Birkifrjóið að fjara út en grasið að taka við Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 09:30 Styrkur frjókorna var lítill í síðustu viku en grasfrjókornin eru að fara á kreik. Vísir/Getty Frjótíma birkitrjáa er að ljúka eftir öflugt tímabil í vor. Hlýnandi loftslag hefur valdið því að tímabilið hefur færst um tveimur vikum fyrr síðustu tíu árin, að sögn sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Lok birkifrjótímabilsins er þó skammgóður vermir fyrir þá sem þjást af ofnæmi því grasfrjóum er byrjað að fjölga. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun sem annast mælingar á frjókornum í lofti, segir að birkitré blómstri í tvær til fjórar vikur. Nýjustu mælingar frá því í síðustu viku sýni að birkið sé að verða búið að blómstra í ár. „Ég reikna með að þetta séu síðustu dagarnir,“ segir hún í samtali við Vísi.Hæsta frjótala á Akureyri í einum mánuði Veðrið nú í byrjun sumars er ekki það eina sem hefur áhrif á styrk og lengd frjókornatímabilsins. Ellý segir að veðrið á vorin hafi mikil áhrif á hvernig birkið hegði sér og sömuleiðis haustið á undan. Reklar birkisins, blóm þess sem frjóin koma úr, þroskist á haustin. Hlýindi og þurrviðri í maí og góð veðurskilyrði þegar birkireklarnir þroskuðust síðasta haust ollu því að frjótala birkis á Akureyri var sú hæsta sem mælst hefur í einum mánuði. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna í maí sá næstmesti í sjö ár, að því er kemur fram á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar. Heildarfjöldi frjókorna í maí reyndist sá næstmesti í sjö ár. Birkifrjó voru algengust og aðeins einu sinni áður, árið 2011, hefur mælst svipað magn birkifrjóa í þeim mánuði. Mældust þau samfellt frá 17.maí.Frjótímabili grass getur náð fram í september Gras er hins vegar skæðasti ofnæmisvaldurinn þegar kemur að frjói á Íslandi. Mismunandi tegundir þess blómstra á mismunandi tímum sumarsins. Ellý segir að grasið geti þannig blómstrað frá júní og fram í september. „Ég er aðeins farin að fá gras í gildrurnar núna í júní. Það getur haldið áfram fram á haust,“ segir húnBirkið alltaf að blómgast fyrr Undanfarin tíu ár hefur frjókornatímabil birkisins færst fram um tvær vikur og grasið hefur sömuleiðis blómstrað fyrr á sumrin. Ellý segir að það sé líklegast vegna þeirrar hlýnunar sem hefur átt sér stað. „Það er eins og birkið sé alltaf að blómgast fyrr frá upphafi mælinga. Það er alltaf að verða fyrr. Það er eins og frjótíminn sé að færast framar,“ segir hún. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Frjótíma birkitrjáa er að ljúka eftir öflugt tímabil í vor. Hlýnandi loftslag hefur valdið því að tímabilið hefur færst um tveimur vikum fyrr síðustu tíu árin, að sögn sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Lok birkifrjótímabilsins er þó skammgóður vermir fyrir þá sem þjást af ofnæmi því grasfrjóum er byrjað að fjölga. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun sem annast mælingar á frjókornum í lofti, segir að birkitré blómstri í tvær til fjórar vikur. Nýjustu mælingar frá því í síðustu viku sýni að birkið sé að verða búið að blómstra í ár. „Ég reikna með að þetta séu síðustu dagarnir,“ segir hún í samtali við Vísi.Hæsta frjótala á Akureyri í einum mánuði Veðrið nú í byrjun sumars er ekki það eina sem hefur áhrif á styrk og lengd frjókornatímabilsins. Ellý segir að veðrið á vorin hafi mikil áhrif á hvernig birkið hegði sér og sömuleiðis haustið á undan. Reklar birkisins, blóm þess sem frjóin koma úr, þroskist á haustin. Hlýindi og þurrviðri í maí og góð veðurskilyrði þegar birkireklarnir þroskuðust síðasta haust ollu því að frjótala birkis á Akureyri var sú hæsta sem mælst hefur í einum mánuði. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna í maí sá næstmesti í sjö ár, að því er kemur fram á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar. Heildarfjöldi frjókorna í maí reyndist sá næstmesti í sjö ár. Birkifrjó voru algengust og aðeins einu sinni áður, árið 2011, hefur mælst svipað magn birkifrjóa í þeim mánuði. Mældust þau samfellt frá 17.maí.Frjótímabili grass getur náð fram í september Gras er hins vegar skæðasti ofnæmisvaldurinn þegar kemur að frjói á Íslandi. Mismunandi tegundir þess blómstra á mismunandi tímum sumarsins. Ellý segir að grasið geti þannig blómstrað frá júní og fram í september. „Ég er aðeins farin að fá gras í gildrurnar núna í júní. Það getur haldið áfram fram á haust,“ segir húnBirkið alltaf að blómgast fyrr Undanfarin tíu ár hefur frjókornatímabil birkisins færst fram um tvær vikur og grasið hefur sömuleiðis blómstrað fyrr á sumrin. Ellý segir að það sé líklegast vegna þeirrar hlýnunar sem hefur átt sér stað. „Það er eins og birkið sé alltaf að blómgast fyrr frá upphafi mælinga. Það er alltaf að verða fyrr. Það er eins og frjótíminn sé að færast framar,“ segir hún.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira