Dílaskarfur hópast að vötnum Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Á litlum hólma á Elliðavatni sátu í gær 25 skarfar og aðrir átta á vatninu við svokallaðar Engjar. Mynd/Jón Kristjánsson Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Svo virðist sem dílaskarfur sæki mun meira upp á ferskvatn en hann gerir alla jafna. Líklegar skýringar liggja í breyttu tíðarfari og breytingar á fæðuframboði hjá sjófugli. Jón Kristjánsson fiskifræðingur vekur athygli á því í Facebook-færslu að á dögunum hafi hann talið tuttugu skarfa á Elliðavatni, en í gær taldi hann 32 fugla. Jón hefur öðrum fremur komið að rannsóknum á lífríki Elliðavatns, og hefur í fjóra áratugi fylgst með vatninu og þróun lífríkisins þar. Hann segir frá því að aðeins einu sinni hafi hann áður séð skarfa við vatnið, en það var í fyrra. Veiðifréttavefurinn Vötn&veiði gerir málinu skil en í spjalli við færslu Jóns deila veiðimenn reynslu sinni, en færsluna birti Jón í hópnum Veiðidellan er frábær. Þar kemur fram að skarf er að finna við margar ár, og eru ár á Vesturlandi sérstaklega nefndar. Tugir fugla munu vera við Laxá í Kjós þessa dagana, svo dæmi sé nefnt. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir það hafa lengi verið þekkt að dílaskarfar leiti í svolitlum mæli inn til landsins á vetrum. „En svo virðist sem þessi hegðun sé eitthvað að aukast síðustu ár. Ekki er ljóst hvort það stafar af mildara tíðarfari eða breyttum fæðuskilyrðum. Í norðanverðri og Mið-Evrópu er önnur undirtegund dílaskarfa en hérlendis og er hún frábrugðin í háttum með að verpa í trjám og eyða vetrinum í ríkum mæli við fiskivötn á meðan dílaskarfar af íslenska stofninum eru nær einskorðaðir við sjóinn, verpa í fuglabjörgum, eyjum og skerjum og afla fæðu þar allan ársins hring í sjó,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er aðalfæða dílaskarfs marhnútur allan ársins hring, en einnig étur hann kola, sprettfisk og þyrskling. „Skarfar eru tækifærissinnar og við vitum að fæðuframboð hefur verið skert undanfarin ár, reyndar síðan 2005, vegna hruns sandsílastofnsins við suður- og vesturströndina. Það gæti haft bein áhrif á fæðu skarfanna, einkum að sumarlagi og óbein áhrif á fæðuframboð að vetrarlagi, sem þá leita á önnur mið. Tíðarfar hefur að sjálfsögðu áhrif á aðstæður, en skarfar þurfa vakir til þess að geta stundað veiðar í vötnum. Veturinn 2016-17 hefur verið óvenju mildur til þessa. Með varpstofn dílaskarfa um 4.400 pör um þessar mundir sem umreiknast í rúmlega 20.000 einstaklinga að vetri þá eru fáeinir tugir eða hundruð fugla inn til landsins hverfandi hluti stofnsins,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira