Forviðaflokkurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson.Dj-Dabbi&Dóri Þetta þurftu þau að láta segja sér þrisvar, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Hann Ólafur?!? Brögð í tafli? Ha? Leynt eignarhald? Leynireikningar? Hann Ólafur?!? Við hin vitum ekki alveg hvort við eigum að leika með í leikritinu enn einn ganginn, og leyfa þeim að halda að við ætlum að leyfa þeim að trúa því að við hin trúum þeim. Sem við gerum auðvitað ekki – eins og þau vita öll. En það rifjast upp þessir tímar, þegar stórar eignir í almannaeigu voru færðar vildarmönnum í nafni einhverrar hugmyndafræði sem sagði að óhjákvæmilegt væri að eftirláta einkaaðilum bankaviðskipti. Það tók íslenska einkaframtakið örfá ár að keyra allt í þrot. Þetta voru leiðindatímar. Umskiptin stóru í íslensku þjóðlífi urðu þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn náðu saman í ríkisstjórn og stjórnuðu landinu í tíu ár. Gáfu vinum, lögðu niður stofnanir, ofsóttu óvini. Fóru fram með frekjulátum og sigri hrósandi markaðshyggju sem boðaði okkur endalok sögunnar á þeirri forsendu að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin hrundu, eins og það gerði óðakapítalisma eitthvað gáfulegri að kommúnisminn reyndist svindl og svínarí. Með aðild að EES sáu þessi flokkar til þess að hér var innleidd séríslensk útgáfa af kapítalisma; nokkurs konar sérstök svindl-og-svínarísútgáfa þar sem því var sleppt að innleiða reglurnar sem gilda víðast á Evrópumarkaði en þeim mun meira gefið laust. Eftirlit í orði kveðnu, eins og átti eftir að koma á daginn rækilega. Leiðindatímar. Og leiðinda-hugarfar sem ríkti þá, og vekur hjá manni ónot þó að erfitt kunni að vera að koma orðum að því. Nú þegar við sameinumst öll í óbeit okkar á Ólafi Ólafssyni og viðskiptaháttum hans – ekki síst Forviðaflokkurinn sem forðum gekk undir nafninu Framsóknarflokkurinn – er kannski ágætt að rifja upp að hann var ekki einn að verki, hann var ekki undantekning, ekki minkurinn í hænsnabúinu. Hann var bara einn af mörgum sem hleypt var út úr búrinu og sagt að gera svo vel. Hann var bara einn group-gaurinn og rétt eins og Bakkavararbræður og Kaupþingsmenn, Baugsmenn og Milestonemenn, Vafningsmenn, S-hópsmenn og Landsbankamenn var hann barn síns tíma, afurð aldarinnar, niðurstaða kerfis, hugsjón óðakapítalismans holdi klædd – hlýddi kallinu að ofan og dansaði eftir þeim takti sem dunaði undir stjórn þeirra Dj-Dabba&Dóra. Nýir group-gaurar Bólufurstarnir urðu ekki til í tómarúmi. Það verðum við að muna og alveg sérstaklega núna. Bankar eru kannski ekki jafn mikilvægir og spítalar og skólar – og ekki jafn arðberandi – en mikilvægir engu að síður. Þeir geyma og ávaxta sparifé vinnandi fólks og hjálpa fólki við að hrinda úr vör arðsömum og fallegum verkefnum, þeir geyma jafnvel fjöregg heilu fjölskyldnanna. Þegar vel tekst til eru þeir blóðið í þjóðarlíkamanum sem flytur næringu á milli. Það á ekki að þurfa máladeildarstúdent og fallista í reikningi á borð við mig til að segja ráðamönnum að það sé með öllu ólíðandi að slíkar stofnanir séu í eigu ókunnra aðilja, manna sem hafa ekki meiri samfélagslega ábyrgð en svo að þeir kjósa að dyljast bak við ókennileg númer og nöfn sem skráð eru í skúmaskotum fjármálaheimsins. Gætu þess vegna verið sömu group-gaurarnir aftur. Það er aldrei markmið banka að vera rekinn eingöngu með hámarksgróða hluthafa að leiðarljósi. Það getur aldrei verið markmið neinnar starfsemi. Þetta snýst ekki um sérstakan karakterbrest tiltekinna einstaklinga. Þetta snýst um leikreglur samfélagsins, sem settar eru af stjórnmálamönnum í umboði okkar. Kapítalisminn ýtir undir og þrífst á löstum á borð við græðgi og eigingirni og óheiðarleika; og mikilvægt er að samfélagið sendi með vönduðu regluverki skýr skilaboð um siðferðislega ábyrgð þeirra sem fara með fé sem annað fólk hefur trúað þeim fyrir. Einkaframtakið er gott, eins og forsætisráðherrann okkar minnti okkur á nú um daginn, í kjölfarið á nýjustu uppljóstrunum á hneykslinu kringum einkvæðingu bankanna hinna fyrri. Mikið ósköp. En er endilega víst að það eigi við í bankarekstri hér á landi? Erum við sem sagt ekki nógu brennd af einkavæðingu banka eftir Hrunið og Icesave og allt bóluruglið sem upphófst hér í kjölfar fyrri einkavæðingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson.Dj-Dabbi&Dóri Þetta þurftu þau að láta segja sér þrisvar, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Hann Ólafur?!? Brögð í tafli? Ha? Leynt eignarhald? Leynireikningar? Hann Ólafur?!? Við hin vitum ekki alveg hvort við eigum að leika með í leikritinu enn einn ganginn, og leyfa þeim að halda að við ætlum að leyfa þeim að trúa því að við hin trúum þeim. Sem við gerum auðvitað ekki – eins og þau vita öll. En það rifjast upp þessir tímar, þegar stórar eignir í almannaeigu voru færðar vildarmönnum í nafni einhverrar hugmyndafræði sem sagði að óhjákvæmilegt væri að eftirláta einkaaðilum bankaviðskipti. Það tók íslenska einkaframtakið örfá ár að keyra allt í þrot. Þetta voru leiðindatímar. Umskiptin stóru í íslensku þjóðlífi urðu þarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar þegar Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn náðu saman í ríkisstjórn og stjórnuðu landinu í tíu ár. Gáfu vinum, lögðu niður stofnanir, ofsóttu óvini. Fóru fram með frekjulátum og sigri hrósandi markaðshyggju sem boðaði okkur endalok sögunnar á þeirri forsendu að Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin hrundu, eins og það gerði óðakapítalisma eitthvað gáfulegri að kommúnisminn reyndist svindl og svínarí. Með aðild að EES sáu þessi flokkar til þess að hér var innleidd séríslensk útgáfa af kapítalisma; nokkurs konar sérstök svindl-og-svínarísútgáfa þar sem því var sleppt að innleiða reglurnar sem gilda víðast á Evrópumarkaði en þeim mun meira gefið laust. Eftirlit í orði kveðnu, eins og átti eftir að koma á daginn rækilega. Leiðindatímar. Og leiðinda-hugarfar sem ríkti þá, og vekur hjá manni ónot þó að erfitt kunni að vera að koma orðum að því. Nú þegar við sameinumst öll í óbeit okkar á Ólafi Ólafssyni og viðskiptaháttum hans – ekki síst Forviðaflokkurinn sem forðum gekk undir nafninu Framsóknarflokkurinn – er kannski ágætt að rifja upp að hann var ekki einn að verki, hann var ekki undantekning, ekki minkurinn í hænsnabúinu. Hann var bara einn af mörgum sem hleypt var út úr búrinu og sagt að gera svo vel. Hann var bara einn group-gaurinn og rétt eins og Bakkavararbræður og Kaupþingsmenn, Baugsmenn og Milestonemenn, Vafningsmenn, S-hópsmenn og Landsbankamenn var hann barn síns tíma, afurð aldarinnar, niðurstaða kerfis, hugsjón óðakapítalismans holdi klædd – hlýddi kallinu að ofan og dansaði eftir þeim takti sem dunaði undir stjórn þeirra Dj-Dabba&Dóra. Nýir group-gaurar Bólufurstarnir urðu ekki til í tómarúmi. Það verðum við að muna og alveg sérstaklega núna. Bankar eru kannski ekki jafn mikilvægir og spítalar og skólar – og ekki jafn arðberandi – en mikilvægir engu að síður. Þeir geyma og ávaxta sparifé vinnandi fólks og hjálpa fólki við að hrinda úr vör arðsömum og fallegum verkefnum, þeir geyma jafnvel fjöregg heilu fjölskyldnanna. Þegar vel tekst til eru þeir blóðið í þjóðarlíkamanum sem flytur næringu á milli. Það á ekki að þurfa máladeildarstúdent og fallista í reikningi á borð við mig til að segja ráðamönnum að það sé með öllu ólíðandi að slíkar stofnanir séu í eigu ókunnra aðilja, manna sem hafa ekki meiri samfélagslega ábyrgð en svo að þeir kjósa að dyljast bak við ókennileg númer og nöfn sem skráð eru í skúmaskotum fjármálaheimsins. Gætu þess vegna verið sömu group-gaurarnir aftur. Það er aldrei markmið banka að vera rekinn eingöngu með hámarksgróða hluthafa að leiðarljósi. Það getur aldrei verið markmið neinnar starfsemi. Þetta snýst ekki um sérstakan karakterbrest tiltekinna einstaklinga. Þetta snýst um leikreglur samfélagsins, sem settar eru af stjórnmálamönnum í umboði okkar. Kapítalisminn ýtir undir og þrífst á löstum á borð við græðgi og eigingirni og óheiðarleika; og mikilvægt er að samfélagið sendi með vönduðu regluverki skýr skilaboð um siðferðislega ábyrgð þeirra sem fara með fé sem annað fólk hefur trúað þeim fyrir. Einkaframtakið er gott, eins og forsætisráðherrann okkar minnti okkur á nú um daginn, í kjölfarið á nýjustu uppljóstrunum á hneykslinu kringum einkvæðingu bankanna hinna fyrri. Mikið ósköp. En er endilega víst að það eigi við í bankarekstri hér á landi? Erum við sem sagt ekki nógu brennd af einkavæðingu banka eftir Hrunið og Icesave og allt bóluruglið sem upphófst hér í kjölfar fyrri einkavæðingar?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar