Óþarfi að eyða formúu fjár fyrir árshátíðina Guðný Hrönn skrifar 17. febrúar 2017 16:00 Ellen Loftsdóttir og Þórunn Antonía. Vísir/Eyþór Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er mikill tískuunnandi og þykir gaman að klæða sig upp, sérstaklega þegar mikið liggur við. Í tilefni þess að árshátíðir eru framundan leituðum við á náðir stílistans Ellenar Loftsdóttur til að dressa Þórunni upp fyrir fínt tilefni án þess að eyða fúlgu fjár. „Ég hef alltaf verið veik fyrir glæsilegum kjólum, samfestingum og skarti og hef eiginlega safnað samfestingum í gegnum tíðina. Ef ég hefði fæðst sem karlmaður væri ég 100% dragdrottning, sumar flíkur eru svo rosalegar að ég veit ekki hvenær ég hef tilefni til að nota þær en það hefur nýst í eitthvað „poppstjörnu lúkk“ eða einmitt á árshátíðar. Það er bara svo gaman að klæða sig upp! Ef ég mætti ráða væri ég alla daga eins og Michelle Pfieffer til fara, mínus náttúrulega Tony Montana, vélbyssu og kókaínstemmninguna,“ segir Þórunn spurð út í sinn stíl. Þórunn er ekki viss hvort hún fari á einhverja árshátíð þetta árið en hún ætlar að nýta öll miðvikudagskvöld sem eru fram undan til að klæða sig almennilega upp. „Ég mun nefnilega vera með vikuleg kareoki-kvöld á Sæta Svíninu ásamt Dj Dóru Júlíu öll miðvikudagskvöld. Þar verður húmor og glamúr í fatavali í fyrirrúmi. Ég lét Selmu Ragnarsdóttur nýlega sérsauma á mig pallíettusamfestinga og mér líður jafn gordjöss og Páli óskari í þeim,“ segir Þórunn sem er veik fyrir pallíettum og perlum. Þórunn verslar fötin sín víða, meðal annars á nytjamörkuðum. „En svo uppgötvaði ég nýlega ASOS sem er stórhættuleg vefverslun, en á Íslandi klikka búðirnar Topshop og Zara seint. En svo er Galvan með trylltustu tilefnis- og árshátíðarkjóla en kosta aðeins meira, sömuleiðis íslenska merkið Aoc edit. Svo er málið að vera fordómalaus á búðarölti þú veist aldrei hvar gullmolar leynast.“Hefur tileinkað sér nýjan hugsunarháttÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 fá áhorfendur að fylgjast með Þórunni Antoníu og stílistanum Elleni Loftsdóttur fara yfir það hvernig má poppa upp gamla flík á einfaldan hátt, m.a. með stórum eyrnalokkum. Ellen minnir fólk á að það er óþarfi að eyða formúu til að líta vel út þegar mikið liggur við.Ellen Loftsdóttir segir rétta skartið og skóna geta lífgað upp á kjól sem nú þegar leynist í fataskápnum, það er óþarfi að stökkva út í búð og kaupa nýtt dress frá A-Ö. „Það er ýmislegt hægt að gera til að poppa upp „gamla“ flík. Flottur jakki kemur manni til dæmis langt. Hálsmen eða eyrnalokkar er líka eitthvað sem getur gert mikið. Og síðast en ekki síst finnst mér flottir skór oft gera kraftaverk,“ útskýrir Ellen sem hefur undan farið reynt að tileinka sér nýjan hugsunarhátt þegar kemur að verslunarmynstri. „Ég er eins og svo margar konur og á það til að finnst ég aldrei eiga neitt þegar mikið liggur við. En síðustu ár hef ég verið að reyna að temja mér nýjan hugsunarhátt í þessum efnum og þá sérstaklega út frá umhverfisþáttum. Ég reyni að nýta það sem ég á fyrir og reyni þá frekar að kaupa einhvern nýja aukahlut, þ.e.a.s. ef ég kaupi mér eitthvað nýtt. Það er gott að reyna að sjá það fallega í gömlum fötunum sínum, það laumast alltaf einhverjar gersemar þarna inn á milli sem vilja fá nýtt hlutverk.“ Áhorfendur Stöðvar 2 í kvöld fá að fylgjast með þegar Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, fór á fund Þórunnar og Ellenar. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er mikill tískuunnandi og þykir gaman að klæða sig upp, sérstaklega þegar mikið liggur við. Í tilefni þess að árshátíðir eru framundan leituðum við á náðir stílistans Ellenar Loftsdóttur til að dressa Þórunni upp fyrir fínt tilefni án þess að eyða fúlgu fjár. „Ég hef alltaf verið veik fyrir glæsilegum kjólum, samfestingum og skarti og hef eiginlega safnað samfestingum í gegnum tíðina. Ef ég hefði fæðst sem karlmaður væri ég 100% dragdrottning, sumar flíkur eru svo rosalegar að ég veit ekki hvenær ég hef tilefni til að nota þær en það hefur nýst í eitthvað „poppstjörnu lúkk“ eða einmitt á árshátíðar. Það er bara svo gaman að klæða sig upp! Ef ég mætti ráða væri ég alla daga eins og Michelle Pfieffer til fara, mínus náttúrulega Tony Montana, vélbyssu og kókaínstemmninguna,“ segir Þórunn spurð út í sinn stíl. Þórunn er ekki viss hvort hún fari á einhverja árshátíð þetta árið en hún ætlar að nýta öll miðvikudagskvöld sem eru fram undan til að klæða sig almennilega upp. „Ég mun nefnilega vera með vikuleg kareoki-kvöld á Sæta Svíninu ásamt Dj Dóru Júlíu öll miðvikudagskvöld. Þar verður húmor og glamúr í fatavali í fyrirrúmi. Ég lét Selmu Ragnarsdóttur nýlega sérsauma á mig pallíettusamfestinga og mér líður jafn gordjöss og Páli óskari í þeim,“ segir Þórunn sem er veik fyrir pallíettum og perlum. Þórunn verslar fötin sín víða, meðal annars á nytjamörkuðum. „En svo uppgötvaði ég nýlega ASOS sem er stórhættuleg vefverslun, en á Íslandi klikka búðirnar Topshop og Zara seint. En svo er Galvan með trylltustu tilefnis- og árshátíðarkjóla en kosta aðeins meira, sömuleiðis íslenska merkið Aoc edit. Svo er málið að vera fordómalaus á búðarölti þú veist aldrei hvar gullmolar leynast.“Hefur tileinkað sér nýjan hugsunarháttÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 fá áhorfendur að fylgjast með Þórunni Antoníu og stílistanum Elleni Loftsdóttur fara yfir það hvernig má poppa upp gamla flík á einfaldan hátt, m.a. með stórum eyrnalokkum. Ellen minnir fólk á að það er óþarfi að eyða formúu til að líta vel út þegar mikið liggur við.Ellen Loftsdóttir segir rétta skartið og skóna geta lífgað upp á kjól sem nú þegar leynist í fataskápnum, það er óþarfi að stökkva út í búð og kaupa nýtt dress frá A-Ö. „Það er ýmislegt hægt að gera til að poppa upp „gamla“ flík. Flottur jakki kemur manni til dæmis langt. Hálsmen eða eyrnalokkar er líka eitthvað sem getur gert mikið. Og síðast en ekki síst finnst mér flottir skór oft gera kraftaverk,“ útskýrir Ellen sem hefur undan farið reynt að tileinka sér nýjan hugsunarhátt þegar kemur að verslunarmynstri. „Ég er eins og svo margar konur og á það til að finnst ég aldrei eiga neitt þegar mikið liggur við. En síðustu ár hef ég verið að reyna að temja mér nýjan hugsunarhátt í þessum efnum og þá sérstaklega út frá umhverfisþáttum. Ég reyni að nýta það sem ég á fyrir og reyni þá frekar að kaupa einhvern nýja aukahlut, þ.e.a.s. ef ég kaupi mér eitthvað nýtt. Það er gott að reyna að sjá það fallega í gömlum fötunum sínum, það laumast alltaf einhverjar gersemar þarna inn á milli sem vilja fá nýtt hlutverk.“ Áhorfendur Stöðvar 2 í kvöld fá að fylgjast með þegar Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, fór á fund Þórunnar og Ellenar.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira