Hafið hefur étið óspart af Hliðsnesinu í vetur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Þór Saari stendur hér á grasþúfu sem fyrir skömmu var hluti af Hliðsnestúninu en er nú langt út í fjörunni. Vísir/Eyþór „Fjörukamburinn er hreinlega kominn upp á veginn sem er farinn að skemmast á stórum kafla,“ segir Þór Saari, talsmaður íbúa allra sex húsanna á Hliðsnesi sem sent hafa ákall til bæjaryfirvalda og óskað eftir byggingu sjóvarnargarðs. „Í vetur gekk sjór yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu mínu heldur en nokkurn tíma áður. Sjávarstaðan endaði í rétt innan við tveggja metra fjarlægð frá húsinu mínu,“ segir Þór. Stysta leið að sjávarkambinum frá húsi hans er sjötíu metrar.„Fyrir utan fjörukambinn neðan við túnið gengur maður tugi metra út í sjó á mó sem er bara gamla túnið,“ útskýrir Þór þá þróun sem er í gangi á Hliðsnesi. Í bréfi íbúanna kemur fram að eitt sinn hafi heilir sjö metrar horfið af sjávarkambinum á einni nóttu. „Það gerðist í mjög slæmu veðri fyrir átta til tíu árum. Þetta gerist þegar það fer saman mjög há sjávarstaða og stormur úr suðvestri,“ segir Þór. Nú í vetur hafi sjór gengið yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu hans heldur en nokkurn tíma áður. Rakið er í bréfinu að nú sé svo komið að vegurinn hafi nokkrum sinnum lokast eða orðið illfær í vetur af völdum landburðar af grjóti og þangi. „Þegar það gerist hringjum við á gröfu og þá er mokað af honum,“ segir Þór. Fyrir nokkrum árum hafi verið gerður sjóvarnargarður að hluta en ekki kláraður alla leið. „Reglurnar hjá Siglingamálastofnun kveða á um að það sé ekki fyrr en hús eru komin í hættu að það eru gerðir sjóvarnargarðar.“ Að sögn Þórs hefur hann áður bent bæjaryfirvöldum á vandann og þau tekið vel í málið. Nú hafi íbúarnir loks látið verða af því að senda inn formlegt erindi. „Ég var að ganga fjöruna um daginn þegar Birna týndist því manni fannst maður þurfa að gera eitthvað og þá tók ég eftir því hvað kamburinn hefur færst langt inn í vetur. Það hefur verið óvenju mikið um suðvestanáttir og óvenju stórstreymt,“ segir Þór Saari. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sjórinn er í miklum landvinningum hjá Þór Saari og öðrum íbúum á Hliðsnesi sem vilja spyrna við fótum. Fréttablaðið/Eyþór Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira
„Fjörukamburinn er hreinlega kominn upp á veginn sem er farinn að skemmast á stórum kafla,“ segir Þór Saari, talsmaður íbúa allra sex húsanna á Hliðsnesi sem sent hafa ákall til bæjaryfirvalda og óskað eftir byggingu sjóvarnargarðs. „Í vetur gekk sjór yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu mínu heldur en nokkurn tíma áður. Sjávarstaðan endaði í rétt innan við tveggja metra fjarlægð frá húsinu mínu,“ segir Þór. Stysta leið að sjávarkambinum frá húsi hans er sjötíu metrar.„Fyrir utan fjörukambinn neðan við túnið gengur maður tugi metra út í sjó á mó sem er bara gamla túnið,“ útskýrir Þór þá þróun sem er í gangi á Hliðsnesi. Í bréfi íbúanna kemur fram að eitt sinn hafi heilir sjö metrar horfið af sjávarkambinum á einni nóttu. „Það gerðist í mjög slæmu veðri fyrir átta til tíu árum. Þetta gerist þegar það fer saman mjög há sjávarstaða og stormur úr suðvestri,“ segir Þór. Nú í vetur hafi sjór gengið yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu hans heldur en nokkurn tíma áður. Rakið er í bréfinu að nú sé svo komið að vegurinn hafi nokkrum sinnum lokast eða orðið illfær í vetur af völdum landburðar af grjóti og þangi. „Þegar það gerist hringjum við á gröfu og þá er mokað af honum,“ segir Þór. Fyrir nokkrum árum hafi verið gerður sjóvarnargarður að hluta en ekki kláraður alla leið. „Reglurnar hjá Siglingamálastofnun kveða á um að það sé ekki fyrr en hús eru komin í hættu að það eru gerðir sjóvarnargarðar.“ Að sögn Þórs hefur hann áður bent bæjaryfirvöldum á vandann og þau tekið vel í málið. Nú hafi íbúarnir loks látið verða af því að senda inn formlegt erindi. „Ég var að ganga fjöruna um daginn þegar Birna týndist því manni fannst maður þurfa að gera eitthvað og þá tók ég eftir því hvað kamburinn hefur færst langt inn í vetur. Það hefur verið óvenju mikið um suðvestanáttir og óvenju stórstreymt,“ segir Þór Saari. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sjórinn er í miklum landvinningum hjá Þór Saari og öðrum íbúum á Hliðsnesi sem vilja spyrna við fótum. Fréttablaðið/Eyþór
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Sjá meira