Björt gagnrýnir ummæli Sigurðar Inga um ákvarðanafælni núverandi ríkisstjórnar í ferðamálum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 20:44 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýnir orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem höfð voru eftir honum í frétt RÚV, þar sem hann sakar núverandi ríkisstjórn um ákvarðanafælni í ferðamálum. Þar segir Sigurður að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sýni fram á ráðaleysi hennar og vísar í nýjar hugmynd Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, ráðherra ferðamála, um að stofna nýja rannsóknareiningu innan ráðuneytisins sem sjái um að rannsaka fjöldatakmarkanir og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Vildi hann meina að nóg sé af efniviði til að styðjast við og því þurfi einungis að fara að taka ákvarðanir. Björt er ekki sátt og segir ferðamál undir stjórn núverandi ríkisstjórnar vera í góðum málum. Þau séu að taka afstöðu og ákvarðanir í málum er varða ferðaþjónustuna. Björt gagnrýnir í því samhengi aðgerðarleysi Framsóknarflokksins sem hugðist í stjórnartíð sinni setja á komugjöld, en ekkert varð úr því. Framsókn hefur einnig sett sig upp á móti virðisaukaskattshækkunum og vill heldur breyta gistináttagjaldi. Sjálf segist hún hafa tekið sér stöðu með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og ætli sér ekki að víkja undan þeirri ákvörðun. Hún segist þó vissulega hugsa til lítilla byggðarlaga sem hún skilur að vilji ekki vera háð því „limbói sjávarútvegs og kvóta sem kemur og fer“, eins og hún orðar það. Því muni 800 milljónir króna af skattfé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fara út á land auk 400 milljónir króna frá umhverfisráðuneytinu sem eigi að vernda náttúru og uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða. Björt segir að henni þyki umræður stóru aðilanna í ferðaþjónustu um tekjuöflun ríkisins afar áhugaverð og finnst skrítið að þau fyrirtæki beri fyrir sig rök lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu út á landi. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýnir orð Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem höfð voru eftir honum í frétt RÚV, þar sem hann sakar núverandi ríkisstjórn um ákvarðanafælni í ferðamálum. Þar segir Sigurður að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sýni fram á ráðaleysi hennar og vísar í nýjar hugmynd Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, ráðherra ferðamála, um að stofna nýja rannsóknareiningu innan ráðuneytisins sem sjái um að rannsaka fjöldatakmarkanir og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Vildi hann meina að nóg sé af efniviði til að styðjast við og því þurfi einungis að fara að taka ákvarðanir. Björt er ekki sátt og segir ferðamál undir stjórn núverandi ríkisstjórnar vera í góðum málum. Þau séu að taka afstöðu og ákvarðanir í málum er varða ferðaþjónustuna. Björt gagnrýnir í því samhengi aðgerðarleysi Framsóknarflokksins sem hugðist í stjórnartíð sinni setja á komugjöld, en ekkert varð úr því. Framsókn hefur einnig sett sig upp á móti virðisaukaskattshækkunum og vill heldur breyta gistináttagjaldi. Sjálf segist hún hafa tekið sér stöðu með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og ætli sér ekki að víkja undan þeirri ákvörðun. Hún segist þó vissulega hugsa til lítilla byggðarlaga sem hún skilur að vilji ekki vera háð því „limbói sjávarútvegs og kvóta sem kemur og fer“, eins og hún orðar það. Því muni 800 milljónir króna af skattfé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fara út á land auk 400 milljónir króna frá umhverfisráðuneytinu sem eigi að vernda náttúru og uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða. Björt segir að henni þyki umræður stóru aðilanna í ferðaþjónustu um tekjuöflun ríkisins afar áhugaverð og finnst skrítið að þau fyrirtæki beri fyrir sig rök lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu út á landi.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent