skynjun. Hún er andleg skynjun.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira