Gott að vera verktaki hjá RÚV Einar Sveinbjörnsson skrifar 1. júní 2017 10:41 Sá sem þetta skrifar er verktaki hjá RÚV við að flytja veðurfregnir í sjónvarpi. Kann því fyrirkomulagi vel og vildi ekki hafa það með öðrum hætti. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG hefur áhyggjur af því að fjöldi verktaka við störf hjá RÚV sé of mikill og fólk fái ekki það sem hann kallar „fastráðningu“. Sjálfur hef ég prófað það að vera launþegi hjá ríkisstofnun, reyndar ekki OHF eins og raunin er með RÚV. Síðustu árin verið sem verktaki í fullri vinnu við hins ýmsu verkefni á samtímis. Allt saman hefur það gengið vel og ekki er ég til í að skipta á ný. Vera má að starfsmenn margir finni skjól og öryggi í launþegasambandi og með kjarasamning í bakhöndinni. En við skulum þá hafa það hugfast að RÚV hefur verði sérlega duglegt við það að reka fólk (launþega) í nafni hagræðingar þar sem viðkomandi er oft á tíðum látinn taka pokann sinn með fremur niðurlægjandi hætti. Það er ekki til neitt lengur sem heitir fastráðning. Hér áður fyrr var til hálfgert vistarband æviráðningar hjá ríkinu. Ávísun á starfsöryggi, oftast lág laun og góðan lífeyri að loknu starfi. Nú eru aðrir tímar og ríkisstofnanir eru hvorki skárri eða betri en einkafyrirtæki í starfsmannamálum. Sú stofnun sem ég starfaði hjá sem launþegi í rúmlega 10 ár hefur losað sig við fólk í nafni skipulagsbreytinga, sem hálfa eða jafnvel alla starfsævina unnu af trúmennsku. Einhverjir áttu jafnvel ekki nema eitt til tvö ár í töku lífeyris. Og yfirlögregluþjónninn á Blönduósi sem fréttist af á dögunum. Hvað varð um hans starfsöryggi eftir áratuga þjónustu fyrir löggæsluna í landinu ? Þvílík niðurlæging fyrir þann ágæta mann. Sem launþegi hjá ríki eða OHF ríkisfyrirtæki býrðu við falskt starfsöryggi. Það er blekking að halda annað. Ef stofnun telur sig ekki þurfa á starfskröftum þínum að halda öllu lengur ertu látinn fara. Með verktöku semur þú sjálfur við verkkaupa um fyrirkomulag og gjald fyrir veitta þjónustu. Þú ert ekki bundinn á klafa SALEKs samkomulags eða annars sem ákveðið er miðlægt fyrir þig. BHM-félögin eru þannig föst í þessari launagildru og finna ekki leiðina út úr henni. Sem verktaki verður þú vissulega að standa þig eins og í annarri vinnu, en verktakinn getur við lok samnings eða þess starfs sem hann hefur tekið að sér horft brosandi framan í verkkaupa og þakkað samstarfið!Nýir og breyttir tímar Ég hef samt ákveðinn skilning á sjónarmiðum Kolbeins fyrir hönd þeirra sem vinna eingöngu hjá RÚV og hafa allar tekjur sínar þar. Auðvitað vilja menn lágmarks starfsöryggi og þar sem tekjur skila sér nokkuð reglulega. Hins vegar eru tímar nú breyttir og fólk stundar í æ ríkara mæli fjölbreytt störf fyrir ýmsa aðila þar sem verkefnin eiga sér upphaf og endi. Allir eiga sér hæfileika á tilteknu sviði eða búa yfir sérþekkingu. Sú þekkingin er verðmæt úti í samfélaginu og eftirspurn er eftir hæfileikum hvers og eins. Fyrir þjónustuna er síðan greitt sanngjarnt gjald sem aðilar ná samkomulagi um. Verktakafyrirkomulag mun aukast til muna á næstu árum og áratugum, ekki síst í þeim geira sem stundum að nokkru yfirlæti er kallaður skapandi greinar. Hjá RÚV vinnur margt hæfileikamanna og -kvenna. Ég dáist af dugnaði og sköpunarkrafti fólks í Efstaleitinu. Starfskraftar þeirra eru eftirsóttir og líka utan veggja RÚV. Það væri áhugaverð tilraun að prófa að reka RÚV alfarið með verktökum. Þá er einkum átt við fólkið sem vinnur við allar hliðar dagskrárinnar. RÚV mundi ekki spara á því fjármuni, verktakan er dýrari þegar upp er staðið. Hins vegar er hún sveigjanlegri fyrir verkkaupa t.d. þegar þekktar sveiflur eru í álagi o.s.frv. Fróðlegt væri síðan að 5 árum liðnum hvort fólk vildi skipta að nýju til fyrra horfs ?Höfundur er veðurfræðingur og verktaki á sínu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Sá sem þetta skrifar er verktaki hjá RÚV við að flytja veðurfregnir í sjónvarpi. Kann því fyrirkomulagi vel og vildi ekki hafa það með öðrum hætti. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG hefur áhyggjur af því að fjöldi verktaka við störf hjá RÚV sé of mikill og fólk fái ekki það sem hann kallar „fastráðningu“. Sjálfur hef ég prófað það að vera launþegi hjá ríkisstofnun, reyndar ekki OHF eins og raunin er með RÚV. Síðustu árin verið sem verktaki í fullri vinnu við hins ýmsu verkefni á samtímis. Allt saman hefur það gengið vel og ekki er ég til í að skipta á ný. Vera má að starfsmenn margir finni skjól og öryggi í launþegasambandi og með kjarasamning í bakhöndinni. En við skulum þá hafa það hugfast að RÚV hefur verði sérlega duglegt við það að reka fólk (launþega) í nafni hagræðingar þar sem viðkomandi er oft á tíðum látinn taka pokann sinn með fremur niðurlægjandi hætti. Það er ekki til neitt lengur sem heitir fastráðning. Hér áður fyrr var til hálfgert vistarband æviráðningar hjá ríkinu. Ávísun á starfsöryggi, oftast lág laun og góðan lífeyri að loknu starfi. Nú eru aðrir tímar og ríkisstofnanir eru hvorki skárri eða betri en einkafyrirtæki í starfsmannamálum. Sú stofnun sem ég starfaði hjá sem launþegi í rúmlega 10 ár hefur losað sig við fólk í nafni skipulagsbreytinga, sem hálfa eða jafnvel alla starfsævina unnu af trúmennsku. Einhverjir áttu jafnvel ekki nema eitt til tvö ár í töku lífeyris. Og yfirlögregluþjónninn á Blönduósi sem fréttist af á dögunum. Hvað varð um hans starfsöryggi eftir áratuga þjónustu fyrir löggæsluna í landinu ? Þvílík niðurlæging fyrir þann ágæta mann. Sem launþegi hjá ríki eða OHF ríkisfyrirtæki býrðu við falskt starfsöryggi. Það er blekking að halda annað. Ef stofnun telur sig ekki þurfa á starfskröftum þínum að halda öllu lengur ertu látinn fara. Með verktöku semur þú sjálfur við verkkaupa um fyrirkomulag og gjald fyrir veitta þjónustu. Þú ert ekki bundinn á klafa SALEKs samkomulags eða annars sem ákveðið er miðlægt fyrir þig. BHM-félögin eru þannig föst í þessari launagildru og finna ekki leiðina út úr henni. Sem verktaki verður þú vissulega að standa þig eins og í annarri vinnu, en verktakinn getur við lok samnings eða þess starfs sem hann hefur tekið að sér horft brosandi framan í verkkaupa og þakkað samstarfið!Nýir og breyttir tímar Ég hef samt ákveðinn skilning á sjónarmiðum Kolbeins fyrir hönd þeirra sem vinna eingöngu hjá RÚV og hafa allar tekjur sínar þar. Auðvitað vilja menn lágmarks starfsöryggi og þar sem tekjur skila sér nokkuð reglulega. Hins vegar eru tímar nú breyttir og fólk stundar í æ ríkara mæli fjölbreytt störf fyrir ýmsa aðila þar sem verkefnin eiga sér upphaf og endi. Allir eiga sér hæfileika á tilteknu sviði eða búa yfir sérþekkingu. Sú þekkingin er verðmæt úti í samfélaginu og eftirspurn er eftir hæfileikum hvers og eins. Fyrir þjónustuna er síðan greitt sanngjarnt gjald sem aðilar ná samkomulagi um. Verktakafyrirkomulag mun aukast til muna á næstu árum og áratugum, ekki síst í þeim geira sem stundum að nokkru yfirlæti er kallaður skapandi greinar. Hjá RÚV vinnur margt hæfileikamanna og -kvenna. Ég dáist af dugnaði og sköpunarkrafti fólks í Efstaleitinu. Starfskraftar þeirra eru eftirsóttir og líka utan veggja RÚV. Það væri áhugaverð tilraun að prófa að reka RÚV alfarið með verktökum. Þá er einkum átt við fólkið sem vinnur við allar hliðar dagskrárinnar. RÚV mundi ekki spara á því fjármuni, verktakan er dýrari þegar upp er staðið. Hins vegar er hún sveigjanlegri fyrir verkkaupa t.d. þegar þekktar sveiflur eru í álagi o.s.frv. Fróðlegt væri síðan að 5 árum liðnum hvort fólk vildi skipta að nýju til fyrra horfs ?Höfundur er veðurfræðingur og verktaki á sínu sviði.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar