Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Á Íslandi er greitt meðlag með rúmlega 10 þúsund börnum á ári. vísir/vilhelm Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira