Hildur Björg spilar á Spáni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 12:30 Hildur Björg Kjartansdóttir, til vinstri, með Berglindi Gunnarsdóttur í landsliðsverkefni í sumar. Mynd/Instagram Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir. Liðið heitir Club Baloncesto Leganés og er frá Madríd en það spilar í Liga Femenina 2. Liga Femenina 2 er næstefsta deildin á Spáni. Hildur er ekki fyrsti íslenski landsliðsmiðherjinn sem spilar í þessari deild því Signý Hermannsdóttir lék með CB Isla de Tenerife liðinu eftir að hún útskrifaðist úr námi frá Bandaríkjunum 2003. Hildur Björg Kjartansdóttir var búin að semja við nýliða Breiðabliks sem eru núna að missa landsliðskonu og sinn besta leikmann áður en tímabilið hefst. „Mér fannst auðvitað leiðinlegt að fara frá Blikunum því ég er búin að eiga gott sumar hjá þeim og leið mjög vel. Ég hafði möguleika á að stökkva á svona tækifæri ef það myndi bjóðast,“ sagði Hildur í stuttu spjalli við Vísi. Hildur Björg varð Íslandsmeistari á síðasta tímabilinu sínu með Snæfelli veturinn 2013-14 þar sem hún var með 15,3 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur hefur síðan spilað með University og Texas Rio Grande Valley í bandaríska háskólaboltanum. Á lokaárinu var hún með 7,7 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg spilaði aftur með íslenska landsliðinu í sumar en hún hafði ekki spilað með liðinu vegna þess að hún var við nám í Bandaríkjunum. Hún var byrjunarliðskona í öllum leikjum landsliðsins. It's amazing to see what life throws at you sometimes, but I guess everything happens for a reason. Happy to say that I'll be continuing my career in Madrid this season A post shared by Hildur Björg Kjartansdóttir (@hildurkjartansdottir) on Aug 23, 2017 at 2:48pm PDT
Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Sjá meira