Formaður Ungra Pírata um staðsetningu nýs Landspítala: „Mér finnst skrítið að alltaf sé verið að kæfa þessa umræðu um hvar eigi að byggja“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2017 15:15 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður Ungra pírata. Hún vill frekari umræðu um byggingu nýs Landspítala. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra pírata, segir að það verði að endurskoða áform um nýjan Landspítala. Í færslu á Facebook gagnrýnir hún áform um að nýta gamlar og illa farnar byggingar til uppbyggingar Landspítalans; best sé að byggja nýjan Landspítala austar í borginni sem sé í samræmi við stækkun borgarinnar og breytta borgarmynd.Bútasaumsteppi sem þarf að viðhalda Hún telur að það muni ekki taka lengri tíma að byggja nýjan spítala á öðrum stað frá grunni.Þetta verkefni að laga þetta bútasaumsteppi verður svo svakalega umfangsmikið og það mun alltaf dragast eitthvað á langinn og alltaf bætast eitthvað við það,“ segir Dóra í samtali við Vísi. Dóra gagnrýnir jafnframt að inni í planinu um nýjan spítala eigi ekki að laga Kvennadeildina. Það sé ekki boðlegt fyrir konur sem eiga von á barni og séu viðkvæmar fyrir myglu en mygla hefur verið vandamál í þó nokkrun tíma innan veggja Landspítalans.Persónuleg reynsla Færsla Dóru er afar persónuleg. Þar lýsir hún reynslu systur sinnar sem áður hefur glímt við veikindi vegna myglu í heimahúsi. Nú sé fjölskyldan stödd á Landspítalanum þar sem afi þeirra dvelst og nefnir Dóra að systir þeirra hafi varla náð að vera með honum vegna einkenna vegna myglu sem sprettur upp nánast samstundis og hún fer inn í bygginguna. „Nú liggur afi okkar uppi á Borgarspítala og mun sennilega ekki eiga afturkvæmt þaðan. Við sitjum við rúmgaflinn hans tímana langa, öll hans nánustu, nema systir mín þó hana langi til þess. Vegna þess að fyrsta langsetan kom einkennunum af stað. Þessi spítali er heldur ekki alveg laus við myglu,“ segir í færslu Dóru. Dóra segir í samtali við Vísi að henni blöskri ástandið á spítalanum. Hún telur að plönin séu götótt og betra sé að byggja nýtt í stað þess að vera alltaf að laga það sem er illa farið. Hún segir þetta vera mikið álag fyrir sjúklinga líka, þar sem framkvæmdir séu truflandi fyrir þá. Það heyrist mikil læti sem séu ekki boðleg veiku fólki sem jafnvel er að kveðja ástvini sína. „Mér blöskrar svo að fólk sem er í viðkvæmu ástandi í lífinu; fólk sem er að syrgja eða fólk sem situr við rúm einhvers sem er dauðvona þurfi að upplifa þessi óþægilegu einkenni,“ segir Dóra.Enn tími til stefnu Dóra segir enn vera tíma til stefnu til að endurskoða planið. Hún hafi sterkar skoðanir á málinu og viljað koma þeim á framfæri. „Að sama skapi skrifa ég þetta út af því að ég er pólitískt virk og hef fylgst með þessu spítala máli og mér finnst skrítið að alltaf sé verið að kæfa þessa umræðu um hvar eigi að byggja. Það er enn þá smá tími til stefnu til að breyta út frá þessu plani. Ég hef alveg kynnt mér þessi mál vel og veit það að það er enn hægt að breyta. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í húfi,“ segir Dóra og vitnar til þess að sérfræðingar í skipulagsmálum sem og læknar á spítalanum hafi gagnrýnt þessar framkvæmdir.Skammsýni í staðarvali Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og fyrrverandi skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, er einn þeirra sérfræðinga sem Dóra nefnir. Hann segir í samtali við Vísi að það sé skammsýni að velja spítalanum stað þarna. Hann segir að aldrei hafi farið fram forsvaranleg staðvalsgreining þar sem sérfræðingar og hlutlausir aðilar eru fengnir til að meta afleiðingar af mismunandi staðsetningu. Hann segir að umræðan meðal margra skipulagsfræðinga sé á þann veg að þeir séu ósáttir með hvernig staðið var að þessu. „Þetta er nú einu sinni stærsta fyrirtæki landsins. Það skiptir feikilega miklu máli upp á framtíðina hvernig er farið með þessa takmörkuðu peninga okkar,“ segir Gestur í samtali við Vísi. Hann segir stjórnvöld ekki hlusta á þeirra málflutning.Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur hefur gagnrýnt staðsetningu spítalans.Staðvalsgreining nauðsynleg Hann segir að þessi staðvalsgreining sé nauðsynleg. Ef niðurstaða hennar yrði sú að staðsetning á Hringbraut yrði sú besta þá hefði verið unnið faglega að undirbúningi þessa máls að mati Gests. „Það er eins og hagsmunaaðilar hafi bitið sig í þennan stað og síðan verði málinu ekki þokað,“ segir Gestur. Hann telur að það sé klárt mál að skammsýni og pólitísk vikt hagsmunaaðila hafi fengið að ráða ferðinni. Gestur segir enga sérfræðinga á borð við skipulagsfræðinga hafa komið að málinu. „Það er náttúrulega hægt að fá alla mögulega aðila til að hafa skoðun á þessu en ég held að nútíma þjóðfélag þurfi að nota tiltæka þekkingu. Það sem fer líka fyrir brjóstið á bæði mér og öðrum sem hafa komið á þessu máli og verið að benda á þetta, að vísvitandi er verið að plata Alþingi. Þarna eru 60 þúsund fermetrar af gömlu húsnæði sem verið er að endurnýja og það er verið að segja Alþingi að það kosti ekki nema hundrað þúsund kall að endurnýja þessa 60 þúsund fermetra. Það er bara gjörsamlega galið að bjóða Alþingi Íslendinga að bjóða upp á svona vinnubrögð,“ segir Gestur.Gunnar segir að margar úttektir hafi farið fram á staðsetningu LandpítalansHringbrautar verkefniðÚttektir hafa verið gerðar með tilliti til gagnrýni Gunnar Svavarsson er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Nýr Landspítali sem stofnað var með lögum árið 2010. Hann segir það ekki rétt að ekki hafi verið framkvæmd staðvalsgreining. Hún hafi verið gerð í byrjun af verkfræðistofum þess tíma þegar umræður um nýjan Landspítala fóru af stað. Umræður um nýjan Landspítala eiga upptök sín árið 2002. Gunnar nefnir í samtali við Vísi að það hafi einnig verið gerðar úttektir á málinu þegar Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra og minnist hann sérstaklega á úttekt KPMG frá árinu 2015 þar sem komist var að ekki væri ástæða til að hverfa frá ákvörðun um staðsetninguna á Hringbraut. Sú greining hefði sérstaklega verið gerð vegna þeirrar gagnrýni sem staðsetning spítalans hafi fengið á sig. Gunnar segir þetta vera stórkostlegt fyrir sjúklinga, því verkefnið snúist um þá en ekki einungis staðarval eða umferð; þetta verði gríðarleg búbót og framför fyrir þjóðina. „Ýmsar greiningar og úttektir hafa verið framkvæmdar frá árinu 2002. Í þeim greiningum þar sem gerður hefur verið samanburður á staðsetningum með tilliti til hagkvæmni eða uppbyggingar hefur niðurstaðan ávallt orðið að hagkvæmast sé að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut,“ segir meðal annars í skýrslu KPMG. „Umræðan um staðsetninguna er ekki upp á borðum í dag því verkefnið er komið það langt áfram auk þess að ríkisstjórnin er með þetta inni í stjórnarsáttmálanum og þingið hefur verið á bak við þetta undanfarin ár og áratug,“ segir Gunnar. Hér má sjá hluta af þeim rökum sem KPMG skoðuðu þegar skýrsla var gerð.skjáskotEkki einsdæmi Gunnar segir að það ekki sé einsdæmi að byggt sé upp við gamla spítala sem síðan þurfi viðhald. Það hafi verið gert víða um heim „Auðvitað snýst þetta um það, að það er verið að nýta þá fjárfestingu sem er fyrir hendi. Þó hún þurfi viðhald og annað þá ætlum við að það sé hægt að viðhalda byggingunni,“ segir Gunnar og nefnir að kostnaðaráætlun hafi verið unnin af norskum aðilum sem komist hafi að því að þetta væri besti kosturinn hvað fjármagn varðar. Stefnt er að því að elstu byggingarnar fái nýtt hlutverk þegar búið verði að fullbyggja á suðursvæðinu. Byrjað verður að byggja meðferðarkjarna á næsta ári. Það eigi að verða aðaleiningin í þessum nýja spítala. Þá verði sjúkrahótelið afhent á haustmánuðum miðað við nýjustu áætlanir. Aðspurður um viðhald annarra bygginga á svæðinu, til að mynda kvennadeildar, segir Gunnar það vera í höndum framkvæmdasviðs Landspítalans. Hann leggur áherslu á að hlutafélagið Nýr Landspítali sjái aðeins um nýju byggingarnar og sjái ekki um viðhaldið á eldri byggingum. Þeir sjái því um bílastæðahús, rannsóknarhús, sjúkrahótelið og meðferðarkjarnann. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður Ungra pírata, segir að það verði að endurskoða áform um nýjan Landspítala. Í færslu á Facebook gagnrýnir hún áform um að nýta gamlar og illa farnar byggingar til uppbyggingar Landspítalans; best sé að byggja nýjan Landspítala austar í borginni sem sé í samræmi við stækkun borgarinnar og breytta borgarmynd.Bútasaumsteppi sem þarf að viðhalda Hún telur að það muni ekki taka lengri tíma að byggja nýjan spítala á öðrum stað frá grunni.Þetta verkefni að laga þetta bútasaumsteppi verður svo svakalega umfangsmikið og það mun alltaf dragast eitthvað á langinn og alltaf bætast eitthvað við það,“ segir Dóra í samtali við Vísi. Dóra gagnrýnir jafnframt að inni í planinu um nýjan spítala eigi ekki að laga Kvennadeildina. Það sé ekki boðlegt fyrir konur sem eiga von á barni og séu viðkvæmar fyrir myglu en mygla hefur verið vandamál í þó nokkrun tíma innan veggja Landspítalans.Persónuleg reynsla Færsla Dóru er afar persónuleg. Þar lýsir hún reynslu systur sinnar sem áður hefur glímt við veikindi vegna myglu í heimahúsi. Nú sé fjölskyldan stödd á Landspítalanum þar sem afi þeirra dvelst og nefnir Dóra að systir þeirra hafi varla náð að vera með honum vegna einkenna vegna myglu sem sprettur upp nánast samstundis og hún fer inn í bygginguna. „Nú liggur afi okkar uppi á Borgarspítala og mun sennilega ekki eiga afturkvæmt þaðan. Við sitjum við rúmgaflinn hans tímana langa, öll hans nánustu, nema systir mín þó hana langi til þess. Vegna þess að fyrsta langsetan kom einkennunum af stað. Þessi spítali er heldur ekki alveg laus við myglu,“ segir í færslu Dóru. Dóra segir í samtali við Vísi að henni blöskri ástandið á spítalanum. Hún telur að plönin séu götótt og betra sé að byggja nýtt í stað þess að vera alltaf að laga það sem er illa farið. Hún segir þetta vera mikið álag fyrir sjúklinga líka, þar sem framkvæmdir séu truflandi fyrir þá. Það heyrist mikil læti sem séu ekki boðleg veiku fólki sem jafnvel er að kveðja ástvini sína. „Mér blöskrar svo að fólk sem er í viðkvæmu ástandi í lífinu; fólk sem er að syrgja eða fólk sem situr við rúm einhvers sem er dauðvona þurfi að upplifa þessi óþægilegu einkenni,“ segir Dóra.Enn tími til stefnu Dóra segir enn vera tíma til stefnu til að endurskoða planið. Hún hafi sterkar skoðanir á málinu og viljað koma þeim á framfæri. „Að sama skapi skrifa ég þetta út af því að ég er pólitískt virk og hef fylgst með þessu spítala máli og mér finnst skrítið að alltaf sé verið að kæfa þessa umræðu um hvar eigi að byggja. Það er enn þá smá tími til stefnu til að breyta út frá þessu plani. Ég hef alveg kynnt mér þessi mál vel og veit það að það er enn hægt að breyta. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í húfi,“ segir Dóra og vitnar til þess að sérfræðingar í skipulagsmálum sem og læknar á spítalanum hafi gagnrýnt þessar framkvæmdir.Skammsýni í staðarvali Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og fyrrverandi skipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, er einn þeirra sérfræðinga sem Dóra nefnir. Hann segir í samtali við Vísi að það sé skammsýni að velja spítalanum stað þarna. Hann segir að aldrei hafi farið fram forsvaranleg staðvalsgreining þar sem sérfræðingar og hlutlausir aðilar eru fengnir til að meta afleiðingar af mismunandi staðsetningu. Hann segir að umræðan meðal margra skipulagsfræðinga sé á þann veg að þeir séu ósáttir með hvernig staðið var að þessu. „Þetta er nú einu sinni stærsta fyrirtæki landsins. Það skiptir feikilega miklu máli upp á framtíðina hvernig er farið með þessa takmörkuðu peninga okkar,“ segir Gestur í samtali við Vísi. Hann segir stjórnvöld ekki hlusta á þeirra málflutning.Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur hefur gagnrýnt staðsetningu spítalans.Staðvalsgreining nauðsynleg Hann segir að þessi staðvalsgreining sé nauðsynleg. Ef niðurstaða hennar yrði sú að staðsetning á Hringbraut yrði sú besta þá hefði verið unnið faglega að undirbúningi þessa máls að mati Gests. „Það er eins og hagsmunaaðilar hafi bitið sig í þennan stað og síðan verði málinu ekki þokað,“ segir Gestur. Hann telur að það sé klárt mál að skammsýni og pólitísk vikt hagsmunaaðila hafi fengið að ráða ferðinni. Gestur segir enga sérfræðinga á borð við skipulagsfræðinga hafa komið að málinu. „Það er náttúrulega hægt að fá alla mögulega aðila til að hafa skoðun á þessu en ég held að nútíma þjóðfélag þurfi að nota tiltæka þekkingu. Það sem fer líka fyrir brjóstið á bæði mér og öðrum sem hafa komið á þessu máli og verið að benda á þetta, að vísvitandi er verið að plata Alþingi. Þarna eru 60 þúsund fermetrar af gömlu húsnæði sem verið er að endurnýja og það er verið að segja Alþingi að það kosti ekki nema hundrað þúsund kall að endurnýja þessa 60 þúsund fermetra. Það er bara gjörsamlega galið að bjóða Alþingi Íslendinga að bjóða upp á svona vinnubrögð,“ segir Gestur.Gunnar segir að margar úttektir hafi farið fram á staðsetningu LandpítalansHringbrautar verkefniðÚttektir hafa verið gerðar með tilliti til gagnrýni Gunnar Svavarsson er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Nýr Landspítali sem stofnað var með lögum árið 2010. Hann segir það ekki rétt að ekki hafi verið framkvæmd staðvalsgreining. Hún hafi verið gerð í byrjun af verkfræðistofum þess tíma þegar umræður um nýjan Landspítala fóru af stað. Umræður um nýjan Landspítala eiga upptök sín árið 2002. Gunnar nefnir í samtali við Vísi að það hafi einnig verið gerðar úttektir á málinu þegar Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra og minnist hann sérstaklega á úttekt KPMG frá árinu 2015 þar sem komist var að ekki væri ástæða til að hverfa frá ákvörðun um staðsetninguna á Hringbraut. Sú greining hefði sérstaklega verið gerð vegna þeirrar gagnrýni sem staðsetning spítalans hafi fengið á sig. Gunnar segir þetta vera stórkostlegt fyrir sjúklinga, því verkefnið snúist um þá en ekki einungis staðarval eða umferð; þetta verði gríðarleg búbót og framför fyrir þjóðina. „Ýmsar greiningar og úttektir hafa verið framkvæmdar frá árinu 2002. Í þeim greiningum þar sem gerður hefur verið samanburður á staðsetningum með tilliti til hagkvæmni eða uppbyggingar hefur niðurstaðan ávallt orðið að hagkvæmast sé að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut,“ segir meðal annars í skýrslu KPMG. „Umræðan um staðsetninguna er ekki upp á borðum í dag því verkefnið er komið það langt áfram auk þess að ríkisstjórnin er með þetta inni í stjórnarsáttmálanum og þingið hefur verið á bak við þetta undanfarin ár og áratug,“ segir Gunnar. Hér má sjá hluta af þeim rökum sem KPMG skoðuðu þegar skýrsla var gerð.skjáskotEkki einsdæmi Gunnar segir að það ekki sé einsdæmi að byggt sé upp við gamla spítala sem síðan þurfi viðhald. Það hafi verið gert víða um heim „Auðvitað snýst þetta um það, að það er verið að nýta þá fjárfestingu sem er fyrir hendi. Þó hún þurfi viðhald og annað þá ætlum við að það sé hægt að viðhalda byggingunni,“ segir Gunnar og nefnir að kostnaðaráætlun hafi verið unnin af norskum aðilum sem komist hafi að því að þetta væri besti kosturinn hvað fjármagn varðar. Stefnt er að því að elstu byggingarnar fái nýtt hlutverk þegar búið verði að fullbyggja á suðursvæðinu. Byrjað verður að byggja meðferðarkjarna á næsta ári. Það eigi að verða aðaleiningin í þessum nýja spítala. Þá verði sjúkrahótelið afhent á haustmánuðum miðað við nýjustu áætlanir. Aðspurður um viðhald annarra bygginga á svæðinu, til að mynda kvennadeildar, segir Gunnar það vera í höndum framkvæmdasviðs Landspítalans. Hann leggur áherslu á að hlutafélagið Nýr Landspítali sjái aðeins um nýju byggingarnar og sjái ekki um viðhaldið á eldri byggingum. Þeir sjái því um bílastæðahús, rannsóknarhús, sjúkrahótelið og meðferðarkjarnann.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent