Námsgögn sliga heimili og stuðla að mismunun 14. mars 2017 07:00 Kolbrún Kristinsdóttir með örlítið magn af því sem hún þurfti að kaupa fyrir skólaárið. vísir/eyþór Kolbrún Kristinsdóttir, sex barna móðir, þurfti að leggja út um 80 þúsund krónur í kostnað vegna námsgagna á síðasta ári. Hún er ein af þeim sem hafa skrifað undir undirskriftasöfnun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Samtökin hafa frá árinu 2015 þrýst á þingheim að virða ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 2013. Sums staðar á landinu er ástandið það slæmt að skólar hafa þurft að taka börn undir sinn verndarvæng og útvega þeim námsgögn. „Þessi námsgögn voru sögð duga fyrir árið en yfirleitt þarf að endurnýja eitthvað,“ segir Kolbrún. Inni í þessari tölu er ekki annar kostnaður eins og skólatöskur, pennaveski, leikfimiföt og annað sem fellur til á hverju ári. Oft þurfi að bæta við jafnvel um 10 þúsund krónum. „Mér finnst þessar vörur vera að hækka á milli ára. Þessi kostnaður rífur í pyngjuna því í ár voru margir dýrir hlutir eins og reiknivélar og heyrnartól,“ segir hún. Börnin hennar eru frá 6-16 ára en tvö eru ekki enn komin á skólaaldur. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að markmiðið sé að afhenda menntamálaráðherra 10 þúsund undirskriftir en þegar þetta er skrifað hafa um 3.500 manns skrifað undir. Þannig sé hægt að þrýsta á stjórnvöld um að börn njóti jafnra tækifæra og upplifi ekki mismunun. „Það gefur augaleið að þar sem þröngt er í búi getur þessi þáttur komið börnum í erfiða stöðu,“ segir hún. Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 2. grein sáttmálans er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. „Við þekkjum kostnaðinn, bæði persónulega og í okkar vinnu þegar við erum að skoða fátækt á Íslandi. Ef það er þungt í búi fyrir þá eru námsgögnin þungur baggi fyrir heimili og ég tala nú ekki um ef það eru mörg börn á heimilinu, þá getur þetta stuðlað að mismunun. Þessu viljum við breyta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Kolbrún Kristinsdóttir, sex barna móðir, þurfti að leggja út um 80 þúsund krónur í kostnað vegna námsgagna á síðasta ári. Hún er ein af þeim sem hafa skrifað undir undirskriftasöfnun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Samtökin hafa frá árinu 2015 þrýst á þingheim að virða ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 2013. Sums staðar á landinu er ástandið það slæmt að skólar hafa þurft að taka börn undir sinn verndarvæng og útvega þeim námsgögn. „Þessi námsgögn voru sögð duga fyrir árið en yfirleitt þarf að endurnýja eitthvað,“ segir Kolbrún. Inni í þessari tölu er ekki annar kostnaður eins og skólatöskur, pennaveski, leikfimiföt og annað sem fellur til á hverju ári. Oft þurfi að bæta við jafnvel um 10 þúsund krónum. „Mér finnst þessar vörur vera að hækka á milli ára. Þessi kostnaður rífur í pyngjuna því í ár voru margir dýrir hlutir eins og reiknivélar og heyrnartól,“ segir hún. Börnin hennar eru frá 6-16 ára en tvö eru ekki enn komin á skólaaldur. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að markmiðið sé að afhenda menntamálaráðherra 10 þúsund undirskriftir en þegar þetta er skrifað hafa um 3.500 manns skrifað undir. Þannig sé hægt að þrýsta á stjórnvöld um að börn njóti jafnra tækifæra og upplifi ekki mismunun. „Það gefur augaleið að þar sem þröngt er í búi getur þessi þáttur komið börnum í erfiða stöðu,“ segir hún. Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 2. grein sáttmálans er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. „Við þekkjum kostnaðinn, bæði persónulega og í okkar vinnu þegar við erum að skoða fátækt á Íslandi. Ef það er þungt í búi fyrir þá eru námsgögnin þungur baggi fyrir heimili og ég tala nú ekki um ef það eru mörg börn á heimilinu, þá getur þetta stuðlað að mismunun. Þessu viljum við breyta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira