Uppskeruhátíð myndlistarnema 11. maí 2017 12:00 Hanna Dís Whitehead og Hildur Ýr Jónsdóttir sjá um Tilraunastofuna í keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Vorsýning skólans verður opnuð í dag klukkan 17. mynd/Eyþór Nemendur og kennarar Myndlistaskólans í Reykjavík leggja nú lokahönd á uppsetningu á afrakstri vetrarins en vorsýning skólans verður opnuð í dag klukkan 17, á annarri og þriðju hæð í JL húsinu við Hringbraut. Sýnd verða verk eftir 124 nemendur. Það eru nemendur sjónlistadeildar, nemendur sem eru að ljúka tveggja ára námi í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og nemendur af keramikbraut, textílbraut, teiknibraut og listmálarabraut. Sýnd verða lokaverkefni útskriftarnemenda og verk sem unnin hafa verið í öðrum áföngum.Hver deild sýnir á sínu svæði í húsnæði skólans og gefur sýningin glögga mynd af því hvernig nemendur vinna verk sín.„Þetta er uppskeruhátíð okkar og nemenda og síðustu daga höfum við unnið myrkranna á milli við lokafrágang,“ útskýrir Hanna Dís Whitehead, vöruhönnuður og einn kennara við keramikdeild skólans. „Í keramikinu þarf að vinna hlutina fyrirfram því gera þarf ráð fyrir brennslu- og þurrktíma,“ bætir hún við en segir þó enga þreytu sjást á mannskapnum. „Nei, nei, hér er allt á fullu við uppsetningu sýningarinnar. Sýningin gefur glögga mynd af því hvernig unnið er í skólanum. Útskriftarnemendur í sjónlistadeild og listnámsdeild fyrir nemendur með þroskahömlun sýna persónuleg lokaverkefni en nemendur í keramiki, málaralist, teikningu og textíl sýna brot af verkefnum vetrarins.“ Ellefu nemendur keramikdeildar hafa unnið undir leiðsögn Hildar Ýrar Jónsdóttur skartgripahönnuðar og Hönnu Dísar í Tilraunastofunni svokölluðu í keramikdeildinni.Í keramikinu þarf að vinna hlutina fyrirfram því gera þarf ráð fyrir brennslu- og þurrktíma.„Á sýningu nemenda okkar Hildar má því sjá ýmiss konar tilraunir sem gerðar hafa verið á önninni, margar af þeim ekki í leir heldur allt önnur efni, svo sem deig, gifs, skinn, plast og fleira. Tilraunirnar eru persónulegar og hver nemandi fór í sína áttina með stefnu verkefnanna,“ segir Hanna. “Út úr Tilraunastofunni kom margt mjög spennandi. Það eru mjög ólíkir einstaklingar innan deildarinnar þetta árið og gaman að sjá hvaða þróun átti sér stað hjá hverjum og einum."„Út úr Tilraunastofunni kom margt mjög spennandi. Það eru mjög ólíkir einstaklingar innan deildarinnar þetta árið og gaman að sjá hvaða þróun átti sér stað hjá hverjum og einum. Gerðar voru ýmiss konar tilraunir og svo tekin af þeim mót. Að endingu var steypt í mótin með postulíni og steinleir. Við sýnum verkin á þeim svæðum þar sem þau eru unnin. Segja má að Tilraunastofan sé sett upp sem tilraunastofa á sýningunni þar sem allar græjur sjást. Það er því mjög forvitnilegt fyrir gesti að geta séð hvaðan verkin spretta og hvernig þau verða til. Á sýningunni verða einnig verk sem unnin voru fyrir jól, af allt öðrum toga og að vissu leyti andstæða Tilraunastofunnar en þau voru handmótuð.“Sýnd verða verk eftir 124 nemendur. Sýnd verða lokaverkefni útskriftarnemenda og verk sem unnin hafa verið í öðrum áföngum. Sýningin verður opin milli klukkan 13 og 18 dagana 12. til 16. maí. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Nemendur og kennarar Myndlistaskólans í Reykjavík leggja nú lokahönd á uppsetningu á afrakstri vetrarins en vorsýning skólans verður opnuð í dag klukkan 17, á annarri og þriðju hæð í JL húsinu við Hringbraut. Sýnd verða verk eftir 124 nemendur. Það eru nemendur sjónlistadeildar, nemendur sem eru að ljúka tveggja ára námi í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og nemendur af keramikbraut, textílbraut, teiknibraut og listmálarabraut. Sýnd verða lokaverkefni útskriftarnemenda og verk sem unnin hafa verið í öðrum áföngum.Hver deild sýnir á sínu svæði í húsnæði skólans og gefur sýningin glögga mynd af því hvernig nemendur vinna verk sín.„Þetta er uppskeruhátíð okkar og nemenda og síðustu daga höfum við unnið myrkranna á milli við lokafrágang,“ útskýrir Hanna Dís Whitehead, vöruhönnuður og einn kennara við keramikdeild skólans. „Í keramikinu þarf að vinna hlutina fyrirfram því gera þarf ráð fyrir brennslu- og þurrktíma,“ bætir hún við en segir þó enga þreytu sjást á mannskapnum. „Nei, nei, hér er allt á fullu við uppsetningu sýningarinnar. Sýningin gefur glögga mynd af því hvernig unnið er í skólanum. Útskriftarnemendur í sjónlistadeild og listnámsdeild fyrir nemendur með þroskahömlun sýna persónuleg lokaverkefni en nemendur í keramiki, málaralist, teikningu og textíl sýna brot af verkefnum vetrarins.“ Ellefu nemendur keramikdeildar hafa unnið undir leiðsögn Hildar Ýrar Jónsdóttur skartgripahönnuðar og Hönnu Dísar í Tilraunastofunni svokölluðu í keramikdeildinni.Í keramikinu þarf að vinna hlutina fyrirfram því gera þarf ráð fyrir brennslu- og þurrktíma.„Á sýningu nemenda okkar Hildar má því sjá ýmiss konar tilraunir sem gerðar hafa verið á önninni, margar af þeim ekki í leir heldur allt önnur efni, svo sem deig, gifs, skinn, plast og fleira. Tilraunirnar eru persónulegar og hver nemandi fór í sína áttina með stefnu verkefnanna,“ segir Hanna. “Út úr Tilraunastofunni kom margt mjög spennandi. Það eru mjög ólíkir einstaklingar innan deildarinnar þetta árið og gaman að sjá hvaða þróun átti sér stað hjá hverjum og einum."„Út úr Tilraunastofunni kom margt mjög spennandi. Það eru mjög ólíkir einstaklingar innan deildarinnar þetta árið og gaman að sjá hvaða þróun átti sér stað hjá hverjum og einum. Gerðar voru ýmiss konar tilraunir og svo tekin af þeim mót. Að endingu var steypt í mótin með postulíni og steinleir. Við sýnum verkin á þeim svæðum þar sem þau eru unnin. Segja má að Tilraunastofan sé sett upp sem tilraunastofa á sýningunni þar sem allar græjur sjást. Það er því mjög forvitnilegt fyrir gesti að geta séð hvaðan verkin spretta og hvernig þau verða til. Á sýningunni verða einnig verk sem unnin voru fyrir jól, af allt öðrum toga og að vissu leyti andstæða Tilraunastofunnar en þau voru handmótuð.“Sýnd verða verk eftir 124 nemendur. Sýnd verða lokaverkefni útskriftarnemenda og verk sem unnin hafa verið í öðrum áföngum. Sýningin verður opin milli klukkan 13 og 18 dagana 12. til 16. maí.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira